„Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Árni Gísli Magnússon skrifar 7. ágúst 2025 21:04 Sér engar framfarir milli leikja. Vísir/Diego Valur vann 1-2 sigur á Þór/KA í 12. umferð Bestu deildar kvenna í Boganum á Akureyri í kvöld. Öll mörkin komu í seinni hálfleik og skoruðu Valskonur sigurmarkið úr umdeildri vítaspyrnu þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en heimakonur voru þá nýbúnar að jafna leikinn úr vítaspyrnu. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var gríðarlega vonsvikinn eftir leik, bæði með dómgæsluna og frammistöðu síns liðs. Þessi leikur hlýtur að svíða Jóhann? „Já já, hann gerir það, alveg hryllilega mikið.“ Þór/KA fékk dæmt á sig vítaspyrna á 83. mínútu þegar Margrét Árnadóttir var talin handleika boltann þegar hann sveif inn í teig eftir hornspyrnu. Jóhann fór yfir atvikið og dómgæsluna í heild sinni og var ekki par sáttur. „Ég veit það ekki. Þeir geta víst ekki svarað fyrir sig þannig það er ekki kannski sanngjarnt af mér að vera tjá mig eitthvað um það en ef hún leikur honum með hendinni er það væntanlega bara víti og gult en hún fær ekki gult, heldur systir hennar (Amalía Árnadóttir) fyrir kjaft, sem kom bara strax á loft, ég hélt hann væri að spjalda vitlausa manneskju. Aðdragandinn að þessari hornspyrnu sem þetta kemur upp úr er náttúrulega brot á Söndru og það því miður voru gerð mistök ansi oft í þessum leik þar sem að, ég veit ekki hvort það var að ásettu ráði, maður hræðist það svolítið mikið af því þetta er Sandra, en það er mjög auðvelt að verjast á móti Söndru Maríu þar sem að þú mátt gera það sem er gert til þess að stoppa hana og ég væri til í að mega þetta en það var leyft í dag og sáum við á dómurunum í restina því miður að þeir höfðu eitthvað á samviskunni.“ Sér engar framfarir á liðinu Leikurinn í dag var tiltölulega jafn en Jóhann segist samt sem áður ekki sjá neinar framfarir frá 2-0 tapi gegn Tindastól í síðustu umferð. „Nei, ástæðan fyrir að við töpuðum er ekki dómgæsla eða víti eða eitthvað því ég held ef allt er eðlilegt hefði átt að vera fjögur víti í þessum leik, við áttum að fá þrjú, miðað við vítið sem þær fá í restina. Leikurinn tapast á því að við förum niður á eitthvað plan sem gerir Val auðvelt fyrir en ég ætla ekki að taka neitt af Val, þetta er frábærlega gert hjá þeim að koma hérna norður eftir tvo leiki síðan við spiluðum síðast og ná í þrjú stigi. Allt kúdós á þær, þær eiga þetta bara, já skilið, þær unnu fyrir þessu en mitt lið var sjálfu sér verst og ég er mjög ósáttur við það hvernig við fórum með 90 mínútna leik á móti þessu liði á þessum tíma því við áttum að gera betur, við vitum það, en við fórum niður á eitthvað orkustig sem var lélegt hjá okkur og það er okkur ekki til sóma þannig ég ætla ekki að tala um neinar framfarir frá síðasta leik.“ Það eru komnir tveir leikir frá EM pásunni, tvö töp og frammistaða sem þú ert óánægður með. Hvað þarf að gera til að breyta þessu? Menn verða bara ákveða hvað þeir ætla gera því eins og staðan er núna þá erum við ekki að reyna koma okkur í neina toppbaráttu, það er alveg ljóst, því að við erum að kasta frá okkur stigum í leikjum sem við eigum ekki að tapa í þessum síðustu tveimur. Við vitum það best sjálf að við eigum ekki að tapa þessum leikjum en meðan þú tapar þeim þýðir ekkert að vera gapa hérna með það að maður eigi ekki að vera tapa en tapa samt þannig við erum bara á þeim stað sem við eigum að vera á og erum á, þannig við verðum bara að reyna girða okkur í brók og reyna vinna eitthvað af stigum til að sogast bara hreinlega ekki niður í neðri hlutann.“ Þór/KA mætir FH í Hafnafirði í næstu umferð sem situr í öðru sæti deildarinnar. „Við verðum bara að hugsa um okkar stærstu andstæðinga sem akkúrat í augnablikinu erum við sjálf“, sagði Jóhann að lokum þungt hugsi. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjá meira
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var gríðarlega vonsvikinn eftir leik, bæði með dómgæsluna og frammistöðu síns liðs. Þessi leikur hlýtur að svíða Jóhann? „Já já, hann gerir það, alveg hryllilega mikið.“ Þór/KA fékk dæmt á sig vítaspyrna á 83. mínútu þegar Margrét Árnadóttir var talin handleika boltann þegar hann sveif inn í teig eftir hornspyrnu. Jóhann fór yfir atvikið og dómgæsluna í heild sinni og var ekki par sáttur. „Ég veit það ekki. Þeir geta víst ekki svarað fyrir sig þannig það er ekki kannski sanngjarnt af mér að vera tjá mig eitthvað um það en ef hún leikur honum með hendinni er það væntanlega bara víti og gult en hún fær ekki gult, heldur systir hennar (Amalía Árnadóttir) fyrir kjaft, sem kom bara strax á loft, ég hélt hann væri að spjalda vitlausa manneskju. Aðdragandinn að þessari hornspyrnu sem þetta kemur upp úr er náttúrulega brot á Söndru og það því miður voru gerð mistök ansi oft í þessum leik þar sem að, ég veit ekki hvort það var að ásettu ráði, maður hræðist það svolítið mikið af því þetta er Sandra, en það er mjög auðvelt að verjast á móti Söndru Maríu þar sem að þú mátt gera það sem er gert til þess að stoppa hana og ég væri til í að mega þetta en það var leyft í dag og sáum við á dómurunum í restina því miður að þeir höfðu eitthvað á samviskunni.“ Sér engar framfarir á liðinu Leikurinn í dag var tiltölulega jafn en Jóhann segist samt sem áður ekki sjá neinar framfarir frá 2-0 tapi gegn Tindastól í síðustu umferð. „Nei, ástæðan fyrir að við töpuðum er ekki dómgæsla eða víti eða eitthvað því ég held ef allt er eðlilegt hefði átt að vera fjögur víti í þessum leik, við áttum að fá þrjú, miðað við vítið sem þær fá í restina. Leikurinn tapast á því að við förum niður á eitthvað plan sem gerir Val auðvelt fyrir en ég ætla ekki að taka neitt af Val, þetta er frábærlega gert hjá þeim að koma hérna norður eftir tvo leiki síðan við spiluðum síðast og ná í þrjú stigi. Allt kúdós á þær, þær eiga þetta bara, já skilið, þær unnu fyrir þessu en mitt lið var sjálfu sér verst og ég er mjög ósáttur við það hvernig við fórum með 90 mínútna leik á móti þessu liði á þessum tíma því við áttum að gera betur, við vitum það, en við fórum niður á eitthvað orkustig sem var lélegt hjá okkur og það er okkur ekki til sóma þannig ég ætla ekki að tala um neinar framfarir frá síðasta leik.“ Það eru komnir tveir leikir frá EM pásunni, tvö töp og frammistaða sem þú ert óánægður með. Hvað þarf að gera til að breyta þessu? Menn verða bara ákveða hvað þeir ætla gera því eins og staðan er núna þá erum við ekki að reyna koma okkur í neina toppbaráttu, það er alveg ljóst, því að við erum að kasta frá okkur stigum í leikjum sem við eigum ekki að tapa í þessum síðustu tveimur. Við vitum það best sjálf að við eigum ekki að tapa þessum leikjum en meðan þú tapar þeim þýðir ekkert að vera gapa hérna með það að maður eigi ekki að vera tapa en tapa samt þannig við erum bara á þeim stað sem við eigum að vera á og erum á, þannig við verðum bara að reyna girða okkur í brók og reyna vinna eitthvað af stigum til að sogast bara hreinlega ekki niður í neðri hlutann.“ Þór/KA mætir FH í Hafnafirði í næstu umferð sem situr í öðru sæti deildarinnar. „Við verðum bara að hugsa um okkar stærstu andstæðinga sem akkúrat í augnablikinu erum við sjálf“, sagði Jóhann að lokum þungt hugsi.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjá meira