Skipar hernum í hart við glæpasamtök Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2025 15:46 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Mark Schiefelbein Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa gefið yfirmönnum hersins leynilega skipun um að beita hernum gegn tilteknum glæpasamtökum frá Mið- og Suður-Ameríku, sem ríkisstjórn hans hefur skilgreint sem hryðjuverkasamtök. Skipunin leggur grunn að mögulegum árásum og áhlaupum á sjó og innan landamæra annarra ríkja. Innan veggja er nú unnið að áætlunum um hvernig hægt sé að beita hernum gegn samtökunum en hingað til hefur það verið á höndum löggæsluembætta að berjast gegn fíkniefnasmygli og annarri glæpastarfsemi í Bandaríkjunum. Þetta hafa blaðamenn New York Times eftir heimildarmönnum sínum úr ráðuneytinu og bandarískri stjórnsýslu. Áður hafa fregnir borist af því að Leyniþjónusta Bandaríkjanna (CIA) hafi fylgst með glæpamönnum í Mexíkó með eftirlitsdrónum og hefur Trump farið fram á það við forseta Mexíkó að fá að senda hermenn þangað. Þeirri beiðni var hafnað. Þá hefur Trump einnig sent fjölda hermanna að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó þar sem þeir hafa tekið þátt í því að stöðva fólk sem reynir að komast til Bandaríkjunum með ólöglegum hætti og fíkniefnasmyglara. Með Mexíkó og Venesúela í sigtinu Í frétt NYT segir að Trump hafi sérstaklega beint sjónum sínum að glæpasamtökum frá Mexíkó og Venesúela. Utanríkisráðuneytið skilgreindi í febrúar samtökin Tren de Aragua, MS-13 og fleiri sem hryðjuverkasamtök sem ógnuðu þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Fyrir tveimur vikum var samtökunum Cartel de los Soles bætt við listann og halda Bandaríkjamenn því fram að þau sé leidd af Nicolás Maduro, forseta Venesúela, og öðrum meðlimum ríkisstjórnar hans. Fimmtíu milljónum dala hefur heitið fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku Maduro en Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði við það tilefni að Maduro myndi ekki komast hjá því að þurfa að gjalda fyrir hræðilega glæpi hans. Hún sagði ráðuneytið hafa lagt hald á eigur Maduros verðmetnar að minnsta kosti sjö hundruð milljónir dala, auk sjö tonna af kókaíni sem hefði verið rakið beint til hans. Sjá einnig: Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó AP fréttaveitan hefur eftir Yvan Gil, utanríkisráðherra Venesúela, að ásakanir Bondi séu aumkunarverðar og liður í áróðursherferð. Hún sé sama manneskjan og hafi heitið því að birta „Epstein-listann“ svokallaða og sé gjörspillt. „Þessi sýning hennar er brandari. Örvæntingarfull tilraun til að draga athygli frá hennar eigin eymd,“ sagði Gil. Spurningar um lögmæti Mögulegar hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna í Mið- og Suður-Ameríku, ef af þeim verður, fæli í sér spurning um lögmæti og sérstaklega þegar snýr að dauðsföllum óbreyttra borgara og jafnvel grunaðra glæpamanna. Hvort slíkt yrði skilgreint sem morð, þar sem bandaríska þingið hefði ekki lýst yfir stríði. Í tilfelli grunaðra glæpamanna væri í raun verið að taka fólk af lífi án dóms og laga. Hernum hefur áður verið beitt gegn fíkniefnasamtökum í Mið- og Suður-Ameríku en það hefur alltaf skilgreint til stuðnings löggæsluembætta. Árið 1989 sendi George H.W. Bush þó rúmlega tuttugu þúsund hermenn til Panama til að handtaka einræðisherra landsins eftir að hann var ákærður fyrir fíkniefnasmygl í Bandaríkjunum. Þá hefur sjóher Bandaríkjanna lengi tekið þátt í að stöðva skip og báta vegna meints smygls. Í slíkum aðgerðum heyra skipin þó undir Strandgæslu Bandaríkjanna. New York Times segir ekki liggja fyrir hvað lögmenn Hvíta hússins, varnarmálaráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins hafi um skipun Trumps að segja. Í svari við fyrirspurn miðilsins segir talskona Hvíta hússins að Trump hafi varnir heimalandsins í forgangi og þess vegna hafi hann tekið það skref að skilgreina glæpasamtök sem hryðjuverkasamtök. Varnarmálaráðuneytið svaraði ekki. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Venesúela Erlend sakamál Hernaður Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Innan veggja er nú unnið að áætlunum um hvernig hægt sé að beita hernum gegn samtökunum en hingað til hefur það verið á höndum löggæsluembætta að berjast gegn fíkniefnasmygli og annarri glæpastarfsemi í Bandaríkjunum. Þetta hafa blaðamenn New York Times eftir heimildarmönnum sínum úr ráðuneytinu og bandarískri stjórnsýslu. Áður hafa fregnir borist af því að Leyniþjónusta Bandaríkjanna (CIA) hafi fylgst með glæpamönnum í Mexíkó með eftirlitsdrónum og hefur Trump farið fram á það við forseta Mexíkó að fá að senda hermenn þangað. Þeirri beiðni var hafnað. Þá hefur Trump einnig sent fjölda hermanna að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó þar sem þeir hafa tekið þátt í því að stöðva fólk sem reynir að komast til Bandaríkjunum með ólöglegum hætti og fíkniefnasmyglara. Með Mexíkó og Venesúela í sigtinu Í frétt NYT segir að Trump hafi sérstaklega beint sjónum sínum að glæpasamtökum frá Mexíkó og Venesúela. Utanríkisráðuneytið skilgreindi í febrúar samtökin Tren de Aragua, MS-13 og fleiri sem hryðjuverkasamtök sem ógnuðu þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Fyrir tveimur vikum var samtökunum Cartel de los Soles bætt við listann og halda Bandaríkjamenn því fram að þau sé leidd af Nicolás Maduro, forseta Venesúela, og öðrum meðlimum ríkisstjórnar hans. Fimmtíu milljónum dala hefur heitið fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku Maduro en Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði við það tilefni að Maduro myndi ekki komast hjá því að þurfa að gjalda fyrir hræðilega glæpi hans. Hún sagði ráðuneytið hafa lagt hald á eigur Maduros verðmetnar að minnsta kosti sjö hundruð milljónir dala, auk sjö tonna af kókaíni sem hefði verið rakið beint til hans. Sjá einnig: Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó AP fréttaveitan hefur eftir Yvan Gil, utanríkisráðherra Venesúela, að ásakanir Bondi séu aumkunarverðar og liður í áróðursherferð. Hún sé sama manneskjan og hafi heitið því að birta „Epstein-listann“ svokallaða og sé gjörspillt. „Þessi sýning hennar er brandari. Örvæntingarfull tilraun til að draga athygli frá hennar eigin eymd,“ sagði Gil. Spurningar um lögmæti Mögulegar hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna í Mið- og Suður-Ameríku, ef af þeim verður, fæli í sér spurning um lögmæti og sérstaklega þegar snýr að dauðsföllum óbreyttra borgara og jafnvel grunaðra glæpamanna. Hvort slíkt yrði skilgreint sem morð, þar sem bandaríska þingið hefði ekki lýst yfir stríði. Í tilfelli grunaðra glæpamanna væri í raun verið að taka fólk af lífi án dóms og laga. Hernum hefur áður verið beitt gegn fíkniefnasamtökum í Mið- og Suður-Ameríku en það hefur alltaf skilgreint til stuðnings löggæsluembætta. Árið 1989 sendi George H.W. Bush þó rúmlega tuttugu þúsund hermenn til Panama til að handtaka einræðisherra landsins eftir að hann var ákærður fyrir fíkniefnasmygl í Bandaríkjunum. Þá hefur sjóher Bandaríkjanna lengi tekið þátt í að stöðva skip og báta vegna meints smygls. Í slíkum aðgerðum heyra skipin þó undir Strandgæslu Bandaríkjanna. New York Times segir ekki liggja fyrir hvað lögmenn Hvíta hússins, varnarmálaráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins hafi um skipun Trumps að segja. Í svari við fyrirspurn miðilsins segir talskona Hvíta hússins að Trump hafi varnir heimalandsins í forgangi og þess vegna hafi hann tekið það skref að skilgreina glæpasamtök sem hryðjuverkasamtök. Varnarmálaráðuneytið svaraði ekki.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Venesúela Erlend sakamál Hernaður Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira