Sport

Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Norsku skíðastökkvurunum Marius Lindvik og Johann Forfang var vikið úr keppni á HM í mars.
Norsku skíðastökkvurunum Marius Lindvik og Johann Forfang var vikið úr keppni á HM í mars. getty/Daniel Kopatsch

Alþjóða skíðasambandið (FIS) vill dæma tvo norska skíðastökkvara í bann fyrir aðkomu þeirra að saumaskandalnum svokallaða.

FIS leggur til að þeir Marius Lindvik og Johann Forfang verði dæmdir í þriggja mánaða bann og fái sekt upp á 25 þúsund norskar krónur, eða rúmlega þrjátíu þúsund íslenskar krónur.

Í mars var þeim Lindvik og Forfang vísað úr keppni á heimsmeistaramótinu eftir að upp komst að Norðmenn áttu við búninga skíðastökkvarana og settu auka stífari saum í þá en leyfilegt er samkvæmt reglum FIS. Það átti að hjálpa skíðastökkvurunum að svífa lengra.

Bæði þjálfari skíðastökkvarana og íþróttastjóri norska skíðasambandsins viðurkenndu að hafa svindlað.

Ekki er talið að þeir Forfang og Lindvik hafi sjálfir átt við búningana en FIS vill meina að þeim hefði mátt vera kunnugt um hvað var í gangi.

Þrír aðrir skíðastökkvarar, Robin Pedersen, Robert Johansson og Kristoffer Eriksen, sem voru einnig dæmdir í bann eftir uppákomuna á HM, sluppu við refsingu frá FIS en Forfang og Lindvik þurfa að svara fyrir aðkomu sína að saumaskandlanum frammi fyrir siðanefnd FIS.

Þjálfarar þeirra Forfangs og Lindviks, Magnus Brevig og Thomas Lobben, og búningastjórinn Adrian Livelten gætu einnig átt yfir höfði sér allt að átján mánaða bann. Þeir starfa ekki lengur fyrir norska skíðasambandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×