Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. ágúst 2025 13:02 Alma Möller heilbrigðisráðherra. Vísir/Einar Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa neinar forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga um að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar til POTS-sjúklinga. Hún hafi þó skilning á því að það geti reynst fólki erfitt að hætta í meðferð sem það trúir á. POTS-heilkennið svokallaða er algengast meðal kvenna á frjósemisaldri og eru einkenni þess margvísleg. Aðsókn í vökvagjöf vegna POTS hjá sjálfstætt starfandi sérgreinalæknum hefur margfaldast á aðeins örfáum árum en Sjúkratryggingar hyggjast hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar í lok september. Sjá einnig: Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Vökvagjöfin er úrræði sem Samtök um POTS á Íslandi meðal annarra segja að skipti sköpum fyrir þau sem glíma við heilkennið. Ákvörðun um að hætta að greiða niður þjónustuna byggir á faglegum forsendum að sögn Sjúkratrygginga Íslands. Ákvörðunin hafi verið tekin á þeim grundvelli að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða, rannsóknir skorti og að almennt sé engin réttlæting til staðar fyrir umræddri meðferð við POTS. Samtök um POTS á Íslandi hafa gagnrýnt áformin og segja að þrátt fyrir skort á rannsóknum hafi meðferðin skilað árangri og skipt sköpum fyrir lífsgæði þeirra sem hana þiggja. Alma Möller heilbrigðisráðherra kveðst ekki hafa ástæðu til annars en að treysta ákvörðun Sjúkratrygginga. „Ég hef engar forsendur til að rengja niðurstöður sem að bæði Sjúkratryggingar og Landlæknir hafa komist að eftir mjög nána yfirlegu. Þannig það er jú Landlæknir sem að veitir ráðgjöf í þessu tilfelli Sjúkratryggingum og ég hef skoðað málin og efast ekki um þá niðurstöðu. En vissulega get ég haft skilning á því að það sé erfitt að hætta í meðferð sem þú trúir á,“ segir Alma. Áfram niðurgreitt í undantekningartilfellum Fréttastofa hefur leitað svara frá Sjúkratryggingum Íslands, Embætti landlæknis og frá heilbrigðisráðuneytinu um það hvort vökvagjöf muni áfram standa POTS-greindum til boða niðurgreidd á öðrum heilbrigðisstofnunum, en umrædd ákvörðun nær til sjálfstætt starfandi sérgreinalækna. Þegar þetta er skrifað höfðu ekki fengist skýr svör við því hvort eða að hvaða marki umrædd meðferð kunni að standa til boða hjá heilbrigðisstofnunum hins opinbera, heilsugæslum eða sjúkrahúsum. Í bréfi Sjúkratrygginga til Samtaka um POTS á Íslandi um ákvörðunina er aðeins vísað til sjálfstætt starfandi sérgreinalækna, en fyrir liggur að það er á þeim vettvangi sem langflestar vökvagjafir hafa farið fram undanfarin ár. Í bréfinu kemur þó fram að veittar verði undanþágur í ákveðnum tilfellum. Annars vegar ef um er að ræða lyfjameðferðarbrest og erfið bráð einkenni þar sem ráðlög meðferð hafi ekki skilað tilætluðum árangri, og hins vegar í tengslum við skurðaðgerðir. Í báðum undantekningartilfellum sem tilgreind eru í bréfinu er ekki gert ráð fyrir fleiri en fjórum meðferðum á hverju tólf mánaða tímabili. Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
POTS-heilkennið svokallaða er algengast meðal kvenna á frjósemisaldri og eru einkenni þess margvísleg. Aðsókn í vökvagjöf vegna POTS hjá sjálfstætt starfandi sérgreinalæknum hefur margfaldast á aðeins örfáum árum en Sjúkratryggingar hyggjast hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar í lok september. Sjá einnig: Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Vökvagjöfin er úrræði sem Samtök um POTS á Íslandi meðal annarra segja að skipti sköpum fyrir þau sem glíma við heilkennið. Ákvörðun um að hætta að greiða niður þjónustuna byggir á faglegum forsendum að sögn Sjúkratrygginga Íslands. Ákvörðunin hafi verið tekin á þeim grundvelli að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða, rannsóknir skorti og að almennt sé engin réttlæting til staðar fyrir umræddri meðferð við POTS. Samtök um POTS á Íslandi hafa gagnrýnt áformin og segja að þrátt fyrir skort á rannsóknum hafi meðferðin skilað árangri og skipt sköpum fyrir lífsgæði þeirra sem hana þiggja. Alma Möller heilbrigðisráðherra kveðst ekki hafa ástæðu til annars en að treysta ákvörðun Sjúkratrygginga. „Ég hef engar forsendur til að rengja niðurstöður sem að bæði Sjúkratryggingar og Landlæknir hafa komist að eftir mjög nána yfirlegu. Þannig það er jú Landlæknir sem að veitir ráðgjöf í þessu tilfelli Sjúkratryggingum og ég hef skoðað málin og efast ekki um þá niðurstöðu. En vissulega get ég haft skilning á því að það sé erfitt að hætta í meðferð sem þú trúir á,“ segir Alma. Áfram niðurgreitt í undantekningartilfellum Fréttastofa hefur leitað svara frá Sjúkratryggingum Íslands, Embætti landlæknis og frá heilbrigðisráðuneytinu um það hvort vökvagjöf muni áfram standa POTS-greindum til boða niðurgreidd á öðrum heilbrigðisstofnunum, en umrædd ákvörðun nær til sjálfstætt starfandi sérgreinalækna. Þegar þetta er skrifað höfðu ekki fengist skýr svör við því hvort eða að hvaða marki umrædd meðferð kunni að standa til boða hjá heilbrigðisstofnunum hins opinbera, heilsugæslum eða sjúkrahúsum. Í bréfi Sjúkratrygginga til Samtaka um POTS á Íslandi um ákvörðunina er aðeins vísað til sjálfstætt starfandi sérgreinalækna, en fyrir liggur að það er á þeim vettvangi sem langflestar vökvagjafir hafa farið fram undanfarin ár. Í bréfinu kemur þó fram að veittar verði undanþágur í ákveðnum tilfellum. Annars vegar ef um er að ræða lyfjameðferðarbrest og erfið bráð einkenni þar sem ráðlög meðferð hafi ekki skilað tilætluðum árangri, og hins vegar í tengslum við skurðaðgerðir. Í báðum undantekningartilfellum sem tilgreind eru í bréfinu er ekki gert ráð fyrir fleiri en fjórum meðferðum á hverju tólf mánaða tímabili.
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira