Innlent

Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa

Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Agnar Már Másson skrifa
Húsnæðið var rýmt en starfsfólk hélt fyrst að um eldsvoða væri að ræða.
Húsnæðið var rýmt en starfsfólk hélt fyrst að um eldsvoða væri að ræða. Vísir/Sigurjón

Líkamsræktarstöð World Class í Laugum í Reykjavík var rýmd í kvöld vegna heitavatnsleka. 

Ríflega hundrað gestir líkamsræktarstöðvarinnar voru að æfa inni í líkamsræktarstöðinni þegar öllum var gert að rýma húsnæðið. 

Þorsteinn Gunnarsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í kvöldfréttum Sýnar starfsfólk hefði komið auga á eitthvað sem það taldi vera reyk berast úr lagnarými í kjallara hússins. En reykurinn reyndist vera gufa.

„Það var sjóðandi heitt vatn sprautast út um alla veggi og fyllti þeta rými af gufu,“ sagði Þorsteinn en þegar slökkviliðsmenn bar að komst í ljós að loki hafi gefið sig í vatnslögninni. „Við vorum fljótir að losa gufuna út úr húsinu.“

Engin hætta hafi verið á ferð en Þorsteinn telur líklegt að skemmdirnar séu minni en á horfðist.

Þorsteinn hrósar starfsfólki fyrir að bregðast rétt við en nú er fólk aftur komið inn til að æfa.

Þorsteinn Gunnarsson aðstoðarvarðstjóri.Vísir/Sigurjón



Fleiri fréttir

Sjá meira


×