Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2025 17:54 Payton Gendron, skaut tíu manns til bana í matvöruverslun í Buffalo í New York í Bandaríkjunum. AP/Derek Gee Maður sem skaut tíu til bana í matvöruverslun í Buffalo í New York og streymdi frá árásinni í beinni útsendingu, hefur krafist þess að ákærurnar gegn honum verði felldar niður. Hann segir of margt hvítt fólk hafa verið í ákærudómstólnum sem ákærði hann. Lögmenn Payton Gendron segja að þeldökkt fólk og fólk úr minnihlutahópum hefðu þurft að vera í ákærudómstólnum. Gendron, sem er hvítur á hörund, stendur frammi fyrir mögulegri dauðarefsingu. Árið 2022 keyrði Gendron í þrjá tíma til Buffalo vegna þess að þar býr mikið af þeldökku fólki, þar sem hann skaut tíu manns sem allir voru þeldökkir. Skömmu fyrir árásina birti hann langt skjal á netinu þar sem hann opinberaði rasisma sinn og virðist sem hann aðhyllist kenningu um að minnihlutahópar séu að leysa hvítt fólk af hópi í Bandaríkjunum og annars staðar með markvissum hætti. Á einum tímapunkti í árásinni króaði Gendron mann af í versluninni og beindi að honum byssu. Sá maður var hvítur en Gendron þyrmdi honum, bað hann afsökunar og hélt skothríðinni áfram. Fórnarlömb hans voru 32 til 86 ára gömul. Skaut sérstaklega þeldökkt fólk Í nóvember 2022 gekkst Gendron við fjölda ákæra á ríkjastiginu og þar á meðal ákærum fyrir morð. Hann afplánar lífstíðarfangelsi vegna þessa. Gendron var þó einnig ákærður á alríkisstiginu fyrir hryðjuverk og hatursglæpi og gæti hann verið dæmdur til dauða í þeim réttarhöldum, sem eiga að hefjast á næsta ári. AP fréttaveitan segir lögmenn hans hafa lagt fram kröfu á dögunum að ekki hafi verið nægilega margt þeldökkt fólk eða fólk af latneskum uppruna í ákærudómstólnum sem ákærði hann. Þannig hafi verið brotið á rétti hans til sanngjarnar málsmeðferðar. Ákærudómstóll er tiltekið fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Lögmennirnir hafa einnig lagt fram kröfu um að ekki sé réttmætt að dæma Gendron mögulega til dauða þar sem hann hafi eingöngu verið átján ára þegar hann myrti fólkið. Sú krafa hefur ekki verið tekin fyrir enn. Dómari mun hlusta á frekari rök lögmannanna í dómsal í kvöld en saksóknarar eru, eins og eðlilegt þykir, alfarið mótfallnir kröfunni og segja hana ekki halda vatni. Þeir benda á að hann sé ákærður fyrir að hafa myrt tíu þeldökkar manneskjur og særa þrjár til viðbótar á grunni rasisma. Nú sé hann að kvarta yfir skorti á fólki úr minnihlutahópum í ákærudómstólnum. Þeir segja kröfuna hvorki rétta samkvæmt lögum né almennum rökum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira
Lögmenn Payton Gendron segja að þeldökkt fólk og fólk úr minnihlutahópum hefðu þurft að vera í ákærudómstólnum. Gendron, sem er hvítur á hörund, stendur frammi fyrir mögulegri dauðarefsingu. Árið 2022 keyrði Gendron í þrjá tíma til Buffalo vegna þess að þar býr mikið af þeldökku fólki, þar sem hann skaut tíu manns sem allir voru þeldökkir. Skömmu fyrir árásina birti hann langt skjal á netinu þar sem hann opinberaði rasisma sinn og virðist sem hann aðhyllist kenningu um að minnihlutahópar séu að leysa hvítt fólk af hópi í Bandaríkjunum og annars staðar með markvissum hætti. Á einum tímapunkti í árásinni króaði Gendron mann af í versluninni og beindi að honum byssu. Sá maður var hvítur en Gendron þyrmdi honum, bað hann afsökunar og hélt skothríðinni áfram. Fórnarlömb hans voru 32 til 86 ára gömul. Skaut sérstaklega þeldökkt fólk Í nóvember 2022 gekkst Gendron við fjölda ákæra á ríkjastiginu og þar á meðal ákærum fyrir morð. Hann afplánar lífstíðarfangelsi vegna þessa. Gendron var þó einnig ákærður á alríkisstiginu fyrir hryðjuverk og hatursglæpi og gæti hann verið dæmdur til dauða í þeim réttarhöldum, sem eiga að hefjast á næsta ári. AP fréttaveitan segir lögmenn hans hafa lagt fram kröfu á dögunum að ekki hafi verið nægilega margt þeldökkt fólk eða fólk af latneskum uppruna í ákærudómstólnum sem ákærði hann. Þannig hafi verið brotið á rétti hans til sanngjarnar málsmeðferðar. Ákærudómstóll er tiltekið fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Lögmennirnir hafa einnig lagt fram kröfu um að ekki sé réttmætt að dæma Gendron mögulega til dauða þar sem hann hafi eingöngu verið átján ára þegar hann myrti fólkið. Sú krafa hefur ekki verið tekin fyrir enn. Dómari mun hlusta á frekari rök lögmannanna í dómsal í kvöld en saksóknarar eru, eins og eðlilegt þykir, alfarið mótfallnir kröfunni og segja hana ekki halda vatni. Þeir benda á að hann sé ákærður fyrir að hafa myrt tíu þeldökkar manneskjur og særa þrjár til viðbótar á grunni rasisma. Nú sé hann að kvarta yfir skorti á fólki úr minnihlutahópum í ákærudómstólnum. Þeir segja kröfuna hvorki rétta samkvæmt lögum né almennum rökum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira