Innlent

Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatns­veður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Samtök áhugafólks um spilafíkn fagna því að Fjölmiðlanefnd hafi sektað Símann fyrir að auglýsa veðmálasíðu,  sem hafði ekki starfsleyfi hér á landi. Formaður samtakanna segir lítið eftirlit með leyfilegri veðmálastarfsemi hér á landi og því ekki koma á óvart að eftirlit með ólöglegri starfsemi sé engin.

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti mun eiga fund með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Washington-borg á mánudag. Sá fundur kemur í kjölfar fundar Trumps með Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem fór fram í gærkvöldi. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Betur fór en á horfðist þegar mikið vatn flæddi inn á Kjarvalsstaði í gær. Alls fór slökkvilið höfuðborgarsvæðisins í átján útköll á fjörtíu mínútna tímabili og varð víða eignatjón í heimahúsum.

Nóg er um að vera í heimi íþróttanna. Enski boltinn er farinn aftur af stað og bikarúrslit kvenna fara fram á Laugardalsvelli. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 16. ágúst 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×