Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Jón Þór Stefánsson skrifar 16. ágúst 2025 14:01 Svona er umhorfs eftir eldinn í nótt. Sveinn Heiðar Fólk hefur búið í hesthúsum í Hafnarfirði þar sem eldur kom upp í nótt. Sveinn Heiðar Jóhannesson, varaformaður stjórnar Hestamannafélagsins Sörla, greinir frá því í samtali við fréttastofu og segir að félagið og aðrir hafi talað um það fyrir daufum eyrum Hafnarfjarðarbæjar. „Síðustu árin hafa bæði einstaklingar verið að hreiðra um sig, koma sér þarna fyrir og búa þarna. Svo hefur verið starfsemi sem tengist ekkert hestamennsku,“ segir Sveinn. „Við viljum að einhver taki á þessu, og virkilega gangi í málið. Það á enginn að búa þarna.“ Umræddur eldur kom upp í Hlíðarþúfum. Greint var frá því í morgun að mikill eldur hefði verið þegar lögregla og slökkvilið komu á vettvang, en vel hefði gengið að ráða niðurlögum hans. Þórarinn Þórarinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að smá eldur hafi aftur komið upp snemma í morgun. Þeir hafi því þurft að fara aftur á vettvang. Slíkt geti oft gerst þegar kviknar í eldri húsum. Eldsupptök liggja ekki fyrir og fer lögreglan með rannsókn málsins. Raftæki auki hættuna „Þarna í Hlíðarþúfum eru gömul hús, meira en þrjátíu ára gömul, og þegar menn fara að búa þarna fara þeir að drösla alls konar raftækjum og alls konar dóti inn, sem eykur hættuna á því sem akkúrat gerðist í nótt,“ segir Sveinn sem bendir þó á að hann viti ekki hver eldsupptökin voru þarna. „Ég er ekki að ýja að neinu með það. Það sem ég er að segja að þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár,“ segir hann. Guðs mildi að ekki fór verr Hefði eldurinn komið upp til að mynda í mars eða apríl telur Sveinn að þetta hefði endað talsvert verr. „Það er Guðs mildi að þetta gerðist akkúrat þarna á þessum tíma. Það voru ekki nokkur hross eða nokkur í þessum húsum. Þannig það varð enginn skaði, nema að þarna eru auðvitað tvö hús sem eru ónýt.“ Að sögn Sveins mun stjórn Hestamannfélag Sörla koma saman í vikunni og senda þá erindi á Hafnarfjarðarbæ og byggingarfulltrúann þar. Hann tekur fram að hestamannafélagið hafi engin völd til að taka ákvarðanir um hverjir séu í hesthúsunum. Sveinn telur að þetta hefði getað endað talsvert verr hefði eldurinn komið upp á öðrum árstíma.Sveinn Heiðar Oft þurfi eitthvað að gerast svo fólk opni augun Hann líkir því að þarna hafi fólk búið við ólöglega búsetu í iðnaðarhúsnæðum. Þar séu ekki sömu brunaúrræði og eigi að vera í íbúðahúsnæði. Þarna eigi ekki að vera margt annað en hestar og það sem tengist þeim. „Það eru engin geimvísindi að í hesthúsum er kolólöglegt að búa,“ segir hann. „Ég verð bara að segja að það er mjög einkennilegt að ekki hafi verið gengið í þessi mál. Það er nú samt bara oft þannig að oft þurfa hlutirnir að gerast svo augun opnist.“ Eigandi vissi ekki að maður byggi í húsinu Sveinn greinir frá því að fyrir einhverjum árum hafi hann lent í því að maður hafði hreiðrað um sig í hesthúsinu við hliðina á honum. „Það stóð tómt húsið. Það var allt í einu maður búinn að koma sér fyrir. Eigandinn vissi ekki neitt. Ég sagði honum að þarna væru endalaus partíhöld og tómt vesen. Hann kom af fjöllum karlanginn, hafði ekki komið þarna í einhverja mánuði. Sá sem bjó þarna út var búinn að stórskemma húsið.“ Hafnarfjörður Slökkvilið Hestar Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
„Síðustu árin hafa bæði einstaklingar verið að hreiðra um sig, koma sér þarna fyrir og búa þarna. Svo hefur verið starfsemi sem tengist ekkert hestamennsku,“ segir Sveinn. „Við viljum að einhver taki á þessu, og virkilega gangi í málið. Það á enginn að búa þarna.“ Umræddur eldur kom upp í Hlíðarþúfum. Greint var frá því í morgun að mikill eldur hefði verið þegar lögregla og slökkvilið komu á vettvang, en vel hefði gengið að ráða niðurlögum hans. Þórarinn Þórarinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að smá eldur hafi aftur komið upp snemma í morgun. Þeir hafi því þurft að fara aftur á vettvang. Slíkt geti oft gerst þegar kviknar í eldri húsum. Eldsupptök liggja ekki fyrir og fer lögreglan með rannsókn málsins. Raftæki auki hættuna „Þarna í Hlíðarþúfum eru gömul hús, meira en þrjátíu ára gömul, og þegar menn fara að búa þarna fara þeir að drösla alls konar raftækjum og alls konar dóti inn, sem eykur hættuna á því sem akkúrat gerðist í nótt,“ segir Sveinn sem bendir þó á að hann viti ekki hver eldsupptökin voru þarna. „Ég er ekki að ýja að neinu með það. Það sem ég er að segja að þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár,“ segir hann. Guðs mildi að ekki fór verr Hefði eldurinn komið upp til að mynda í mars eða apríl telur Sveinn að þetta hefði endað talsvert verr. „Það er Guðs mildi að þetta gerðist akkúrat þarna á þessum tíma. Það voru ekki nokkur hross eða nokkur í þessum húsum. Þannig það varð enginn skaði, nema að þarna eru auðvitað tvö hús sem eru ónýt.“ Að sögn Sveins mun stjórn Hestamannfélag Sörla koma saman í vikunni og senda þá erindi á Hafnarfjarðarbæ og byggingarfulltrúann þar. Hann tekur fram að hestamannafélagið hafi engin völd til að taka ákvarðanir um hverjir séu í hesthúsunum. Sveinn telur að þetta hefði getað endað talsvert verr hefði eldurinn komið upp á öðrum árstíma.Sveinn Heiðar Oft þurfi eitthvað að gerast svo fólk opni augun Hann líkir því að þarna hafi fólk búið við ólöglega búsetu í iðnaðarhúsnæðum. Þar séu ekki sömu brunaúrræði og eigi að vera í íbúðahúsnæði. Þarna eigi ekki að vera margt annað en hestar og það sem tengist þeim. „Það eru engin geimvísindi að í hesthúsum er kolólöglegt að búa,“ segir hann. „Ég verð bara að segja að það er mjög einkennilegt að ekki hafi verið gengið í þessi mál. Það er nú samt bara oft þannig að oft þurfa hlutirnir að gerast svo augun opnist.“ Eigandi vissi ekki að maður byggi í húsinu Sveinn greinir frá því að fyrir einhverjum árum hafi hann lent í því að maður hafði hreiðrað um sig í hesthúsinu við hliðina á honum. „Það stóð tómt húsið. Það var allt í einu maður búinn að koma sér fyrir. Eigandinn vissi ekki neitt. Ég sagði honum að þarna væru endalaus partíhöld og tómt vesen. Hann kom af fjöllum karlanginn, hafði ekki komið þarna í einhverja mánuði. Sá sem bjó þarna út var búinn að stórskemma húsið.“
Hafnarfjörður Slökkvilið Hestar Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira