Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar 18. ágúst 2025 07:32 Árið er 2050.Dóttir mín, sem nú er að fara í 10. bekk, verður þá orðin fertug – í blóma lífsins, rétt að komast á miðjan aldur. Ég hugsa oft til framtíðar hennar. Hvernig mun daglegt líf hennar líta út? Verður samfélagið sem hún býr í öruggt og traust? Mun hún anda að sér hreinu lofti – eða mun loftmengun hafa áhrif á heilsu hennar? Höfum við brugðist af festu við ógn loftslagsbreytinga og hruns vistkerfa – eða mun það grafa undan heilsu hennar, öryggi og framtíðarmöguleikum? Loftslagsváin ekki lengur fjarlæg Loftslagsváin er ekki lengur fjarlæg ógn heldur veruleiki sem þegar hefur áhrif á líf okkar. Jöklar hopa, hafið súrnar og öfgakenndir veðuratburðir verða tíðari. Flóð, þurrkar og hitabylgjur hafa þegar skilið eftir sig djúp spor – í vistkerfum, samfélögum og hjá fólki um allan heim. Þetta eru ekki einungis umhverfismál heldur bein mannleg ógn. Loftslagsváin hefur áhrif á heilsu okkar, fæðuöryggi, búsetu og stöðugleika samfélaga – og hún fléttast saman við aðrar áskoranir eins og veikara lýðræði, minnkandi traust og vaxandi ójöfnuð. Næstu ár skipta máli Í nýjustu áhættuskýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) kemur fram mat þess efnis að helstu ógnir næstu tveggja ára tengist upplýsingaóreiðu, veðuröfgum, átökum og klofningi samfélaga. Þetta endurspeglar þá óvissu sem við upplifum nú þegar í daglegu lífi. Þegar litið er lengra fram í tímann – til næstu tíu ára – er metið að loftslagstengd öfgaveður, tap á líffræðilegri fjölbreytni, hrun vistkerfa og skortur á auðlindum verði helstu ógnir við heilsu okkar, fæðuöryggi og stöðugleika samfélaga. Þetta er áminning um að náttúran er ekki eitthvað sem við skoðum utan frá – hún er lífæðin okkar. Ef við göngum ekki af virðingu og ábyrgð um hana, þá glötum við meira en jarðvegi, plöntum og dýrum – við glötum öryggi, trausti, heilsu og möguleikum framtíðarkynslóða. Að sjá stóru myndina Það er löngu tímabært að við horfum á stóru myndina – og við sjáum áskoranir heimsins í samhengi. Við höfum of lengi talað um „loftslagsmál“, „lífríkismál“, „efnahagsmál“ og „samfélagsmál“ eins og þetta séu óskyld málefni – þegar þau eru í raun órofa tengd. Loftslagsváin og hnignun lífríkisins hafa bein áhrif á heilsu okkar, efnahag og öryggi samfélaga. Á sama tíma ræður það sem við gerum – eða gerum ekki – í samfélags- og efnahagsmálum miklu um getu okkar til að bregðast við þessum áskorunum, vernda vistkerfi og tryggja stöðugleika til framtíðar. Það getur verið villandi – og jafnvel varasamt – að einangra flókin mál og reyna að leysa þau hvert í sínu horni. Heimurinn virkar ekki þannig. Lífið virkar ekki þannig. Við þurfum að horfa á þessi mál í samhengi og eiga samtal sem tengir punktana - samtal sem byggir á virðingu, forvitni og skilningi. Lausnirnar fást með samvinnu, heildarsýn og hugrekki til að horfa á stóru myndina og bregðast við af ábyrgð. Nú þurfum við stórhuga framtíðarsýn. Ég hvet stjórnvöld, fyrirtæki, stofnanir – og okkur öll – til að horfa til ársins 2050, ekki aðeins til næsta fjárlagafrumvarps eða næsta ársfjórðungsuppgjörs. Árið 2050 er nefnilega nær en okkur grunar. Hlustum á vísindin, tökumst af krafti á við loftslagsvána, verndum og endurheimtum vistkerfi og vinnum markvisst að því að byggja upp traust og samstöðu í samfélaginu. Náttúran er ekki eitthvað utan okkar – við erum hluti af henni. Hún er grunnurinn sem allt byggir á. Þegar við vanrækjum hana, töpum við sjálfum okkur. Svörum kalli framtíðarinnar Því spyr ég: Hvaða samfélag viljum við búa afkomendum okkar árið 2050? Og hvað ætlum við að gera í dag – svo dóttir mín, og börnin okkar allra, geti lifað lífi sem einkennist af öryggi, tækifærum og heilbrigðu umhverfi – í heimi sem skilur að náttúran, samfélagið og efnahagurinn eru hluti af sama kerfi. Ekki í heimi sem mótast af afleiðingum þeirra ákvarðana sem okkur skorti þor til að taka. Höfundur er forstöðumaður Sjálfbærnistofunar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Árið er 2050.Dóttir mín, sem nú er að fara í 10. bekk, verður þá orðin fertug – í blóma lífsins, rétt að komast á miðjan aldur. Ég hugsa oft til framtíðar hennar. Hvernig mun daglegt líf hennar líta út? Verður samfélagið sem hún býr í öruggt og traust? Mun hún anda að sér hreinu lofti – eða mun loftmengun hafa áhrif á heilsu hennar? Höfum við brugðist af festu við ógn loftslagsbreytinga og hruns vistkerfa – eða mun það grafa undan heilsu hennar, öryggi og framtíðarmöguleikum? Loftslagsváin ekki lengur fjarlæg Loftslagsváin er ekki lengur fjarlæg ógn heldur veruleiki sem þegar hefur áhrif á líf okkar. Jöklar hopa, hafið súrnar og öfgakenndir veðuratburðir verða tíðari. Flóð, þurrkar og hitabylgjur hafa þegar skilið eftir sig djúp spor – í vistkerfum, samfélögum og hjá fólki um allan heim. Þetta eru ekki einungis umhverfismál heldur bein mannleg ógn. Loftslagsváin hefur áhrif á heilsu okkar, fæðuöryggi, búsetu og stöðugleika samfélaga – og hún fléttast saman við aðrar áskoranir eins og veikara lýðræði, minnkandi traust og vaxandi ójöfnuð. Næstu ár skipta máli Í nýjustu áhættuskýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) kemur fram mat þess efnis að helstu ógnir næstu tveggja ára tengist upplýsingaóreiðu, veðuröfgum, átökum og klofningi samfélaga. Þetta endurspeglar þá óvissu sem við upplifum nú þegar í daglegu lífi. Þegar litið er lengra fram í tímann – til næstu tíu ára – er metið að loftslagstengd öfgaveður, tap á líffræðilegri fjölbreytni, hrun vistkerfa og skortur á auðlindum verði helstu ógnir við heilsu okkar, fæðuöryggi og stöðugleika samfélaga. Þetta er áminning um að náttúran er ekki eitthvað sem við skoðum utan frá – hún er lífæðin okkar. Ef við göngum ekki af virðingu og ábyrgð um hana, þá glötum við meira en jarðvegi, plöntum og dýrum – við glötum öryggi, trausti, heilsu og möguleikum framtíðarkynslóða. Að sjá stóru myndina Það er löngu tímabært að við horfum á stóru myndina – og við sjáum áskoranir heimsins í samhengi. Við höfum of lengi talað um „loftslagsmál“, „lífríkismál“, „efnahagsmál“ og „samfélagsmál“ eins og þetta séu óskyld málefni – þegar þau eru í raun órofa tengd. Loftslagsváin og hnignun lífríkisins hafa bein áhrif á heilsu okkar, efnahag og öryggi samfélaga. Á sama tíma ræður það sem við gerum – eða gerum ekki – í samfélags- og efnahagsmálum miklu um getu okkar til að bregðast við þessum áskorunum, vernda vistkerfi og tryggja stöðugleika til framtíðar. Það getur verið villandi – og jafnvel varasamt – að einangra flókin mál og reyna að leysa þau hvert í sínu horni. Heimurinn virkar ekki þannig. Lífið virkar ekki þannig. Við þurfum að horfa á þessi mál í samhengi og eiga samtal sem tengir punktana - samtal sem byggir á virðingu, forvitni og skilningi. Lausnirnar fást með samvinnu, heildarsýn og hugrekki til að horfa á stóru myndina og bregðast við af ábyrgð. Nú þurfum við stórhuga framtíðarsýn. Ég hvet stjórnvöld, fyrirtæki, stofnanir – og okkur öll – til að horfa til ársins 2050, ekki aðeins til næsta fjárlagafrumvarps eða næsta ársfjórðungsuppgjörs. Árið 2050 er nefnilega nær en okkur grunar. Hlustum á vísindin, tökumst af krafti á við loftslagsvána, verndum og endurheimtum vistkerfi og vinnum markvisst að því að byggja upp traust og samstöðu í samfélaginu. Náttúran er ekki eitthvað utan okkar – við erum hluti af henni. Hún er grunnurinn sem allt byggir á. Þegar við vanrækjum hana, töpum við sjálfum okkur. Svörum kalli framtíðarinnar Því spyr ég: Hvaða samfélag viljum við búa afkomendum okkar árið 2050? Og hvað ætlum við að gera í dag – svo dóttir mín, og börnin okkar allra, geti lifað lífi sem einkennist af öryggi, tækifærum og heilbrigðu umhverfi – í heimi sem skilur að náttúran, samfélagið og efnahagurinn eru hluti af sama kerfi. Ekki í heimi sem mótast af afleiðingum þeirra ákvarðana sem okkur skorti þor til að taka. Höfundur er forstöðumaður Sjálfbærnistofunar Háskóla Íslands.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun