Svona er hópur Íslands sem fer á EM Valur Páll Eiríksson skrifar 19. ágúst 2025 13:01 Martin Hermannsson er meðal þeirra tólf sem fara á EM í næstu viku. vísir / anton brink Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, hefur opinberað hvaða tólf leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið sem hefst í næstu viku. Almar Orri Atlason dettur út úr hópnum, sem hafði fyrir daginn í dag verið skorinn niður í 13 leikmenn. Jaka Brodnik féll úr lestinni í síðustu viku úr 14 manna hópi Íslands. Ljóst var að aðeins tólf færu á mótið og beðið eftir lokahópi sem hefur nú verið tilkynntur. Almar Orri Atlason, yngsti leikmaðurinn í hópi Íslands, fer ekki með. Stjarnan á flesta leikmenn í hópi Íslands; þá Hilmar Smára Henningsson, Orra Gunnarsson og Ægi Þór Steinarsson. Tveir leikmenn sem spiluðu með Val í fyrra eru í hópi Íslands; Kári Jónsson og Kristinn Pálsson en sá síðarnefndi heldur til Ítalíu til að leika með liði Jesi eftir mót. Sigtryggur Arnar Björnsson, leikmaður Tindastóls, er einnig í hópnum en hann átti stórleik í æfingaleik við Pólverja í aðdraganda mótsins. Fimm atvinnumenn eru í hópi Íslands. Elvar Már Friðriksson, sem lék í Grikklandi í fyrra en heldur til Póllands eftir mót, Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Burgos á Spáni, Martin Hermannsson sem leikur með Alba Berlín í Þýskalandi, Styrmir Snær Þrastarson, sem lék í Belgíu í fyrra en er á leið til Spánar, og Tryggvi Snær Hlinason, leikmaður Bilbao á Spáni. Ísland hefur leik á EM gegn Ísrael á fimmtudag í næstu viku, 28. ágúst, í Katowice í Póllandi þar sem riðill Íslands verður leikinn. Liðið flýgur út til Litáen á fimmtudag og mætir þar heimamönnum í Vilnius á föstudag í síðasta æfingaleik fyrir mót. Leikmannahóp og starfslið KKÍ má sjá að neðan. Leikmenn Elvar Már Friðriksson – Marousso, Grikkland – 78 Haukur Helgi Pálsson – Álftanes – 79 Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 24 Jón Axel Guðmundsson – Burgos, Spáni – 39 Kári Jónsson – Valur – 39 Kristinn Pálsson – Valur – 41 Martin Hermannsson – Alba Berlin, Þýskaland – 81 Orri Gunnarsson – Stjarnan – 15 Styrmir Snær Þrastarson – Belfius-Mons, Belgía – 24 Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 41 Tryggvi Hlinason – Bilbao, Spánn – 73 Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan - 95 Þjálfarateymi Craig Pedersen þjálfari Baldur Þór Ragnarsson aðstoðarþjálfari Viðar Örn Hafsteinsson aðstoðarþjálfari Gunnar Sverrisson liðsstjóri Valdimar Halldórsson sjúkraþjálfari Gunnar Már Másson íþrótta-og hreyfifræðingur Björn Orri Hermannsson íþróttasálfræðiráðgjafi Hallgrímur Kjartansson læknir Sigrún Ragnarsdóttir skrifstofustjóri KKÍ og yfirfararstjóri Hörður Unnsteinsson afreksstjóri KKÍ og fararstjóri Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Jaka Brodnik féll úr lestinni í síðustu viku úr 14 manna hópi Íslands. Ljóst var að aðeins tólf færu á mótið og beðið eftir lokahópi sem hefur nú verið tilkynntur. Almar Orri Atlason, yngsti leikmaðurinn í hópi Íslands, fer ekki með. Stjarnan á flesta leikmenn í hópi Íslands; þá Hilmar Smára Henningsson, Orra Gunnarsson og Ægi Þór Steinarsson. Tveir leikmenn sem spiluðu með Val í fyrra eru í hópi Íslands; Kári Jónsson og Kristinn Pálsson en sá síðarnefndi heldur til Ítalíu til að leika með liði Jesi eftir mót. Sigtryggur Arnar Björnsson, leikmaður Tindastóls, er einnig í hópnum en hann átti stórleik í æfingaleik við Pólverja í aðdraganda mótsins. Fimm atvinnumenn eru í hópi Íslands. Elvar Már Friðriksson, sem lék í Grikklandi í fyrra en heldur til Póllands eftir mót, Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Burgos á Spáni, Martin Hermannsson sem leikur með Alba Berlín í Þýskalandi, Styrmir Snær Þrastarson, sem lék í Belgíu í fyrra en er á leið til Spánar, og Tryggvi Snær Hlinason, leikmaður Bilbao á Spáni. Ísland hefur leik á EM gegn Ísrael á fimmtudag í næstu viku, 28. ágúst, í Katowice í Póllandi þar sem riðill Íslands verður leikinn. Liðið flýgur út til Litáen á fimmtudag og mætir þar heimamönnum í Vilnius á föstudag í síðasta æfingaleik fyrir mót. Leikmannahóp og starfslið KKÍ má sjá að neðan. Leikmenn Elvar Már Friðriksson – Marousso, Grikkland – 78 Haukur Helgi Pálsson – Álftanes – 79 Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 24 Jón Axel Guðmundsson – Burgos, Spáni – 39 Kári Jónsson – Valur – 39 Kristinn Pálsson – Valur – 41 Martin Hermannsson – Alba Berlin, Þýskaland – 81 Orri Gunnarsson – Stjarnan – 15 Styrmir Snær Þrastarson – Belfius-Mons, Belgía – 24 Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 41 Tryggvi Hlinason – Bilbao, Spánn – 73 Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan - 95 Þjálfarateymi Craig Pedersen þjálfari Baldur Þór Ragnarsson aðstoðarþjálfari Viðar Örn Hafsteinsson aðstoðarþjálfari Gunnar Sverrisson liðsstjóri Valdimar Halldórsson sjúkraþjálfari Gunnar Már Másson íþrótta-og hreyfifræðingur Björn Orri Hermannsson íþróttasálfræðiráðgjafi Hallgrímur Kjartansson læknir Sigrún Ragnarsdóttir skrifstofustjóri KKÍ og yfirfararstjóri Hörður Unnsteinsson afreksstjóri KKÍ og fararstjóri
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira