Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar 21. ágúst 2025 14:00 Geimsjónaukar á braut um jörðina hafa gert okkur kleift að uppgötva yfir sex þúsund reiknistjörnur í öðrum sólkerfum. Í sumum þeirra hefur vísindafólki meira að segja tekist að mæla efnasamsetningu í lofthjúp reikistjarnanna í leit að vísbendingum um mögulegt líf. Hvað myndu háþróaðar vitsmunaverur í 100 ljósára fjarlægð sjá ef þær gerðu sams konar mælingar á jörðinni í dag? Háþróuð mælitæki þeirra myndu mæla litróf ljóss sem lagði af stað frá jörðinni fyrir 100 árum, þ.e. árið 1925, og sýna styrk koldíoxíðs (CO2) í andrúmsloftinu byrja að aukast með tímanum. Mælingar þeirra yfir næstu 100 árin myndu svo sýna styrk CO2 í andrúmslofti þessarar sérkennilegu reikistjörnu skjótast upp! Til að leita skýringa á þessu er sendur könnunarleiðangur til jarðarinnar og skýringin blasir við. Umsvif og athafnir ríkjandi dýrategundar reikistjörnunnar valda útblæstri CO2 frá fjölmörgum uppsprettum. Og það sem meira er, magn útblástursins passar nákvæmlega við mælda aukningu CO2 í lofthjúpnum. Geimverurnar kunna líka grundvallareðlisfræði og gera sér fljótt grein fyrir að aukning þessara gastegunda veldur auknu hitastigi og ójafnvægi í náttúrulegum hringrásum reikistjörnunnar og geta hrundið af stað óafturkræfum breytingum sem munu valda lífríkinu stórkostlegum vandræðum. Það kæmi geimverunum væntanlega á óvart þegar það kemur í ljós að mannkynið a) vissi nákvæmlega hvað var að gerast og af hverju, b) býr yfir alls kyns lausnum sem geta stöðvað loftslagsbreytingar, og c) velur að beita þeim ekki nema að takmörkuðu leyti. Fyrir geimverunum hljótum við að vera mestu aularnir í Vetrarbrautinni. Carbfix tæknin er dæmi um þær fjölmörgu loftslagslausnir sem er tilbúin til notkunar. Tæknin hraðar náttúrulegum ferlum sem binda koldíoxið í stein sem annars myndi taka árþúsundir. Það tók sjö ár af rannsóknum og tilraunum að koma tækninni af hugmyndastigi í hagnýtingu á iðnaðarskala á Hellisheiði árið 2014. Samhliða nýjum og stærri stöðvum hafa rannsóknir og nýsköpun haldið óslitið áfram. Til að mynda hófust rannsóknir árið 2017 sem miðuðu að því að nota sjó í stað ferskvatns með Carbfix aðferðinni sem myndi leysa ferskvatnsnotkun af hólmi. Í Helguvík fer nú fram tilraunaniðurdæling og vöktun á CO2 uppleystu í sjó og gefa fyrstu niðurstöður góð fyrirheit. Af öðrum viðfangsefnum má nefna steindabindingu brennisteinsvetnis, meðhöndlun og bindingu CO2 sem ryksugað er beint úr andrúmsloftinu, notkun náttúrulegra efna til að staðfesta bindingu neðanjarðar, og nýtingu á ljósleiðurum til vöktunar. Öll þessi verkefni miða að því að gera tæknina öruggari, ódýrari, umhverfisvænni og að auka samkeppnihæfni Carbfix á vaxandi markaði með losunarheimildir og kolefniseiningar. Ef Carbfix árið 2014 er iPhone 1, þá er Carbfix í dag iPhone 16. Þessi vegferð hefur leitt af sér yfir 100 ritrýndar vísindagreinar, 13 doktorsverkefni, 14 mastersverkefni, samstarf við 30 erlenda háskóla, 26 alþjóðleg einkaleyfi og varanlegri bindingu á 100 þúsund tonnum á CO2 sem annars væru í andrúmsloftinu. Samhliða þessu hefur skapast heilbrigð nýsköpunarmenning innan fyrirtækisins þar sem fjölbreyttar raddir fá að heyrast og drifið teymi lætur góðar hugmyndir verða að veruleika. Íslenskt hugvit hefur gert holrými í hvarfgjörnu basalti að nýrri auðlind og tæki í baráttunni við loftslagsbreytingar. En fyrir okkur sem hófum vegferðina var ætlunin aldrei að sannreyna tæknina á tilraunaskala, pakka svo ofan í tösku og fara heim. Markmið Carbfix er að hafa raunveruleg áhrif á loftslagið með kolefnisbindingu í bergi á heimsvísu. Ekki að þróa lausnirnar og eiga þær sem hilluskraut, heldur að beita þeim. Í skýrslum greiningaraðila (IPCC, IEA) eru nefninlega engar raunhæfar sviðsmyndir að loftslagsmarkmiðum þar sem kolefnisföngun og -binding spilar ekki stórt hlutverk í minnkun losunargróðurhúsalofttegunda, til dæmis frá iðnaði með illviðráðanlega losun eins og sements-, stál-, og áburðarframleiðslu. Álframleiðsla okkar Íslendinga er svo skýrt dæmi um geira þar sem þörf er á frekari nýsköpun og tækniþróun til að hægt sé að fanga CO2 í útblæstri þeirra á hagkvæman hátt og uppfylla lög um kolefnishlutleysi Íslands eigi síðar en árið 2040. Gleymum ekki að loftslagslausnir eru þróaðar til að leysa af hólmi úrelt kerfi og framleiðsluferli sem hafa komið okkur í þennan vanda. Engin lausn er fullkomin, hvort sem um er að ræða náttúrulausnir eða tæknilausnir. Allar kosta þær eitthvað, þurfa eitthvað pláss, einhverjar auðlindir og notast við einhver efni. En þá er ekki þar með sagt að það eigi á líta á þær sem óþarfainngrip með óþarfaáhættu og óþarfaóþægindum. Það er neyðarástand í loftslagsmálum og innleiðing lausna er langtum betri en hinn möguleikinn, að gera ekki neitt. Virðismatið á mótvægisaðgerðum einfaldlega verður að setja í samhengi við ógnina. Ef við ætlum ekki að verða mestu aularnir í Vetrarbrautinni, þá ættum við að hefjast handa við að innleiða allar tilbúnar lausnir. Carbfix er hluti af lausninni. Höfundur er forstöðumaður rannsókna og nýsköpunar hjá Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Geimsjónaukar á braut um jörðina hafa gert okkur kleift að uppgötva yfir sex þúsund reiknistjörnur í öðrum sólkerfum. Í sumum þeirra hefur vísindafólki meira að segja tekist að mæla efnasamsetningu í lofthjúp reikistjarnanna í leit að vísbendingum um mögulegt líf. Hvað myndu háþróaðar vitsmunaverur í 100 ljósára fjarlægð sjá ef þær gerðu sams konar mælingar á jörðinni í dag? Háþróuð mælitæki þeirra myndu mæla litróf ljóss sem lagði af stað frá jörðinni fyrir 100 árum, þ.e. árið 1925, og sýna styrk koldíoxíðs (CO2) í andrúmsloftinu byrja að aukast með tímanum. Mælingar þeirra yfir næstu 100 árin myndu svo sýna styrk CO2 í andrúmslofti þessarar sérkennilegu reikistjörnu skjótast upp! Til að leita skýringa á þessu er sendur könnunarleiðangur til jarðarinnar og skýringin blasir við. Umsvif og athafnir ríkjandi dýrategundar reikistjörnunnar valda útblæstri CO2 frá fjölmörgum uppsprettum. Og það sem meira er, magn útblástursins passar nákvæmlega við mælda aukningu CO2 í lofthjúpnum. Geimverurnar kunna líka grundvallareðlisfræði og gera sér fljótt grein fyrir að aukning þessara gastegunda veldur auknu hitastigi og ójafnvægi í náttúrulegum hringrásum reikistjörnunnar og geta hrundið af stað óafturkræfum breytingum sem munu valda lífríkinu stórkostlegum vandræðum. Það kæmi geimverunum væntanlega á óvart þegar það kemur í ljós að mannkynið a) vissi nákvæmlega hvað var að gerast og af hverju, b) býr yfir alls kyns lausnum sem geta stöðvað loftslagsbreytingar, og c) velur að beita þeim ekki nema að takmörkuðu leyti. Fyrir geimverunum hljótum við að vera mestu aularnir í Vetrarbrautinni. Carbfix tæknin er dæmi um þær fjölmörgu loftslagslausnir sem er tilbúin til notkunar. Tæknin hraðar náttúrulegum ferlum sem binda koldíoxið í stein sem annars myndi taka árþúsundir. Það tók sjö ár af rannsóknum og tilraunum að koma tækninni af hugmyndastigi í hagnýtingu á iðnaðarskala á Hellisheiði árið 2014. Samhliða nýjum og stærri stöðvum hafa rannsóknir og nýsköpun haldið óslitið áfram. Til að mynda hófust rannsóknir árið 2017 sem miðuðu að því að nota sjó í stað ferskvatns með Carbfix aðferðinni sem myndi leysa ferskvatnsnotkun af hólmi. Í Helguvík fer nú fram tilraunaniðurdæling og vöktun á CO2 uppleystu í sjó og gefa fyrstu niðurstöður góð fyrirheit. Af öðrum viðfangsefnum má nefna steindabindingu brennisteinsvetnis, meðhöndlun og bindingu CO2 sem ryksugað er beint úr andrúmsloftinu, notkun náttúrulegra efna til að staðfesta bindingu neðanjarðar, og nýtingu á ljósleiðurum til vöktunar. Öll þessi verkefni miða að því að gera tæknina öruggari, ódýrari, umhverfisvænni og að auka samkeppnihæfni Carbfix á vaxandi markaði með losunarheimildir og kolefniseiningar. Ef Carbfix árið 2014 er iPhone 1, þá er Carbfix í dag iPhone 16. Þessi vegferð hefur leitt af sér yfir 100 ritrýndar vísindagreinar, 13 doktorsverkefni, 14 mastersverkefni, samstarf við 30 erlenda háskóla, 26 alþjóðleg einkaleyfi og varanlegri bindingu á 100 þúsund tonnum á CO2 sem annars væru í andrúmsloftinu. Samhliða þessu hefur skapast heilbrigð nýsköpunarmenning innan fyrirtækisins þar sem fjölbreyttar raddir fá að heyrast og drifið teymi lætur góðar hugmyndir verða að veruleika. Íslenskt hugvit hefur gert holrými í hvarfgjörnu basalti að nýrri auðlind og tæki í baráttunni við loftslagsbreytingar. En fyrir okkur sem hófum vegferðina var ætlunin aldrei að sannreyna tæknina á tilraunaskala, pakka svo ofan í tösku og fara heim. Markmið Carbfix er að hafa raunveruleg áhrif á loftslagið með kolefnisbindingu í bergi á heimsvísu. Ekki að þróa lausnirnar og eiga þær sem hilluskraut, heldur að beita þeim. Í skýrslum greiningaraðila (IPCC, IEA) eru nefninlega engar raunhæfar sviðsmyndir að loftslagsmarkmiðum þar sem kolefnisföngun og -binding spilar ekki stórt hlutverk í minnkun losunargróðurhúsalofttegunda, til dæmis frá iðnaði með illviðráðanlega losun eins og sements-, stál-, og áburðarframleiðslu. Álframleiðsla okkar Íslendinga er svo skýrt dæmi um geira þar sem þörf er á frekari nýsköpun og tækniþróun til að hægt sé að fanga CO2 í útblæstri þeirra á hagkvæman hátt og uppfylla lög um kolefnishlutleysi Íslands eigi síðar en árið 2040. Gleymum ekki að loftslagslausnir eru þróaðar til að leysa af hólmi úrelt kerfi og framleiðsluferli sem hafa komið okkur í þennan vanda. Engin lausn er fullkomin, hvort sem um er að ræða náttúrulausnir eða tæknilausnir. Allar kosta þær eitthvað, þurfa eitthvað pláss, einhverjar auðlindir og notast við einhver efni. En þá er ekki þar með sagt að það eigi á líta á þær sem óþarfainngrip með óþarfaáhættu og óþarfaóþægindum. Það er neyðarástand í loftslagsmálum og innleiðing lausna er langtum betri en hinn möguleikinn, að gera ekki neitt. Virðismatið á mótvægisaðgerðum einfaldlega verður að setja í samhengi við ógnina. Ef við ætlum ekki að verða mestu aularnir í Vetrarbrautinni, þá ættum við að hefjast handa við að innleiða allar tilbúnar lausnir. Carbfix er hluti af lausninni. Höfundur er forstöðumaður rannsókna og nýsköpunar hjá Carbfix.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun