Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. ágúst 2025 06:47 Lavrov sagði í gær að það kæmi ekkert annað til greina en að Rússar og Kínverjar kæmu að því að tryggja öryggi Úkraínu. Getty Stjórnvöld í Rússlandi vilja eiga aðkomu að því að tryggja öryggi Úkraínu til framtíðar, eftir að hafa staðið fyrir stöðugum árásum á landið frá því að þeir gerðu innrás í febrúar 2022. Utanríkisráðherran Sergei Lavrov sagði í gær að Rússar myndu ekki sætta sig við að hermenn frá öðrum Evrópuríkjum yrðu sendir til Úkraínu til að tryggja öryggi landsins, heldur vildu Rússar taka aftur til skoðunar miðlunartillögur frá 2022. Þær fólu meðal annars í sér að Rússar og Kínverjar myndu koma að því að tryggja öryggi Úkraínu, í einhvers konar samstarfi við Evrópuríkin. Lavrov segir allar aðrar hugmyndir gjörsamlega óásættanlegar. Reuters hefur eftir heimildarmönnum að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir viku síðan gert kröfu um að Úkraínumenn láti Donbas af hendi og heiti því að ganga ekki í Atlantshafsbandalagið. Þá á hann að hafa krafist þess að hermenn bandalagsríkja Úkraínu yrðu ekki sendir þangað í öryggisskyni. Heimildarmennirnir segja Pútín þannig hafa slegið af kröfum sínum, það er að segja að hann sækist nú aðeins eftir því að fá héruðin Donetsk og Luhansk en ekki Kherson og Zaporizhzhia. Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur hafnað því að láta Donbas af hendi, enda óttist Úkraínumenn að Rússar muni seinna meir nota svæðið sem stökkpall fyrir frekari landvinninga. Selenskí hefur sagt að eina mögulega ráðið í stöðunni sé að auka þrýstinginn á Úkraínu, enda skilji Pútín ekki annað en vald. Donald Trump Bandaríkjaforseti er mögulega að komast á sömu skoðun en ef marka má skrif hans á Truth Social í gær, er hann smám saman að missa þolinmæðina gagnvart Rússum. Trump notaði að sjálfsögðu tækifærið til að skjóta á forvera sinn í embætti Joe Biden og fordæmdi hann fyrir að hafa ekki „leyft“ Úkraínu að svara fyrir sig, heldur aðeins að verja sig. „Hvernig gekk það?,“ spurði forsetinn. „Áhugaverðir tímar framundan!!!“ Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Utanríkisráðherran Sergei Lavrov sagði í gær að Rússar myndu ekki sætta sig við að hermenn frá öðrum Evrópuríkjum yrðu sendir til Úkraínu til að tryggja öryggi landsins, heldur vildu Rússar taka aftur til skoðunar miðlunartillögur frá 2022. Þær fólu meðal annars í sér að Rússar og Kínverjar myndu koma að því að tryggja öryggi Úkraínu, í einhvers konar samstarfi við Evrópuríkin. Lavrov segir allar aðrar hugmyndir gjörsamlega óásættanlegar. Reuters hefur eftir heimildarmönnum að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir viku síðan gert kröfu um að Úkraínumenn láti Donbas af hendi og heiti því að ganga ekki í Atlantshafsbandalagið. Þá á hann að hafa krafist þess að hermenn bandalagsríkja Úkraínu yrðu ekki sendir þangað í öryggisskyni. Heimildarmennirnir segja Pútín þannig hafa slegið af kröfum sínum, það er að segja að hann sækist nú aðeins eftir því að fá héruðin Donetsk og Luhansk en ekki Kherson og Zaporizhzhia. Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur hafnað því að láta Donbas af hendi, enda óttist Úkraínumenn að Rússar muni seinna meir nota svæðið sem stökkpall fyrir frekari landvinninga. Selenskí hefur sagt að eina mögulega ráðið í stöðunni sé að auka þrýstinginn á Úkraínu, enda skilji Pútín ekki annað en vald. Donald Trump Bandaríkjaforseti er mögulega að komast á sömu skoðun en ef marka má skrif hans á Truth Social í gær, er hann smám saman að missa þolinmæðina gagnvart Rússum. Trump notaði að sjálfsögðu tækifærið til að skjóta á forvera sinn í embætti Joe Biden og fordæmdi hann fyrir að hafa ekki „leyft“ Úkraínu að svara fyrir sig, heldur aðeins að verja sig. „Hvernig gekk það?,“ spurði forsetinn. „Áhugaverðir tímar framundan!!!“
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira