Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Smári Jökull Jónsson skrifar 23. ágúst 2025 21:26 Inga Sæland er félags- og húsnæðismálaráðherra. Vísir/Einar Húsnæðismálaráðherra segir þéttingarstefnuna sem rekin hafi verið hér á landi ekki hafa slegið í gegn. Hún segir að skoða þurfi greiðslumatskerfi vegna íbúðakaupa og segir lánveitendur fá belti, axlabönd og björgunarbát á meðan öll áhætta sé á þeim sem leita þurfi til þeirra. Í tengslum við stýrivaxtaákvörðun í vikunni sagði Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra að það húsnæði sem væri til sölu hér á landi virtist ekki vera það sem neytendur vildu kaupa. Var hann þá að svara orðum Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra sem sagði ekki skorta á umsvif í byggingariðnaði. Félags- og húsnæðismálaráðherra segir að einstaklingar, sem hafi þurft að breyta lánum að undanförnu sem áður höfðu fasta og lægri vexti, fái snjóhengjuna á sig og að ólíðandi sé að ungu fólki sé boðið upp á það að borga íbúðir sínar upp fjórum eða fimm sinnum. „Húsnæði sem er til sölu er óhagkvæmt nema fyrir suma. Vegna þess að þetta er alltof dýrt, þessar nýbyggingar, þetta er alltof dýrt. Fólk kýs líka þegar það fer í stærstu fjárfestingu, sem það er hjá flestum á ævinni, að kaupa sér þak yfir höfuðið, þá vill það gjarnan fá bílastæði og gjarnan fá sólarglennu inn um gluggan einhvern tíman. Húsnæði í þessari þéttingarstefnu sem hefur verið rekin er ekki að slá í gegn nema hjá sumum,“ sagði Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra í kvöldfréttum Sýnar. Segir að skoða þurfi greiðslumatskerfið Inga segir að sérstaklega þurfi að taka utan um fyrstu kaupendur en í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kom fram að 80% einstaklinga sem vilji kaupa íbúð komist ekki í gegnum greiðslumat. „Ég er að láta vinna í því hvernig stendur á því að þú ert bær til að greiða 250-400 þúsund krónur á mánuði í húsaleigu en þú mátt ekki greiða borga 250-400 þúsund krónur af láni í staðinn.“ Hún segir að það væri í lófa lagið að þeir einstaklingar sem staðið hafi í skilum með leigu fái að kaupa sér þak yfir höfuðið. „Þetta greiðslumatskerfi eins og það er núna þar sem lánveitandinn er með belti, axlabönd og í björgunarbát og allt saman. Alltaf öll áhætta og allt saman á þeim sem þurfa að leita til þeirra. Þetta er kerfi sem við þurfum að fara að skoða betur.“ Húsnæðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Seðlabankinn Neytendur Skipulag Fasteignamarkaður Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Í tengslum við stýrivaxtaákvörðun í vikunni sagði Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra að það húsnæði sem væri til sölu hér á landi virtist ekki vera það sem neytendur vildu kaupa. Var hann þá að svara orðum Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra sem sagði ekki skorta á umsvif í byggingariðnaði. Félags- og húsnæðismálaráðherra segir að einstaklingar, sem hafi þurft að breyta lánum að undanförnu sem áður höfðu fasta og lægri vexti, fái snjóhengjuna á sig og að ólíðandi sé að ungu fólki sé boðið upp á það að borga íbúðir sínar upp fjórum eða fimm sinnum. „Húsnæði sem er til sölu er óhagkvæmt nema fyrir suma. Vegna þess að þetta er alltof dýrt, þessar nýbyggingar, þetta er alltof dýrt. Fólk kýs líka þegar það fer í stærstu fjárfestingu, sem það er hjá flestum á ævinni, að kaupa sér þak yfir höfuðið, þá vill það gjarnan fá bílastæði og gjarnan fá sólarglennu inn um gluggan einhvern tíman. Húsnæði í þessari þéttingarstefnu sem hefur verið rekin er ekki að slá í gegn nema hjá sumum,“ sagði Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra í kvöldfréttum Sýnar. Segir að skoða þurfi greiðslumatskerfið Inga segir að sérstaklega þurfi að taka utan um fyrstu kaupendur en í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kom fram að 80% einstaklinga sem vilji kaupa íbúð komist ekki í gegnum greiðslumat. „Ég er að láta vinna í því hvernig stendur á því að þú ert bær til að greiða 250-400 þúsund krónur á mánuði í húsaleigu en þú mátt ekki greiða borga 250-400 þúsund krónur af láni í staðinn.“ Hún segir að það væri í lófa lagið að þeir einstaklingar sem staðið hafi í skilum með leigu fái að kaupa sér þak yfir höfuðið. „Þetta greiðslumatskerfi eins og það er núna þar sem lánveitandinn er með belti, axlabönd og í björgunarbát og allt saman. Alltaf öll áhætta og allt saman á þeim sem þurfa að leita til þeirra. Þetta er kerfi sem við þurfum að fara að skoða betur.“
Húsnæðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Seðlabankinn Neytendur Skipulag Fasteignamarkaður Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira