Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor Árni Sæberg skrifar 25. ágúst 2025 15:13 Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúar Framsóknar leggja í dag fram tillögu í skóla- og frístundaráði um skyldubundin stöðu- og framvindupróf í grunnskólum Reykjavíkur. Oddviti flokksins segir tilraunaverkefni hafa gengið vel í vor og að hann telji ekki eftir neinu að bíða að innleiða prófin í öllum skólum borgarinnar strax næsta vor. Í tillögunni segir að fulltrúi Framsóknar leggi til að Skóla- og frístundasviði verði falið að flýta innleiðingu samræmds námsmats í 4. til 10. bekk í öllum grunnskólum Reykjavíkur. Markmiðið sé að tryggja að hægt sé með samræmdum hætti að meta stöðu og framfarir nemenda og auðvelda kennurum og foreldrum að styðja við nám barna í Reykjavík frá og með vori 2026. Stöðu- og framvindupróf í stærðfræði og íslensku verði þannig ekki valkvæð heldur skylda frá 4. til 10. bekk frá og með vori 2026. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, segir í samtali við Vísi að tillögunni sé ætlað að flýta fyrir því að stöðuprófin verði tekin upp. Framsókn sé í grunninn hlynnt svokölluðum Matsferli, nýju námsmati Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Prófin megi ekki vera valkvæð Með tillögunni vilji borgarstjórnarflokkurinn skerpa á því að prófin verði tekin upp í öllum skólum Reykjavíkur strax næsta vor en eins og sakir standa verði prófin valkvæð. Nýjustu niðurstöður Pisa-könnunarinnar sýni að ekki sé hægt að innleiða prófin í áföngum og hafa þau valkvæð, prófin þoli enga bið. „MMS fór með þetta í tilraunaverkefni í tuttugu sveitarfélögum, við teljum að það sé bara hægt að kýla á þetta,“ segir Einar. Hagsæld byggi á gæðum menntunar Í greinargerð með tillögunni segir að hagsæld þjóðarinnar til framtíðar grundvallist að miklu leyti á gæðum menntunar í landinu. Niðurstöður úr Pisa sýni að ríkt tilefni sé til þess að skerpa á viðbrögðum borgarinnar og auka árangur menntakerfisins. Brýnt sé að hefja strax mótun aðgerða sem komi til framkvæmda næsta vor. Á vettvangi menntamálaráðuneytisins hafi á undanförnum árum verið unnið að gerð samræmds námsmats í víðtæku samráði. Niðurstöður þeirrar vinnu hafi verið að leggja fram nýtt matsferli með það að markmiði að tryggja heildstæða og skýra mynd af stöðu hvers barns í námi og framförum þess jafnt og þétt yfir skólagönguna og afla upplýsinga um stöðu skólakerfisins í heild. Lagt sé til að Reykjavíkurborg byggi áfram á þeirri vinnu sem þegar hefur farið fram um samræmt námsmat og geri stöðu- og framvindupróf í íslensku og stærðfræði að skyldu fyrir 4. til 10. bekk í grunnskólum Reykjavíkur. Prófin hafi verið lögð fyrir í tilraunaskyni í á þriðja tug sveitarfélaga og því sé komin góð reynsla sem byggja má á. Í þeirri vinnu sem tillaga Framsóknar feli í sér þurfi sérstaklega að huga að því að: Aðferðafræði námsmats taki mið af fjölbreytileika skólaumhverfis í Reykjavík og mismunandi þörfum nemenda. Samræmi við menntastefnu borgarinnar verði tryggt, þannig að verkefnið styðji markmið hennar um jöfnuð, fagmennsku og aukna vellíðan í skólastarfi. Samráð verði haft við skólastjórnendur, kennara, foreldra og aðra fagaðila til að tryggja víðtæka þátttöku og traust til nýrra aðferða. „Með þessum aðgerðum er stefnt að því að efla námsframvindu allra barna í Reykjavík, tryggja að mat á námi og framförum sé gagnsætt og stuðli að umbótum, og leggja traustan grundvöll að langtímaárangri í íslensku menntakerfi.“ Skóla- og menntamál Reykjavík Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Börn og uppeldi Grunnskólar Tengdar fréttir „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Skólastjóri í Hörðuvallaskóla segir að ekki sé verið að fara leggja samræmd próf fyrir nemendur Kópavogsbæjar. Um sé að ræða stöðupróf sem séu hluti af nýja námsmatskerfinu Matsferli. Allir skólar á landinu ættu að fylgja kerfinu. 20. ágúst 2025 16:55 Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Nemendum í grunnskólum Kópavogsbæjar verður skylt að taka samræmt námspróf frá og með vorinu 2026 að sögn bæjarstjóra. Aðgerðin er ein af sextán umbótatillögum sem svara eiga ákalli kennara, nemenda og foreldra í málefnum grunnskóla. 20. ágúst 2025 10:11 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Í tillögunni segir að fulltrúi Framsóknar leggi til að Skóla- og frístundasviði verði falið að flýta innleiðingu samræmds námsmats í 4. til 10. bekk í öllum grunnskólum Reykjavíkur. Markmiðið sé að tryggja að hægt sé með samræmdum hætti að meta stöðu og framfarir nemenda og auðvelda kennurum og foreldrum að styðja við nám barna í Reykjavík frá og með vori 2026. Stöðu- og framvindupróf í stærðfræði og íslensku verði þannig ekki valkvæð heldur skylda frá 4. til 10. bekk frá og með vori 2026. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, segir í samtali við Vísi að tillögunni sé ætlað að flýta fyrir því að stöðuprófin verði tekin upp. Framsókn sé í grunninn hlynnt svokölluðum Matsferli, nýju námsmati Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Prófin megi ekki vera valkvæð Með tillögunni vilji borgarstjórnarflokkurinn skerpa á því að prófin verði tekin upp í öllum skólum Reykjavíkur strax næsta vor en eins og sakir standa verði prófin valkvæð. Nýjustu niðurstöður Pisa-könnunarinnar sýni að ekki sé hægt að innleiða prófin í áföngum og hafa þau valkvæð, prófin þoli enga bið. „MMS fór með þetta í tilraunaverkefni í tuttugu sveitarfélögum, við teljum að það sé bara hægt að kýla á þetta,“ segir Einar. Hagsæld byggi á gæðum menntunar Í greinargerð með tillögunni segir að hagsæld þjóðarinnar til framtíðar grundvallist að miklu leyti á gæðum menntunar í landinu. Niðurstöður úr Pisa sýni að ríkt tilefni sé til þess að skerpa á viðbrögðum borgarinnar og auka árangur menntakerfisins. Brýnt sé að hefja strax mótun aðgerða sem komi til framkvæmda næsta vor. Á vettvangi menntamálaráðuneytisins hafi á undanförnum árum verið unnið að gerð samræmds námsmats í víðtæku samráði. Niðurstöður þeirrar vinnu hafi verið að leggja fram nýtt matsferli með það að markmiði að tryggja heildstæða og skýra mynd af stöðu hvers barns í námi og framförum þess jafnt og þétt yfir skólagönguna og afla upplýsinga um stöðu skólakerfisins í heild. Lagt sé til að Reykjavíkurborg byggi áfram á þeirri vinnu sem þegar hefur farið fram um samræmt námsmat og geri stöðu- og framvindupróf í íslensku og stærðfræði að skyldu fyrir 4. til 10. bekk í grunnskólum Reykjavíkur. Prófin hafi verið lögð fyrir í tilraunaskyni í á þriðja tug sveitarfélaga og því sé komin góð reynsla sem byggja má á. Í þeirri vinnu sem tillaga Framsóknar feli í sér þurfi sérstaklega að huga að því að: Aðferðafræði námsmats taki mið af fjölbreytileika skólaumhverfis í Reykjavík og mismunandi þörfum nemenda. Samræmi við menntastefnu borgarinnar verði tryggt, þannig að verkefnið styðji markmið hennar um jöfnuð, fagmennsku og aukna vellíðan í skólastarfi. Samráð verði haft við skólastjórnendur, kennara, foreldra og aðra fagaðila til að tryggja víðtæka þátttöku og traust til nýrra aðferða. „Með þessum aðgerðum er stefnt að því að efla námsframvindu allra barna í Reykjavík, tryggja að mat á námi og framförum sé gagnsætt og stuðli að umbótum, og leggja traustan grundvöll að langtímaárangri í íslensku menntakerfi.“
Skóla- og menntamál Reykjavík Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Börn og uppeldi Grunnskólar Tengdar fréttir „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Skólastjóri í Hörðuvallaskóla segir að ekki sé verið að fara leggja samræmd próf fyrir nemendur Kópavogsbæjar. Um sé að ræða stöðupróf sem séu hluti af nýja námsmatskerfinu Matsferli. Allir skólar á landinu ættu að fylgja kerfinu. 20. ágúst 2025 16:55 Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Nemendum í grunnskólum Kópavogsbæjar verður skylt að taka samræmt námspróf frá og með vorinu 2026 að sögn bæjarstjóra. Aðgerðin er ein af sextán umbótatillögum sem svara eiga ákalli kennara, nemenda og foreldra í málefnum grunnskóla. 20. ágúst 2025 10:11 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
„Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Skólastjóri í Hörðuvallaskóla segir að ekki sé verið að fara leggja samræmd próf fyrir nemendur Kópavogsbæjar. Um sé að ræða stöðupróf sem séu hluti af nýja námsmatskerfinu Matsferli. Allir skólar á landinu ættu að fylgja kerfinu. 20. ágúst 2025 16:55
Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Nemendum í grunnskólum Kópavogsbæjar verður skylt að taka samræmt námspróf frá og með vorinu 2026 að sögn bæjarstjóra. Aðgerðin er ein af sextán umbótatillögum sem svara eiga ákalli kennara, nemenda og foreldra í málefnum grunnskóla. 20. ágúst 2025 10:11