Sport

Fyrsta fé­lagið með tvö fórnar­lömb skotárása í liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ricky Pearsall í meðferð hjá sjúkraþjálfara San Francisco 49ers.
Ricky Pearsall í meðferð hjá sjúkraþjálfara San Francisco 49ers. Getty/Michael Zagaris

Það styttist í nýtt NFL tímabil og San Francisco 49ers er eitt af liðunum sem eru bornar miklar væntingar til í ár. 49ers er reyndar þegar búið að skrifa söguna áður en tímabilið hefst.

Það gerði félagið með því að skiptast á leikmönnum og fá hlauparann Brian Robinson Jr. til liðs við sig frá Washington.

Með því að fá hann til sín var það ljóst að San Francisco 49ers verður með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu sínu á leiktíðinni.

Áður var útherjinn Ricky Pearsall meðal leikmanna liðsins. Pearsall var skotinn í brjóstkassann í vopnuðu ráni í miðbæ San Francisco 31. ágúst í fyrra. Hann lifði af og gott betur því hann yfirgaf sjúkrahúsið daginn eftir, mætti á æfingu í sömu vikunni og var farinn að spila nokkrum vikum síðar.

Hlauparinn Brian Robinson Jr. lifaði einnig af skotárás árið 2022. Hann var þá skotinn tvisvar í fótinn í ránstilraun. Hann sneri aftur inn á völlinn rétt rúmum mánuði síðar og átti gott nýliðaár.

Báðir sýndu leikmennirnir með þessu mikinn andlegan styrk, vilja og þrautseigju til að yfirvinna það að hafa orðið fyrir slíkri árás. Þetta reyndi ekki aðeins á þá líkamlega heldur einnig andlega.

Nú ætlar San Francisco 49ers að reyna að fá það allra besta frá þeim. Pearsall verður í risahlutverki og svo verður að sjá til hvernig Robinson nær að simpla sig inn hjá nýju félagi.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×