Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. ágúst 2025 22:57 Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Bjarni Svikahrappar hafa haft að minnsta kosti hálfan milljarð af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum það sem af er ári. Fjöldi fjársvikamála hefur ríflega tvöfaldast á milli ára en óttast er að tilfellin séu mun fleiri en lögreglu er kunnugt um. Lögreglan hefur á undanförnum misserum unnið að því að bæta skráningu hvað lýtur að hvers kyns fjársvikamálum. Tilkynningum hefur farið fjölgandi og líka þeim tilfellum þar sem svikurum tekst að hafa fé af fólki. „Magnið sem er að berast inn til okkar er að tvöfaldast ef ekki meira. Það er það sem við erum að sjá þessa dagana,“ segir Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Raunveruleg upphæð mun hærri „Við getum með nokkurri vissu sagt að það sé hálfur milljarður farinn nú þegar, bara á þessu ári, og það er nú þegar komið yfir það sem var allt árið í fyrra. Og það er bara það sem við vitum,“ segir Guðjón. Þarna eigi eftir að taka tillit til mála sem búið er að tilkynna um en ekki liggur fyrir enn hve mikið svikarar hafi haft af fórnarlömbum sínum. Þar að auki nær þessi tala ekki yfir þau svik sem lögreglu er ekki kunnugt um. „Þessi tala er hærri. Hversu mikið hærri vitum við ekki, en hún er talsvert hærri,“ segir Guðjón. „Samkvæmt áætlunum bæði hér og á Norðurlöndum þá er talið að svona tíu til þrjátíu prósent mála eru tilkynnt til lögreglu. Þannig þá eigum við allt hitt eftir.“ Mannlegt að falla fyrir brögðum atvinnuglæpamanna Brotin geta verið af ýmsum toga. Netsvik í gegnum svikatölvupósta og smáskilaboð eru algeng, en einnig fjárfestinga-, ástarsvik og svokallaðar fyrirframgreiðslur, þar sem vara er ekki afhent eftir að greitt hefur verið fyrir. Mörg þessara mála eru aldrei tilkynnt og í flestum tilfellum reynist nær ómögulegt að endurheimta peningana. „Skömmin er oft og tíðum mikil, að láta plata sig. En það gleymist náttúrlega alltaf að við erum að eiga við atvinnumenn, þetta er þeirra vinna. Þetta gera þeir, og þá eru þeir ekki í átta tíma vinnu heldur jafnvel miklu meira. Kunnáttan þar er gífurleg og það að láta glepjast af einhverju þessu er ekkert óeðlilegt og það er bara mannlegt,“ segir Guðjón. Fjársvikamál eru ekki endilega einkamál þeirra sem verða fyrir barðinu á svikahröppum heldur er um samfélagslegt vandamál að ræða að sögn Guðjóns. Hann hvetur alla til að tilkynna um svik, hvort sem þau heppnast eða ekki, enda geti það hjálpað næsta manni sem lendir í klónum á svikahröppum. „Þetta er samfélagslegt vandamál allan daginn, og það fer stækkandi,“ segir Guðjón. „númer eitt, tvö og þrjú að hafa samband við bankann sinn og númer tvö að hafa samband við okkur,“ segir Guðjón. „Tíminn skiptir einna mestu máli.“ Efnahagsbrot Netglæpir Netöryggi Lögreglumál Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Sjá meira
Lögreglan hefur á undanförnum misserum unnið að því að bæta skráningu hvað lýtur að hvers kyns fjársvikamálum. Tilkynningum hefur farið fjölgandi og líka þeim tilfellum þar sem svikurum tekst að hafa fé af fólki. „Magnið sem er að berast inn til okkar er að tvöfaldast ef ekki meira. Það er það sem við erum að sjá þessa dagana,“ segir Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Raunveruleg upphæð mun hærri „Við getum með nokkurri vissu sagt að það sé hálfur milljarður farinn nú þegar, bara á þessu ári, og það er nú þegar komið yfir það sem var allt árið í fyrra. Og það er bara það sem við vitum,“ segir Guðjón. Þarna eigi eftir að taka tillit til mála sem búið er að tilkynna um en ekki liggur fyrir enn hve mikið svikarar hafi haft af fórnarlömbum sínum. Þar að auki nær þessi tala ekki yfir þau svik sem lögreglu er ekki kunnugt um. „Þessi tala er hærri. Hversu mikið hærri vitum við ekki, en hún er talsvert hærri,“ segir Guðjón. „Samkvæmt áætlunum bæði hér og á Norðurlöndum þá er talið að svona tíu til þrjátíu prósent mála eru tilkynnt til lögreglu. Þannig þá eigum við allt hitt eftir.“ Mannlegt að falla fyrir brögðum atvinnuglæpamanna Brotin geta verið af ýmsum toga. Netsvik í gegnum svikatölvupósta og smáskilaboð eru algeng, en einnig fjárfestinga-, ástarsvik og svokallaðar fyrirframgreiðslur, þar sem vara er ekki afhent eftir að greitt hefur verið fyrir. Mörg þessara mála eru aldrei tilkynnt og í flestum tilfellum reynist nær ómögulegt að endurheimta peningana. „Skömmin er oft og tíðum mikil, að láta plata sig. En það gleymist náttúrlega alltaf að við erum að eiga við atvinnumenn, þetta er þeirra vinna. Þetta gera þeir, og þá eru þeir ekki í átta tíma vinnu heldur jafnvel miklu meira. Kunnáttan þar er gífurleg og það að láta glepjast af einhverju þessu er ekkert óeðlilegt og það er bara mannlegt,“ segir Guðjón. Fjársvikamál eru ekki endilega einkamál þeirra sem verða fyrir barðinu á svikahröppum heldur er um samfélagslegt vandamál að ræða að sögn Guðjóns. Hann hvetur alla til að tilkynna um svik, hvort sem þau heppnast eða ekki, enda geti það hjálpað næsta manni sem lendir í klónum á svikahröppum. „Þetta er samfélagslegt vandamál allan daginn, og það fer stækkandi,“ segir Guðjón. „númer eitt, tvö og þrjú að hafa samband við bankann sinn og númer tvö að hafa samband við okkur,“ segir Guðjón. „Tíminn skiptir einna mestu máli.“
Efnahagsbrot Netglæpir Netöryggi Lögreglumál Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Sjá meira