„Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. ágúst 2025 21:44 Magnús Már hefur ekki áhyggjur af stöðu mála þrátt fyrir að Afturelding hafi ekki unnið deildarleik í rúma tvo mánuði. Hann hefur enn mikla trú á verkefninu. Vísir/Anton Brink Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var með svör á reiðum höndum er hann mætti í viðtal eftir svekkjandi 4-3 tap liðsins gegn Val í kvöld. „Þetta var lélegt korter hjá okkur sem drepur þennan leik. Við spilum frábærlega í fyrri hálfleik, mikil gleði í spilinu hjá okkur og mér fannst við geta skorað fleiri en tvö mörk í fyrri hálfleik,“ sagði Magnús í viðtali eftir leik. „Við vorum að gera frábærlega og erum ofan á í öllum atriðum leiksins. En þeir eru með gott lið og koma af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn og setja þrjú mörk á korteri. Það er náttúrulega ekki boðlegt og fer með þennan leik. Þeir eru góðir í föstum leikatriðum, við vissum það, og þeir skora fyrsta markið úr föstu leikatriði. Það snýr þessum leik svolítið og þeir fá trú á meðan við gáfum svolítið eftir á þessum kafla.“ Magnús gat þó ekki sett puttann nákvæmlega á það sem fór úrskeiðis á þessu umrædda korteri. „Þeir bara einhvernveginn ná að herja á okkur, ná þessu marki inn og fá aukna trú. Við gerum mistök í þessum mörkum sem þeir skora, það er ekki spurning, og þeir ná mómentinu með sér. En það var bara í þetta korter og svo komum við aftur inn í þetta.“ „Þetta aukaspyrnumark er svo náttúrulega bara frábært hjá Tryggva. Þá vorum við einmitt að komast almennilega inn í þetta þannig það var svekkjandi líka að fá það mark á sig.“ Þrátt fyrir að Magnús hafi verið ánægður með spilamennsku liðsins á stórum köflum í kvöld verður liðið nú að horfast í augu við þá staðreynd að Afturelding hefur ekki unnið deildarleik í rúma tvo mánuði. Magnús segist þó ekki hafa neinar áhyggjur. „Nei. Ég hefði áhyggjur ef við hefðum lagst niður hérna og hætt í seinni hálfleik. Sérstaklega ef við hefðum gert það þegar við lentum 3-2 undir. En það er alls ekki þannig. Það er mikil trú í þessu liði og um það sem við erum að gera.“ „Einu fjórir tapleikirnir okkar síðan í maí eru líka bara á móti liðum sem eru mjög öflug. Þessi töp eru að koma á mjög erfiðum útivöllum og síðan við töpuðum fyrir Val í maí erum við bara búnir að tapa fjórum leikjum. Þetta er mikið af jafnteflum sem við þurfum að breyta í sigra, en trúin er til staðar. Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina, Í túninu heima, og þú ert velkominn. Það verður stemning á vellinum á sunnudeginum á móti FH.“ Besta deild karla Valur Afturelding Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
„Þetta var lélegt korter hjá okkur sem drepur þennan leik. Við spilum frábærlega í fyrri hálfleik, mikil gleði í spilinu hjá okkur og mér fannst við geta skorað fleiri en tvö mörk í fyrri hálfleik,“ sagði Magnús í viðtali eftir leik. „Við vorum að gera frábærlega og erum ofan á í öllum atriðum leiksins. En þeir eru með gott lið og koma af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn og setja þrjú mörk á korteri. Það er náttúrulega ekki boðlegt og fer með þennan leik. Þeir eru góðir í föstum leikatriðum, við vissum það, og þeir skora fyrsta markið úr föstu leikatriði. Það snýr þessum leik svolítið og þeir fá trú á meðan við gáfum svolítið eftir á þessum kafla.“ Magnús gat þó ekki sett puttann nákvæmlega á það sem fór úrskeiðis á þessu umrædda korteri. „Þeir bara einhvernveginn ná að herja á okkur, ná þessu marki inn og fá aukna trú. Við gerum mistök í þessum mörkum sem þeir skora, það er ekki spurning, og þeir ná mómentinu með sér. En það var bara í þetta korter og svo komum við aftur inn í þetta.“ „Þetta aukaspyrnumark er svo náttúrulega bara frábært hjá Tryggva. Þá vorum við einmitt að komast almennilega inn í þetta þannig það var svekkjandi líka að fá það mark á sig.“ Þrátt fyrir að Magnús hafi verið ánægður með spilamennsku liðsins á stórum köflum í kvöld verður liðið nú að horfast í augu við þá staðreynd að Afturelding hefur ekki unnið deildarleik í rúma tvo mánuði. Magnús segist þó ekki hafa neinar áhyggjur. „Nei. Ég hefði áhyggjur ef við hefðum lagst niður hérna og hætt í seinni hálfleik. Sérstaklega ef við hefðum gert það þegar við lentum 3-2 undir. En það er alls ekki þannig. Það er mikil trú í þessu liði og um það sem við erum að gera.“ „Einu fjórir tapleikirnir okkar síðan í maí eru líka bara á móti liðum sem eru mjög öflug. Þessi töp eru að koma á mjög erfiðum útivöllum og síðan við töpuðum fyrir Val í maí erum við bara búnir að tapa fjórum leikjum. Þetta er mikið af jafnteflum sem við þurfum að breyta í sigra, en trúin er til staðar. Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina, Í túninu heima, og þú ert velkominn. Það verður stemning á vellinum á sunnudeginum á móti FH.“
Besta deild karla Valur Afturelding Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira