Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar 27. ágúst 2025 19:33 Tillögur Viðskiptaráðs til ríkisins um atvinnustefnu þess endurspegla hugsun sem setur rekstrarumhverfi fyrirtækja í fyrsta sæti, en gerir það á kostnað samfélagsins sem þau byggja á. Þar eru skattkerfið, regluverkið og opinber þjónusta sett fram sem hindranir á meðan grunnstoðir samfélagsins, heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfið, eru skilgreindar sem byrði. Í augum viðskiptaráðs er framleiðni, stöðugleiki og alþjóðleg samkeppnishæfni taldar lykilforsendur hagsældar: ef fyrirtæki dafna, skapast störf, aukin verðmætasköpun og þar með bætt lífskjör. Þetta sjónarhorn er ekki rangt í sjálfu sér, en það segir aðeins hálfa söguna. Á móti stendur sú sýn að hagsæld byggist ekki eingöngu á mælanlegum hagvaxtartölum heldur á því hvernig samfélagið heldur utan um fólk: hvort það hafi húsnæði, hvort það njóti jafnra tækifæra og hvort það búi við öryggi og traust til framtíðar. Það má segja að hér rekist tvö gildiskerfi á: annars vegar hagfræðileg skilgreining á árangri sem mælir framleiðni og verga landsframleiðslu á mann, hins vegar samfélagsleg sýn sem mælir gæði lífsins og styrk samheldninnar. Við getum ekki hunsað annað kerfið án þess að veikja hitt, því þau eru ekki andstæður heldur tvær hliðar sama tenings. Án félagslegs öryggis veikist framleiðnin; án framleiðni hrynur félagslegi grunnurinn. Sjálfbær hagvöxtur krefst þess að við samþættum bæði: öflugt rekstrarumhverfi fyrirtækja og sterkar samfélagsstoðir sem tryggja að hagsældin nýtist öllum. Því ef fólk hefur ekki kaupmátt, öryggi og aðgang að menntun hverfur sú undirstaða sem fyrirtækin sjálf hvíla á. Að líta á samfélagið sem hindrun er eins og að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar. Við sjáum þetta skýrt í orðræðu ráðsins í tillögunum: jafnlaunavottun verður „kostnaður“, húsnæðisstuðningur „skekkja“, öryrkjar „útgjaldavandi“ og menningarstarfsemi „sérhagsmunir“. Þetta er tungutak sem gerir manneskjuna ósýnilega. Það er ekki lengur spurt hvað samfélagið þarfnast, heldur hvernig það má laga að kröfum markaðarins. Afleiðingin af þessari hugsun er fyrirsjáanleg. Þegar ríkið hörfar og markaðsöflin ráða ein breikkar bilið milli þeirra sem hafa fjármagn og þeirra sem ekki hafa það. Það er ekki aðeins óréttlæti heldur bein ógn við samheldni og stöðugleika samfélagsins. Þegar fjölmiðlastuðningur er skorin niður og menningarstarfsemi sett undir sama hatt og hefðbundin fyrirtæki minnkar rýmið fyrir sjálfstæða umræðu og lýðræðislegt aðhald. Þegar raddir almennings og minnihlutahópa veikjast verður samfélagið sjálft brothætt. Sú trú á að markaðurinn geti leyst öll vandamál leiðir til þess að langtímahagsmunir samfélagsins, menntun, heilbrigði, félagslegt öryggi og jafnrétti, missa vægi. Fyrirtæki geta hagnast til skamms tíma, en ef samfélagið molnar innan frá hverfur grundvöllur til varanlegs vaxtar. Raunveruleg hagsæld er ekki mæld í vergri landsframleiðslu einni. Hún er mæld í því hvort börn fá góða menntun, hvort fólk hafi aðgang að húsnæði, hvort kynin njóta jafnra tækifæra og hvort almenningur hefur trú á framtíðinni. Þetta eru nauðsynlegar undirstöður samfélags, ekki hindranir. Að skilgreina þær sem byrði jafngildir því að hafna því sem hagsæld byggist á. Hér er ekki verið að hafna mikilvægi fyrirtækja eða markaðarins til framfara og til samfélagsins í heild, Þvert á móti. Það er ekki mótsögn að efla bæði framleiðni og félagslegt öryggi. Þvert á móti er það skilyrði sjálfbærs vaxtar. Fyrirtæki dafna innan sterks samfélags. Þau þurfa fyrirsjáanleika, traustar stoðir og innviði. Fyrirtæki eru stofnuð til að leysa vandamál en hagnaður er nauðsynleg forsenda þeirra. Það má ekki missa sjónar á því hver raunverulegur tilgangur þeirra er. Sjálfbær hagvöxtur byggir á þessu jafnvægi. Við styrkjum rekstrarumhverfið með því að þjóna samfélaginu betur: skapa störf, auka lífsgæði og byggja upp réttlátt, sanngjarnt og stöðugt samfélag. Hér má lesa tillögur Viðskiptaráðs: https://vi.is/umsagnir/leidarljos-fyrir-atvinnustefnu-islands Höfundur er viðskiptafræðinemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Tillögur Viðskiptaráðs til ríkisins um atvinnustefnu þess endurspegla hugsun sem setur rekstrarumhverfi fyrirtækja í fyrsta sæti, en gerir það á kostnað samfélagsins sem þau byggja á. Þar eru skattkerfið, regluverkið og opinber þjónusta sett fram sem hindranir á meðan grunnstoðir samfélagsins, heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfið, eru skilgreindar sem byrði. Í augum viðskiptaráðs er framleiðni, stöðugleiki og alþjóðleg samkeppnishæfni taldar lykilforsendur hagsældar: ef fyrirtæki dafna, skapast störf, aukin verðmætasköpun og þar með bætt lífskjör. Þetta sjónarhorn er ekki rangt í sjálfu sér, en það segir aðeins hálfa söguna. Á móti stendur sú sýn að hagsæld byggist ekki eingöngu á mælanlegum hagvaxtartölum heldur á því hvernig samfélagið heldur utan um fólk: hvort það hafi húsnæði, hvort það njóti jafnra tækifæra og hvort það búi við öryggi og traust til framtíðar. Það má segja að hér rekist tvö gildiskerfi á: annars vegar hagfræðileg skilgreining á árangri sem mælir framleiðni og verga landsframleiðslu á mann, hins vegar samfélagsleg sýn sem mælir gæði lífsins og styrk samheldninnar. Við getum ekki hunsað annað kerfið án þess að veikja hitt, því þau eru ekki andstæður heldur tvær hliðar sama tenings. Án félagslegs öryggis veikist framleiðnin; án framleiðni hrynur félagslegi grunnurinn. Sjálfbær hagvöxtur krefst þess að við samþættum bæði: öflugt rekstrarumhverfi fyrirtækja og sterkar samfélagsstoðir sem tryggja að hagsældin nýtist öllum. Því ef fólk hefur ekki kaupmátt, öryggi og aðgang að menntun hverfur sú undirstaða sem fyrirtækin sjálf hvíla á. Að líta á samfélagið sem hindrun er eins og að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar. Við sjáum þetta skýrt í orðræðu ráðsins í tillögunum: jafnlaunavottun verður „kostnaður“, húsnæðisstuðningur „skekkja“, öryrkjar „útgjaldavandi“ og menningarstarfsemi „sérhagsmunir“. Þetta er tungutak sem gerir manneskjuna ósýnilega. Það er ekki lengur spurt hvað samfélagið þarfnast, heldur hvernig það má laga að kröfum markaðarins. Afleiðingin af þessari hugsun er fyrirsjáanleg. Þegar ríkið hörfar og markaðsöflin ráða ein breikkar bilið milli þeirra sem hafa fjármagn og þeirra sem ekki hafa það. Það er ekki aðeins óréttlæti heldur bein ógn við samheldni og stöðugleika samfélagsins. Þegar fjölmiðlastuðningur er skorin niður og menningarstarfsemi sett undir sama hatt og hefðbundin fyrirtæki minnkar rýmið fyrir sjálfstæða umræðu og lýðræðislegt aðhald. Þegar raddir almennings og minnihlutahópa veikjast verður samfélagið sjálft brothætt. Sú trú á að markaðurinn geti leyst öll vandamál leiðir til þess að langtímahagsmunir samfélagsins, menntun, heilbrigði, félagslegt öryggi og jafnrétti, missa vægi. Fyrirtæki geta hagnast til skamms tíma, en ef samfélagið molnar innan frá hverfur grundvöllur til varanlegs vaxtar. Raunveruleg hagsæld er ekki mæld í vergri landsframleiðslu einni. Hún er mæld í því hvort börn fá góða menntun, hvort fólk hafi aðgang að húsnæði, hvort kynin njóta jafnra tækifæra og hvort almenningur hefur trú á framtíðinni. Þetta eru nauðsynlegar undirstöður samfélags, ekki hindranir. Að skilgreina þær sem byrði jafngildir því að hafna því sem hagsæld byggist á. Hér er ekki verið að hafna mikilvægi fyrirtækja eða markaðarins til framfara og til samfélagsins í heild, Þvert á móti. Það er ekki mótsögn að efla bæði framleiðni og félagslegt öryggi. Þvert á móti er það skilyrði sjálfbærs vaxtar. Fyrirtæki dafna innan sterks samfélags. Þau þurfa fyrirsjáanleika, traustar stoðir og innviði. Fyrirtæki eru stofnuð til að leysa vandamál en hagnaður er nauðsynleg forsenda þeirra. Það má ekki missa sjónar á því hver raunverulegur tilgangur þeirra er. Sjálfbær hagvöxtur byggir á þessu jafnvægi. Við styrkjum rekstrarumhverfið með því að þjóna samfélaginu betur: skapa störf, auka lífsgæði og byggja upp réttlátt, sanngjarnt og stöðugt samfélag. Hér má lesa tillögur Viðskiptaráðs: https://vi.is/umsagnir/leidarljos-fyrir-atvinnustefnu-islands Höfundur er viðskiptafræðinemi
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun