Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. september 2025 23:02 Vegurinn yfir Kjöl hefur á köflum verið erfiður í sumar og djúpar holur hafa myndast. Vísir/Lillý Ástand Kjalvegar hefur verið mjög slæmt á köflum í sumar. Ferðaþjónustufólk vill sjá úrbætur á veginum og að sem flestum verði gert kleift að njóta hálendisins. Kjalvegur er annar tveggja þekktustu fjallvega landsins. Hann liggur yfir miðhálendið um Kjöl frá Gullfossvegi í suðri að Svínvetningabraut í Blöndudal í norðri eða alls um 168 kílómetra leið. Vegurinn er að stærstum hluta malarvegur en rúmlega fimmtíu og þrír kílómetrar hans eru niðurgrafnir og nokkuð krókóttir. Þegar fréttastofa var á ferðinni um Kjöl á dögunum var ástandið mjög slæmt og mátti víða sjá djúpar holur. Magnús Orri Schram forstöðumaður nýrra áfangastaða hjá Bláa lóninu segir gestum í Kerlingarfjöllum hafa fjölgað.Vísir/Sigurjón Umferð um veginn hefur aukist töluvert á síðustu árum. Fyrir um tveimur árum var nýtt hótel tekið í notkun í Kerlingarfjöllum og baðstaður, í eigu Bláa lónsins, sem dregur að sér marga gesti. „Það eru bara sífellt fleiri að koma inn í Kerlingarfjöll sem veldur því að álagið á Kili er sífellt að aukast. Holurnar verða fleiri. Við erum í raun og veru í samtali við Vegagerðina um að sinna honum betur en skóinn kreppir hjá Vegagerðinni eins og öðrum og þess vegna er þetta svolítil barátta ég neita því ekki.“ Magnús Orri bendir á að mikil breyting gæti orðið ef vegurinn yrði hækkaður „Við erum ekki að tala um malbikaðan veg upp á hálendi heldur hins vegar að honum sé vel sinnt. Það væri ákjósanlegt ef Kjölur myndi standa aðeins upp úr sínu umhverfi. Hann er í raun og veru að stofni til niðurgrafinn ýtuslóð og það veldur því að fyrsti snjór á Kili sest í veginn og síðasti snjór á Kili fer úr veginum og það veldur miklu álagi. Við myndum svo gjarnan vilja sjá einhverjar vegabætur þar sem malarvegurinn yrði betur úr garði gerður fyrir þá fjölmörgu sem eru að koma upp eftir. Því við lítum svo á að þú átt ekki að þurfa að eiga stóran jeppa til að koma upp á hálendi Íslands.“ Vegagerð Ferðalög Ferðaþjónusta Hrunamannahreppur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Kjalvegur er annar tveggja þekktustu fjallvega landsins. Hann liggur yfir miðhálendið um Kjöl frá Gullfossvegi í suðri að Svínvetningabraut í Blöndudal í norðri eða alls um 168 kílómetra leið. Vegurinn er að stærstum hluta malarvegur en rúmlega fimmtíu og þrír kílómetrar hans eru niðurgrafnir og nokkuð krókóttir. Þegar fréttastofa var á ferðinni um Kjöl á dögunum var ástandið mjög slæmt og mátti víða sjá djúpar holur. Magnús Orri Schram forstöðumaður nýrra áfangastaða hjá Bláa lóninu segir gestum í Kerlingarfjöllum hafa fjölgað.Vísir/Sigurjón Umferð um veginn hefur aukist töluvert á síðustu árum. Fyrir um tveimur árum var nýtt hótel tekið í notkun í Kerlingarfjöllum og baðstaður, í eigu Bláa lónsins, sem dregur að sér marga gesti. „Það eru bara sífellt fleiri að koma inn í Kerlingarfjöll sem veldur því að álagið á Kili er sífellt að aukast. Holurnar verða fleiri. Við erum í raun og veru í samtali við Vegagerðina um að sinna honum betur en skóinn kreppir hjá Vegagerðinni eins og öðrum og þess vegna er þetta svolítil barátta ég neita því ekki.“ Magnús Orri bendir á að mikil breyting gæti orðið ef vegurinn yrði hækkaður „Við erum ekki að tala um malbikaðan veg upp á hálendi heldur hins vegar að honum sé vel sinnt. Það væri ákjósanlegt ef Kjölur myndi standa aðeins upp úr sínu umhverfi. Hann er í raun og veru að stofni til niðurgrafinn ýtuslóð og það veldur því að fyrsti snjór á Kili sest í veginn og síðasti snjór á Kili fer úr veginum og það veldur miklu álagi. Við myndum svo gjarnan vilja sjá einhverjar vegabætur þar sem malarvegurinn yrði betur úr garði gerður fyrir þá fjölmörgu sem eru að koma upp eftir. Því við lítum svo á að þú átt ekki að þurfa að eiga stóran jeppa til að koma upp á hálendi Íslands.“
Vegagerð Ferðalög Ferðaþjónusta Hrunamannahreppur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira