Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Lovísa Arnardóttir skrifar 29. ágúst 2025 08:31 Mikil fjölgun hefur verið í umsóknum um nám frá fólki frá ýmsum Afríkulöndum og Pakistan. Vísir/Vilhelm Umsóknum um dvalarleyfi námsmanna til Útlendingastofnunar fjölgaði um 40 prósent á milli ára. Hluti alþjóðlegra nemenda við Háskóla Íslands bíður eftir því að Útlendingastofnun samþykki umsókn þeirra um dvalarleyfi svo þeir geti hafið nám. Samkvæmt háskólanum þurfa þeir að vera á staðnum fyrstu vikuna í september og margir óttast að dvalarleyfið verði ekki samþykkt fyrir þann tíma. Mikil umræða hefur verið um málið í Facebook-hópi alþjóðlegra nemenda og gætir þar töluverðrar óánægju hjá þeim sem enn bíða eftir því að dvalarleyfið sé samþykkt. Þar er sérstaklega kvartað yfir því að deildarstjórar hjá háskólanum séu ekki samvinnufúsir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa hjá Útlendingastofnun. Samkvæmt svörum frá Útlendingastofnun um fjölda umsókna bárust í fyrra, á tímabilinu 1. mars til 1. ágúst 2024, alls 535 umsóknir um fyrsta dvalarleyfi vegna haustannar. Á sama tíma í ár hafa þær verið 744. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun er meira en helmingur umsókna frá umsækjendum sem þurfa vegabréfsáritun og mega ekki vera á landinu á meðan umsóknin er tekin til meðferðar. Flestar umsóknir frá Nígeríu Flestar umsóknir eru samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun frá Nígeríu, eða alls 138. Þar á eftir eru umsóknir frá Bandaríkjunum sem eru alls 127 og svo Pakistan en þær eru alls 91. Þá eru 79 umsóknir frá Gana og 60 frá Filippseyjum. Fimmtán til tuttugu umsóknir eru svo frá Úganda, Kamerún, Japan, Kanada og Bretlandi. Á vef Útlendingastofnunarinnar segir um umsókn um dvalarleyfi fyrir námsmenn að mikilvægt sé að byrja tímanlega að undirbúa umsókna um dvalarleyfi því það geti tekið tíma að útvega fylgigögn. Til að tryggt sé að dvalarleyfi verði afgreitt áður en skólahald hefst þurfi umsókn og fylgigögn að berast í síðasta lagi 1. júní vegna haustannar eða 1. nóvember vegna vorannar. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun voru 283 umsóknir af 744 lagðar fram eftir 1. júní. Það jafngildir um 38 prósent umsókna. Í svari til fréttastofu segir Alda Karen Svavarsdóttir, sviðsstjóri leyfasviðs, að engar breytingar hafi verið gerðar á umsóknarferli námsmanna eða afgreiðslu dvalarleyfa á grundvelli náms. Þeim hafi einfaldlega fjölgað verulega og hlutfall borist seint. „Umsækjendur um dvalarleyfi þurfa að leggja fram margvísleg gögn með umsókn sinni og er það hlutverk stofnunarinnar að yfirfara hvert mál á einstaklingsgrundvelli. Afgreiðslutími umsókna er misjafn og fer fyrst og fremst eftir því hversu fullnægjandi gögn fylgja umsóknum en í mörgum tilvikum þarf að óska eftir viðbótargögnum eða skoða gögn nánar og þá lengist afgreiðslutíminn,“ segir Alda Karen í svari sínu. Ferlið geti tekið langan tíma Samkvæmt heimasíðu Útlendingastofnunar þarf með hverri umsókn að fylgja kvittun fyrir greiðslu afgreiðslugjalds, passamynd, ljósrit vegabréfs, afrit af sakavottorði allra landa sem þau hafa verið búsett í síðustu fimm ár, staðfest sjúkratrygginga, staðfesting á inngöngu í nám og gögn um framfærslu. Það getur til dæmis verið staðfesting á því að þau eigi pening inni á reikning til að framfleyta þeim í nokkra mánuði eða að þau séu með vinnu hér á meðan námi stendur. Lágmarksframfærsla séu tæpar 300 þúsund krónur og séu þau að koma til að læra á haust- og vorönn geti þau þurft að sýna fram á að þau eigi um þrjár milljónir inni á bankareikning. Þá kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar að áritunarskyldir einstaklingar, það er þeir sem þurfa vegabréfsáritun til að koma til landsins, megi ekki vera staddir á landinu á meðan sótt er um dvalarleyfi og umsóknin til vinnslu. Íbúar til dæmis Schengen-landa þurfa ekki slíka áritun og gætu beðið á Íslandi á meðan umsókn er tekin fyrir. Það geta til dæmis íbúar Nígeríu og Pakistan ekki en eins og fram kom að ofan eru 229 umsóknir frá þessum tveimur löndum. Alvarlegt mál Abdullah Arif, alþjóðafulltrúi Röskvu, samtaka félagshyggjufólks innan Háskóla Íslands, segir málið alvarlegt. „Alþjóðlegir nemendur standi frammi fyrir fordæmalausri áskorun. Nemendur, sem hafi skilað umsóknum sínum um dvalarleyfi á réttum tíma, bíði enn eftir svari um dvalarleyfi. Á sama tíma hefur Háskóli Íslands tilkynnt þeim að ef þau mæti ekki fyrir 1. september verði inntaka þeirra í nám við skólann felld úr gildi. Þau sem hafi fengið dvalarleyfi samþykkt þurfi að senda vegabréf sín erlendis til að fá stimpil og það geti tafið umsóknina enn frekar. Þessi staða hefur skilið samfélag alþjóðlegra nemenda eftir í örvæntingu,“ segir Abdullah og að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná í Útlendingastofnun til að reyna að finna lausn á málinu fái þau engin svör frá embættinu. „Akademísk framtíð þeirra er nú í alvarlegri hættu,“ segir Abdullah. Hann segir þetta alvarlegt mál, ekki bara fyrir þessa nemendur, heldur geti það einnig haft áhrif á orðspor skólans og Íslands sem áfangastaðar fyrir alþjóðlega nemendur. Reglurnar skýrar og nemendur verði að vera á staðnum Friðrika Harðardóttir, sviðsstjóri alþjóðasviðs Háskóla Íslands, segir það skýrt í reglum að nemendur verði að vera komnir með dvalarleyfi til að hefja nám. Ferlið geti tekið langan tíma og því sé viðmið um að skila umsókn og öllum fylgigögnum fyrir 1. júní. Hún hafi heyrt af því að margir hafi ekki verið að gera það. Friðrika segir háskólann meðvitaðan um þessa umræðu og þessar tafir. Hluti nemenda geti mætt í skólann á meðan umsóknin er til meðferðar en þeir nemendur sem komi frá löndum þar sem sé gerð krafa um vegabréfsáritun geti það ekki. Þeir verði að bíða eftir dvalarleyfinu og því sé líklegt að hluti þeirra muni ekki geta nýtt sér það tækifæri að læra á Íslandi. Friðrika segir reglurnar alveg skýrar. Háskóli Íslands Friðrika segir þetta almennt tengjast því að nemendum hafi fjölgað mjög sem komi frá löndum sem þurfi slíka áritun, frá ýmsum Afríkulöndum og Pakistan til dæmis. Þessir nemendur sæki margir í að læra Íslensku sem annað mál. Greint var frá því fyrr í sumar að af níu þúsund umsóknum í HÍ hefðu flestar umsóknir borist í þá námsleið. Friðrika segir grunnnám við Háskóla Íslands almennt kennt á íslensku og því sæki margir nemendur fyrst þessa leið svo þeir geti síðar farið í grunnám í öðru fagi. Alþjóðlegir nemendur sæki þó einnig í ýmis meistaranám og doktorsnám en doktorsnám er ekki bundið við kennslu á íslensku eins og kennsla í grunn- og meistaranámi við skólann. Mikil fjölgun dvalarleyfa Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra fjallaði um dvalarleyfi í aðsendri grein á Vísi fyrr í mánuðinum. Þar kom til dæmis fram að á Íslandi hafi á árunum 2021 til 2023 verið gefin út fleiri dvalarleyfi á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum, mestur var munurinn miðað við Noreg þar sem munurinn var 64 prósent í hlutfalli við íbúafjölda, en minnstur í Svíþjóð og Finnlandi þar sem munurinn var átta prósent. Í grein dómsmálaráðherra kom einnig fram að 388 prósent fleiri dvalarleyfi til náms eru gefin út á Íslandi samanborið við Noreg. Háskólar Skóla- og menntamál Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Gjöld fyrir að fá dvalarleyfi eru að meðaltali um áttatíu prósent lægri hér á landi en í hinum Norðurlöndunum. Algengt verð fyrir dvalarleyfi á Íslandi eru sextán þúsund krónur en allt að 170 þúsund krónur á hinum Norðurlöndunum. 8. ágúst 2025 09:26 Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Formaður Eflingar segir dvalarleyfiskerfið á Íslandi ónýtt og fagnar breytingum í málaflokknum. Hún segir dæmi um að fólk sem kemur til landsins á grundvelli dvalarleyfa, sér í lagi til að starfa á snyrtistofum, leiti í vændi til að ná endum saman. 10. ágúst 2025 14:23 Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Prófessor í lögfræði telur að ástæða geti verið til að meta kostnað heilbrigðiskerfisins vegna fjölgunar efnahagslega óvirkra Evrópubúa hér á landi. Íslensk stjórnvöld veiti erlendum ríkisborgurum greiðari aðgang að sjúkratryggingakerfinu en þeim sé skylt. 16. ágúst 2025 07:02 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um málið í Facebook-hópi alþjóðlegra nemenda og gætir þar töluverðrar óánægju hjá þeim sem enn bíða eftir því að dvalarleyfið sé samþykkt. Þar er sérstaklega kvartað yfir því að deildarstjórar hjá háskólanum séu ekki samvinnufúsir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa hjá Útlendingastofnun. Samkvæmt svörum frá Útlendingastofnun um fjölda umsókna bárust í fyrra, á tímabilinu 1. mars til 1. ágúst 2024, alls 535 umsóknir um fyrsta dvalarleyfi vegna haustannar. Á sama tíma í ár hafa þær verið 744. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun er meira en helmingur umsókna frá umsækjendum sem þurfa vegabréfsáritun og mega ekki vera á landinu á meðan umsóknin er tekin til meðferðar. Flestar umsóknir frá Nígeríu Flestar umsóknir eru samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun frá Nígeríu, eða alls 138. Þar á eftir eru umsóknir frá Bandaríkjunum sem eru alls 127 og svo Pakistan en þær eru alls 91. Þá eru 79 umsóknir frá Gana og 60 frá Filippseyjum. Fimmtán til tuttugu umsóknir eru svo frá Úganda, Kamerún, Japan, Kanada og Bretlandi. Á vef Útlendingastofnunarinnar segir um umsókn um dvalarleyfi fyrir námsmenn að mikilvægt sé að byrja tímanlega að undirbúa umsókna um dvalarleyfi því það geti tekið tíma að útvega fylgigögn. Til að tryggt sé að dvalarleyfi verði afgreitt áður en skólahald hefst þurfi umsókn og fylgigögn að berast í síðasta lagi 1. júní vegna haustannar eða 1. nóvember vegna vorannar. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun voru 283 umsóknir af 744 lagðar fram eftir 1. júní. Það jafngildir um 38 prósent umsókna. Í svari til fréttastofu segir Alda Karen Svavarsdóttir, sviðsstjóri leyfasviðs, að engar breytingar hafi verið gerðar á umsóknarferli námsmanna eða afgreiðslu dvalarleyfa á grundvelli náms. Þeim hafi einfaldlega fjölgað verulega og hlutfall borist seint. „Umsækjendur um dvalarleyfi þurfa að leggja fram margvísleg gögn með umsókn sinni og er það hlutverk stofnunarinnar að yfirfara hvert mál á einstaklingsgrundvelli. Afgreiðslutími umsókna er misjafn og fer fyrst og fremst eftir því hversu fullnægjandi gögn fylgja umsóknum en í mörgum tilvikum þarf að óska eftir viðbótargögnum eða skoða gögn nánar og þá lengist afgreiðslutíminn,“ segir Alda Karen í svari sínu. Ferlið geti tekið langan tíma Samkvæmt heimasíðu Útlendingastofnunar þarf með hverri umsókn að fylgja kvittun fyrir greiðslu afgreiðslugjalds, passamynd, ljósrit vegabréfs, afrit af sakavottorði allra landa sem þau hafa verið búsett í síðustu fimm ár, staðfest sjúkratrygginga, staðfesting á inngöngu í nám og gögn um framfærslu. Það getur til dæmis verið staðfesting á því að þau eigi pening inni á reikning til að framfleyta þeim í nokkra mánuði eða að þau séu með vinnu hér á meðan námi stendur. Lágmarksframfærsla séu tæpar 300 þúsund krónur og séu þau að koma til að læra á haust- og vorönn geti þau þurft að sýna fram á að þau eigi um þrjár milljónir inni á bankareikning. Þá kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar að áritunarskyldir einstaklingar, það er þeir sem þurfa vegabréfsáritun til að koma til landsins, megi ekki vera staddir á landinu á meðan sótt er um dvalarleyfi og umsóknin til vinnslu. Íbúar til dæmis Schengen-landa þurfa ekki slíka áritun og gætu beðið á Íslandi á meðan umsókn er tekin fyrir. Það geta til dæmis íbúar Nígeríu og Pakistan ekki en eins og fram kom að ofan eru 229 umsóknir frá þessum tveimur löndum. Alvarlegt mál Abdullah Arif, alþjóðafulltrúi Röskvu, samtaka félagshyggjufólks innan Háskóla Íslands, segir málið alvarlegt. „Alþjóðlegir nemendur standi frammi fyrir fordæmalausri áskorun. Nemendur, sem hafi skilað umsóknum sínum um dvalarleyfi á réttum tíma, bíði enn eftir svari um dvalarleyfi. Á sama tíma hefur Háskóli Íslands tilkynnt þeim að ef þau mæti ekki fyrir 1. september verði inntaka þeirra í nám við skólann felld úr gildi. Þau sem hafi fengið dvalarleyfi samþykkt þurfi að senda vegabréf sín erlendis til að fá stimpil og það geti tafið umsóknina enn frekar. Þessi staða hefur skilið samfélag alþjóðlegra nemenda eftir í örvæntingu,“ segir Abdullah og að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná í Útlendingastofnun til að reyna að finna lausn á málinu fái þau engin svör frá embættinu. „Akademísk framtíð þeirra er nú í alvarlegri hættu,“ segir Abdullah. Hann segir þetta alvarlegt mál, ekki bara fyrir þessa nemendur, heldur geti það einnig haft áhrif á orðspor skólans og Íslands sem áfangastaðar fyrir alþjóðlega nemendur. Reglurnar skýrar og nemendur verði að vera á staðnum Friðrika Harðardóttir, sviðsstjóri alþjóðasviðs Háskóla Íslands, segir það skýrt í reglum að nemendur verði að vera komnir með dvalarleyfi til að hefja nám. Ferlið geti tekið langan tíma og því sé viðmið um að skila umsókn og öllum fylgigögnum fyrir 1. júní. Hún hafi heyrt af því að margir hafi ekki verið að gera það. Friðrika segir háskólann meðvitaðan um þessa umræðu og þessar tafir. Hluti nemenda geti mætt í skólann á meðan umsóknin er til meðferðar en þeir nemendur sem komi frá löndum þar sem sé gerð krafa um vegabréfsáritun geti það ekki. Þeir verði að bíða eftir dvalarleyfinu og því sé líklegt að hluti þeirra muni ekki geta nýtt sér það tækifæri að læra á Íslandi. Friðrika segir reglurnar alveg skýrar. Háskóli Íslands Friðrika segir þetta almennt tengjast því að nemendum hafi fjölgað mjög sem komi frá löndum sem þurfi slíka áritun, frá ýmsum Afríkulöndum og Pakistan til dæmis. Þessir nemendur sæki margir í að læra Íslensku sem annað mál. Greint var frá því fyrr í sumar að af níu þúsund umsóknum í HÍ hefðu flestar umsóknir borist í þá námsleið. Friðrika segir grunnnám við Háskóla Íslands almennt kennt á íslensku og því sæki margir nemendur fyrst þessa leið svo þeir geti síðar farið í grunnám í öðru fagi. Alþjóðlegir nemendur sæki þó einnig í ýmis meistaranám og doktorsnám en doktorsnám er ekki bundið við kennslu á íslensku eins og kennsla í grunn- og meistaranámi við skólann. Mikil fjölgun dvalarleyfa Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra fjallaði um dvalarleyfi í aðsendri grein á Vísi fyrr í mánuðinum. Þar kom til dæmis fram að á Íslandi hafi á árunum 2021 til 2023 verið gefin út fleiri dvalarleyfi á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum, mestur var munurinn miðað við Noreg þar sem munurinn var 64 prósent í hlutfalli við íbúafjölda, en minnstur í Svíþjóð og Finnlandi þar sem munurinn var átta prósent. Í grein dómsmálaráðherra kom einnig fram að 388 prósent fleiri dvalarleyfi til náms eru gefin út á Íslandi samanborið við Noreg.
Háskólar Skóla- og menntamál Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Gjöld fyrir að fá dvalarleyfi eru að meðaltali um áttatíu prósent lægri hér á landi en í hinum Norðurlöndunum. Algengt verð fyrir dvalarleyfi á Íslandi eru sextán þúsund krónur en allt að 170 þúsund krónur á hinum Norðurlöndunum. 8. ágúst 2025 09:26 Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Formaður Eflingar segir dvalarleyfiskerfið á Íslandi ónýtt og fagnar breytingum í málaflokknum. Hún segir dæmi um að fólk sem kemur til landsins á grundvelli dvalarleyfa, sér í lagi til að starfa á snyrtistofum, leiti í vændi til að ná endum saman. 10. ágúst 2025 14:23 Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Prófessor í lögfræði telur að ástæða geti verið til að meta kostnað heilbrigðiskerfisins vegna fjölgunar efnahagslega óvirkra Evrópubúa hér á landi. Íslensk stjórnvöld veiti erlendum ríkisborgurum greiðari aðgang að sjúkratryggingakerfinu en þeim sé skylt. 16. ágúst 2025 07:02 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Sjá meira
Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Gjöld fyrir að fá dvalarleyfi eru að meðaltali um áttatíu prósent lægri hér á landi en í hinum Norðurlöndunum. Algengt verð fyrir dvalarleyfi á Íslandi eru sextán þúsund krónur en allt að 170 þúsund krónur á hinum Norðurlöndunum. 8. ágúst 2025 09:26
Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Formaður Eflingar segir dvalarleyfiskerfið á Íslandi ónýtt og fagnar breytingum í málaflokknum. Hún segir dæmi um að fólk sem kemur til landsins á grundvelli dvalarleyfa, sér í lagi til að starfa á snyrtistofum, leiti í vændi til að ná endum saman. 10. ágúst 2025 14:23
Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Prófessor í lögfræði telur að ástæða geti verið til að meta kostnað heilbrigðiskerfisins vegna fjölgunar efnahagslega óvirkra Evrópubúa hér á landi. Íslensk stjórnvöld veiti erlendum ríkisborgurum greiðari aðgang að sjúkratryggingakerfinu en þeim sé skylt. 16. ágúst 2025 07:02