Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2025 16:45 Styrmir Snær svekktur eftir leik. vísir/hulda margrét Byrjunin á EM í körfubolta fór því miður ekki á besta veg. Ísland tapaði fyrir Ísrael, 83-71, í leik þar sem voru svo sannarlega tækifæri til staðar. Hún var svolítið sérstök stemningin í Spodek-höllinni fyrir leik. Ekki nema 3.000 manns í tæplega tólf þúsund manna höll. Leikurinn var líka rétt eftir hádegi og svolítið afslöppuð stemning. Eins og kannski eðlilegt var þá voru strákarnir pínu stífir og stressaðir í byrjun en það rann af þeim fljótlega. Það duldist engum að okkar menn voru meira en klárir. Ofboðsleg orka í liðinu og allir í fimmta gír. Tilbúnir að kasta sér í allt. Elvar Friðriksson dró vagninn fyrir okkar menn og því miður var Martin Hermannsson ískaldur. Þrátt fyrir það var Ísland vel inn í leiknum í hálfleik. Það munaði aðeins fjórum stigum. 36-32. Það var tækifæri. Því miður kviknaði ekki á Martin í seinni hálfleik og það var reyndar slökkt á öllu liðinu fyrstu mínútur seinni hálfleiks. Strákarnir neituðu samt að gefast upp og það var aðeins átta stiga munur eftir þrjá leikhluta. 60-52. Það var tækifæri. Þegar leikurinn var svo gott sem búinn áttu varamenn Íslands frábært áhlaup og minnkuðu muninn í tíu stig. Það var of lítið og of seint. Tækifærið var farið út um gluggann. Hrós á okkar menn að standa í Ísrael lungann úr leiknum. Það er aftur á móti alveg ljóst að við vinnum ekki svona gott lið þegar Martin Hermannsson á hauskúpuleik. Þriggja stiga nýtingin var síðan átakanlega léleg og hún verður að lagast í næstu leikjum. Elvar var stjarna leiksins og stigahæstur. Dró vagninn og steig upp er á þurfti að halda. Töffari. Tryggvi Snær var ótrúlegur undir körfunni þó svo hann fengi nánast enga hvíld fyrr en í blálokin. Það mun draga fljótt af stóra manninum í mótinu ef þjálfarateymið finnur ekki lausnir til þess að hvíla hann meira. Liðið á klárlega mikið inni eftir þennan leik. Orkustigið og ákefðin var til fyrirmyndar en það vantar meiri gæði. Það þýðir ekkert að gráta Björn bónda heldur þarf að safna liði. Það er risaverkefni á laugardag og þar ætlar Ísland að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Hún var svolítið sérstök stemningin í Spodek-höllinni fyrir leik. Ekki nema 3.000 manns í tæplega tólf þúsund manna höll. Leikurinn var líka rétt eftir hádegi og svolítið afslöppuð stemning. Eins og kannski eðlilegt var þá voru strákarnir pínu stífir og stressaðir í byrjun en það rann af þeim fljótlega. Það duldist engum að okkar menn voru meira en klárir. Ofboðsleg orka í liðinu og allir í fimmta gír. Tilbúnir að kasta sér í allt. Elvar Friðriksson dró vagninn fyrir okkar menn og því miður var Martin Hermannsson ískaldur. Þrátt fyrir það var Ísland vel inn í leiknum í hálfleik. Það munaði aðeins fjórum stigum. 36-32. Það var tækifæri. Því miður kviknaði ekki á Martin í seinni hálfleik og það var reyndar slökkt á öllu liðinu fyrstu mínútur seinni hálfleiks. Strákarnir neituðu samt að gefast upp og það var aðeins átta stiga munur eftir þrjá leikhluta. 60-52. Það var tækifæri. Þegar leikurinn var svo gott sem búinn áttu varamenn Íslands frábært áhlaup og minnkuðu muninn í tíu stig. Það var of lítið og of seint. Tækifærið var farið út um gluggann. Hrós á okkar menn að standa í Ísrael lungann úr leiknum. Það er aftur á móti alveg ljóst að við vinnum ekki svona gott lið þegar Martin Hermannsson á hauskúpuleik. Þriggja stiga nýtingin var síðan átakanlega léleg og hún verður að lagast í næstu leikjum. Elvar var stjarna leiksins og stigahæstur. Dró vagninn og steig upp er á þurfti að halda. Töffari. Tryggvi Snær var ótrúlegur undir körfunni þó svo hann fengi nánast enga hvíld fyrr en í blálokin. Það mun draga fljótt af stóra manninum í mótinu ef þjálfarateymið finnur ekki lausnir til þess að hvíla hann meira. Liðið á klárlega mikið inni eftir þennan leik. Orkustigið og ákefðin var til fyrirmyndar en það vantar meiri gæði. Það þýðir ekkert að gráta Björn bónda heldur þarf að safna liði. Það er risaverkefni á laugardag og þar ætlar Ísland að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira