Innlent

Heita­vatns­laust í öllum Grafar­vogi

Atli Ísleifsson skrifar
Grafarvogshverfi í Reykjavík.
Grafarvogshverfi í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Heitavatnslaust er í öllum Grafarvogi eftir að lögn bilaði í nótt. Viðgerð stendur yfir, en ekki er hægt að segja hversu lengi lokunin varir.

Frá þessu segir á vef Veitna. Þar kemur fram að fólki sé bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. 

„Húseigendum er bent á að huga að innanhússkerfum.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Við munum uppfæra á hér hvernig gengur. Ekki er hægt að segja hversu lengi lokunin varir,“ segir í tilkynningunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×