Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. ágúst 2025 23:15 Martin Hermannsson gat ekki leynt vonbrigðum sínum í kvöld frekar en aðrir leikmenn íslenska liðsins. vísir/hulda margrét Það er oftast hallærislegt að kenna dómurum um er þú tapar íþróttaleik en það er ekki annað hægt en að setja dómaratríóið í leik Íslands og Póllands undir smásjána. Það er langt síðan ég hef séð jafn skelfilega dómgæslu og undir lok leiksins í kvöld. Þetta var einfaldlega skandall! Ísland var komið yfir, Pólverjar að kikna undan pressunni og staðan afar góð fyrir íslenska liðið. Þá tók dómaratríóið til sinna ráða og sá einfaldlega til þess að Pólland vann leikinn. Íslenska liðið fékk ekki sanngjarnt tækifæri til þess að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti. Tríóið beit svo höfuðið af skömminni með því að flýja gólfið áður en íslenska liðið fékk tækifæri til þess að þakka þeim fyrir leikinn. Tríóið vissi upp á sig skömmina. Ótrúlegt að horfa á þetta. Eins og það var sárt að kasta frá sér sigrinum gegn Belgum þá er ekki síður sárt að tapa leik á þennan hátt. Að leiknum sjálfum þá verður að segjast eins og er að heilt yfir var þetta ekki góður leikur hjá okkar liði lengstum. Ofurmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason, sem virðist vera með stærsta bensíntank jarðar, bar liðið á bakinu nánast allan tímann. Ótrúlegur. Ægir Þór Steinarsson var í mögnuðum slag gegn Bandaríkjamanninum Jordan Lloyd allan tímann og stóð sig vel á báðum endum. Ótrúlega gaman að fylgjast með þessu einvígi. Það er svo annað hneykslið hjá FIBA að þessi ágæti Lloyd, sem hafði líklega ekki svo mikið sem flogið yfir Pólland fyrir um tveimur vikum síðan, skuli geta fengið ríkisborgararétt á korteri og svo spilað á stórmóti. Það er eitthvað verulega rangt við regluverkið þarna hjá FIBA. USA söngurinn hjá íslenskum áhorfendum er hann var á vítalínunni var síðan algjörlega stórkostlegur. Martin og Elvar Már voru úti að aka lengstum. Ég myndi telja líklegt að meiðsli væru að plaga Elvar en hann virtist meiðast í gær. Hann reif sig samt upp í lokin og var flottur þá. Martin hefur aftur á móti verið andlega fjarverandi allt mótið og munar um minna. Frammistaða hans því miður ótrúleg vonbrigði því allir vita að hann getur svo miklu meira en hann hefur sýnt. Liðið byrjaði leikinn skelfilega en sýndi síðan karakter að koma til baka þrátt fyrir að vera alls ekki að spila sinn besta leik. Það var nánast enginn að spila af eðlilegri getu fyrir utan Tryggva og Ægi. En liðið sýndi að það er með risastórt hjarta og það var ekkert lítið afrek að koma til baka í þessu gini ljónsins sem Spodek-höllin var í kvöld. Er strákarnir fengu síðan blóð á tennurnar undir lokin var bráðin rifin úr kjafti þeirra. Það var andskoti sárt. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
Það er langt síðan ég hef séð jafn skelfilega dómgæslu og undir lok leiksins í kvöld. Þetta var einfaldlega skandall! Ísland var komið yfir, Pólverjar að kikna undan pressunni og staðan afar góð fyrir íslenska liðið. Þá tók dómaratríóið til sinna ráða og sá einfaldlega til þess að Pólland vann leikinn. Íslenska liðið fékk ekki sanngjarnt tækifæri til þess að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti. Tríóið beit svo höfuðið af skömminni með því að flýja gólfið áður en íslenska liðið fékk tækifæri til þess að þakka þeim fyrir leikinn. Tríóið vissi upp á sig skömmina. Ótrúlegt að horfa á þetta. Eins og það var sárt að kasta frá sér sigrinum gegn Belgum þá er ekki síður sárt að tapa leik á þennan hátt. Að leiknum sjálfum þá verður að segjast eins og er að heilt yfir var þetta ekki góður leikur hjá okkar liði lengstum. Ofurmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason, sem virðist vera með stærsta bensíntank jarðar, bar liðið á bakinu nánast allan tímann. Ótrúlegur. Ægir Þór Steinarsson var í mögnuðum slag gegn Bandaríkjamanninum Jordan Lloyd allan tímann og stóð sig vel á báðum endum. Ótrúlega gaman að fylgjast með þessu einvígi. Það er svo annað hneykslið hjá FIBA að þessi ágæti Lloyd, sem hafði líklega ekki svo mikið sem flogið yfir Pólland fyrir um tveimur vikum síðan, skuli geta fengið ríkisborgararétt á korteri og svo spilað á stórmóti. Það er eitthvað verulega rangt við regluverkið þarna hjá FIBA. USA söngurinn hjá íslenskum áhorfendum er hann var á vítalínunni var síðan algjörlega stórkostlegur. Martin og Elvar Már voru úti að aka lengstum. Ég myndi telja líklegt að meiðsli væru að plaga Elvar en hann virtist meiðast í gær. Hann reif sig samt upp í lokin og var flottur þá. Martin hefur aftur á móti verið andlega fjarverandi allt mótið og munar um minna. Frammistaða hans því miður ótrúleg vonbrigði því allir vita að hann getur svo miklu meira en hann hefur sýnt. Liðið byrjaði leikinn skelfilega en sýndi síðan karakter að koma til baka þrátt fyrir að vera alls ekki að spila sinn besta leik. Það var nánast enginn að spila af eðlilegri getu fyrir utan Tryggva og Ægi. En liðið sýndi að það er með risastórt hjarta og það var ekkert lítið afrek að koma til baka í þessu gini ljónsins sem Spodek-höllin var í kvöld. Er strákarnir fengu síðan blóð á tennurnar undir lokin var bráðin rifin úr kjafti þeirra. Það var andskoti sárt.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira