„Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2025 08:00 Elvar Már Friðriksson og aðrir Íslendingar botnuðu ekkert í ákvörðunum dómaranna á lokakaflanum í Katowice í gærkvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Það er alltaf ömurlegt þegar leikir ráðast á einhverju svona bulli,“ sagði körfuboltaþjálfarinn Benedikt Guðmundsson þegar dómararnir fengu að finna fyrir því í umræðum eftir tap Íslands gegn Póllandi á EM í körfubolta í gær. Leikurinn var brotinn til mergjar í hlaðvarpinu Besta sætið og er hægt að hlusta á umræðuna hér að neðan. Fyrst urðu menn að fá að ræða aðeins dómgæsluna á lokamínútunum, þar sem íslenska liðið var svipt öllum möguleikum á sigri. Sóknarvilla á Tryggva Snæ Hlinason, óíþróttamannsleg villa á Elvar Má Friðriksson eftir afar langa skoðun á myndbandi, og þriggja skota villa á Ægi Þór Steinarsson voru meðal efniviðs í samsæriskenningar um að koma ætti heimaliði Póllands áfram í keppninni á kostnað Íslands. „Mér fannst þetta vera einbeittur brotavilji. Mér fannst þeir bara vera að leita að einhverju. Þegar maður horfir á körfuboltaleiki vill maður sjá leikmenn ráða úrslitum. Það var ekki þannig þarna. Þegar þau fóru í skjáinn til að skoða þetta atvik með Elvar þá hefði verið nóg að skoða þetta einu sinni og segja „no call“. Bara áfram með þetta,“ sagði Halldór Örn Halldórsson í þættinum. Allir voru svo sammála um að villan á Ægi í lokin hefði verið fáránleg. „Hann kom ekki við manninn,“ sagði Stefán Árni Pálsson sem stýrði þættinum. Craig Pedersen þjálfari Íslands fór ekki leynt með það hvílíkt hneyksli hefði að hans mati átt sér stað í gærkvöld og voru sérfræðingarnir ánægðir með hann. „Þetta var bara eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik. Að dómararnir ættu að vera 3-0 [með þrjá sigra en engin töp] eftir þennan leik. Þetta leit þannig út. Alveg ömurlegt. Ég var ánægður með þetta viðtal hjá Craig og hann lét alla heyra það,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson. „Ég skil hann vel. Hann er við öll í þessu dæmi,“ bætti Halldór við. Hægt er að hlusta á Besta sætið í heild á tal.is eða í öðrum hlaðvarpsveitum, eða í spilaranum hér ofar í greininni. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Besta sætið Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
Leikurinn var brotinn til mergjar í hlaðvarpinu Besta sætið og er hægt að hlusta á umræðuna hér að neðan. Fyrst urðu menn að fá að ræða aðeins dómgæsluna á lokamínútunum, þar sem íslenska liðið var svipt öllum möguleikum á sigri. Sóknarvilla á Tryggva Snæ Hlinason, óíþróttamannsleg villa á Elvar Má Friðriksson eftir afar langa skoðun á myndbandi, og þriggja skota villa á Ægi Þór Steinarsson voru meðal efniviðs í samsæriskenningar um að koma ætti heimaliði Póllands áfram í keppninni á kostnað Íslands. „Mér fannst þetta vera einbeittur brotavilji. Mér fannst þeir bara vera að leita að einhverju. Þegar maður horfir á körfuboltaleiki vill maður sjá leikmenn ráða úrslitum. Það var ekki þannig þarna. Þegar þau fóru í skjáinn til að skoða þetta atvik með Elvar þá hefði verið nóg að skoða þetta einu sinni og segja „no call“. Bara áfram með þetta,“ sagði Halldór Örn Halldórsson í þættinum. Allir voru svo sammála um að villan á Ægi í lokin hefði verið fáránleg. „Hann kom ekki við manninn,“ sagði Stefán Árni Pálsson sem stýrði þættinum. Craig Pedersen þjálfari Íslands fór ekki leynt með það hvílíkt hneyksli hefði að hans mati átt sér stað í gærkvöld og voru sérfræðingarnir ánægðir með hann. „Þetta var bara eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik. Að dómararnir ættu að vera 3-0 [með þrjá sigra en engin töp] eftir þennan leik. Þetta leit þannig út. Alveg ömurlegt. Ég var ánægður með þetta viðtal hjá Craig og hann lét alla heyra það,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson. „Ég skil hann vel. Hann er við öll í þessu dæmi,“ bætti Halldór við. Hægt er að hlusta á Besta sætið í heild á tal.is eða í öðrum hlaðvarpsveitum, eða í spilaranum hér ofar í greininni.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Besta sætið Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira