Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar 1. september 2025 10:00 Í maí á þessu ári rakst ég á mynd af eplum á netinu, eplunum var raðað saman eftir hversu skýr þau voru. Númer eitt var rautt og glansandi, númer tvö litdaufara, síðan svarthvítt og loks rétt svo mótaði fyrir útlínum. Og að lokum ekkert epli. Spurningin sem fylgdi var hversu vel maður sæi epli fyrir sér ef maður lokaði augunum. Ég sá ekkert epli, enda spurningin fáránleg. En ég uppgötvaði þá í framhaldinu, í fyrsta sinn, að annað fólk gæti séð allskonar hluti myndrænt fyrir sér. Meira að segja langflestir. Ég er með öðrum orðum með „afantasíu“, en innan við fimm prósent mannkyns eru sama marki brennd. Hugaraugað er það kallað, sem venjulegt fólk notar til að framkalla myndir í huganum. Fyrst um sinn fannst mér þetta galin tilhugun, að langflest fólk væri fært um að sjá hluti fyrir sér myndrænt. Jú, kannski gæti fólk á sterkum eiturlyfjum séð eitthvað fyrir sér í kollinum? Fólk í geðrofi? En ekki bara venjulegt fólk? Og ég þurfti að koma mér niður á jörðina. Jú, þetta getur fólk. Ég hringdi í ýmsa ættingja. Amma hélt að ég væri að missa það. Hún gat séð fyrir sér bláan bíl eins og ég sagði henni að gera strax eftir eftir að hún svaraði símanum. Bíllinn var meira að segja á ferð. Eftir þessa uppgötvun hugsaði ég, Hvort þetta ástand hafi hamlað mér á einhvern hátt? Og hvernig hefur það hjálpað mér mögulega? Mitt helsta áhugamál er skák og þetta ástand mitt virðist ekki trufla mig þar. Ég get verið nokkuð lunkinn við að reikna talvert fram í tímann. Ég get meira að segja teflt blindskák. Mér skilst á þessum venjulegu skákmönnum (ef þeir eru til) að þeir sjái fyrir sér borðið, allt eða í heild, og leiki einfaldlega mönnunum á borðinu í huganum. Fáránleg tilhugsun finnst mér, hlýtur að vera svindl! En þegar ég tefli blindskák er engin þörf á að loka augunum og engin þörf að sjá neitt - reitir borðsins eru 64 og hafa sín nöfn (a1, c7), og ef ég veit á hvaða reitum mennirnir eru hverju sinni veit ég alveg hvernig staðan er. Ég sé það ekki. Ég bara veit það. Á enskunni er þetta kallað „conseptual thinking” og mig grunar að ég gæti verið ögn glúrinn í þeim fræðum, mögulega því mig vantar algjörlega hið sjónræna. Sama niðurstaða, önnur aðferð! Einnig les ég mikið. En ég uppgötvaði líka að við lestur sér venjulega fólkið jafnvel fyrir sér atburðarrás bókarinnar sem það er að lesa, meðan ég sé bara pappír. Það rifjast upp fyrir mér tímar í menntaskóla og háskóla þar sem spurt var hvernig maður sæi hitt og þetta fyrir sér við lestur fagurbókmennta. Ég hló bara að þessu innra með mér (ég er þó allavega með rödd í huganum…) og velti fyrir mér hvaða voðalega myndmál þetta væri, allt í einu voru allir orðnir svo ljóðrænir. Einnig rifjast upp hugleiðslunámskeið sem ég sótti þar sem fólk var beðið um að segja hvað það sá, á einhverri meintri strönd sem jóginn sagði að við værum stödd á. Til að móðga ekki jógana bullaði ég eitthvað um sandinn og öldurnar sem ég sá vissulega ekki. Ég er ratvís. Ef ég hef heimsótt stað einu sinni get ég valsað þar um án þess að kíkja í símann. Ég hefði giskað á að maður með afantasíu gæti varla verið ratvís, en svo er ekki! Þetta er ruglandi. Því meira sem ég les mig til því minna skil ég. Einnig dreymir mig. En sjaldan, og þegar mig dreymir er það einhver steypa. En sjónræn steypa! Þannig að um leið og ég vakna - þá slokknar á hugarauganu. Ég lærði sagnfræði og hef dálítið velt fyrir mér minni, þá sérstaklega kynslóðaminninu og áhrif trámatískra atburða á líf fólks. Eftir að ég uppgötvaði að fólk getur séð fyrir sér annað fólk og liðna atburði í huganum, þá fannst mér ég skilja betur ýmsar hugmyndir fræðimanna um minnið. Og í leiðinni skildi ég að sumt um minnið á ekki við mig. Ég man hluti og get fært þá í orð, en get ekki endurupplifað þá. Eins og það er nú leiðinlegt, að geta ekki endurupplifað góða hluti, þá finnst mér nú ágætt, að geta ekki endurupplifað slæma huti. Ég hafði því kannski ekki misst af svo miklu í þau 25 ár sem ég lifði án þess að vita að ég hefði ekki „hugaraugað”. En að lokum verð ég að segja að mér finnst samt dálítið leiðinlegt að heyra að venjulegt fólk geti séð fyrir sér í huganum fólkið sem því þykir vænt um. Það get ég ekki. Ég gæti til dæmis aldrei séð mömmu fyrir mér, eða afa minn sem dó fyrir 12 árum og mér þótti svo skemmtilegur. En ég get heyrt röddina hans, og auðvitað skoðað myndir. Myndir af afa, myndir af eplum. Sérð þú eplið? Höfundur er ritstjóri tímaritsins Skákar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í maí á þessu ári rakst ég á mynd af eplum á netinu, eplunum var raðað saman eftir hversu skýr þau voru. Númer eitt var rautt og glansandi, númer tvö litdaufara, síðan svarthvítt og loks rétt svo mótaði fyrir útlínum. Og að lokum ekkert epli. Spurningin sem fylgdi var hversu vel maður sæi epli fyrir sér ef maður lokaði augunum. Ég sá ekkert epli, enda spurningin fáránleg. En ég uppgötvaði þá í framhaldinu, í fyrsta sinn, að annað fólk gæti séð allskonar hluti myndrænt fyrir sér. Meira að segja langflestir. Ég er með öðrum orðum með „afantasíu“, en innan við fimm prósent mannkyns eru sama marki brennd. Hugaraugað er það kallað, sem venjulegt fólk notar til að framkalla myndir í huganum. Fyrst um sinn fannst mér þetta galin tilhugun, að langflest fólk væri fært um að sjá hluti fyrir sér myndrænt. Jú, kannski gæti fólk á sterkum eiturlyfjum séð eitthvað fyrir sér í kollinum? Fólk í geðrofi? En ekki bara venjulegt fólk? Og ég þurfti að koma mér niður á jörðina. Jú, þetta getur fólk. Ég hringdi í ýmsa ættingja. Amma hélt að ég væri að missa það. Hún gat séð fyrir sér bláan bíl eins og ég sagði henni að gera strax eftir eftir að hún svaraði símanum. Bíllinn var meira að segja á ferð. Eftir þessa uppgötvun hugsaði ég, Hvort þetta ástand hafi hamlað mér á einhvern hátt? Og hvernig hefur það hjálpað mér mögulega? Mitt helsta áhugamál er skák og þetta ástand mitt virðist ekki trufla mig þar. Ég get verið nokkuð lunkinn við að reikna talvert fram í tímann. Ég get meira að segja teflt blindskák. Mér skilst á þessum venjulegu skákmönnum (ef þeir eru til) að þeir sjái fyrir sér borðið, allt eða í heild, og leiki einfaldlega mönnunum á borðinu í huganum. Fáránleg tilhugsun finnst mér, hlýtur að vera svindl! En þegar ég tefli blindskák er engin þörf á að loka augunum og engin þörf að sjá neitt - reitir borðsins eru 64 og hafa sín nöfn (a1, c7), og ef ég veit á hvaða reitum mennirnir eru hverju sinni veit ég alveg hvernig staðan er. Ég sé það ekki. Ég bara veit það. Á enskunni er þetta kallað „conseptual thinking” og mig grunar að ég gæti verið ögn glúrinn í þeim fræðum, mögulega því mig vantar algjörlega hið sjónræna. Sama niðurstaða, önnur aðferð! Einnig les ég mikið. En ég uppgötvaði líka að við lestur sér venjulega fólkið jafnvel fyrir sér atburðarrás bókarinnar sem það er að lesa, meðan ég sé bara pappír. Það rifjast upp fyrir mér tímar í menntaskóla og háskóla þar sem spurt var hvernig maður sæi hitt og þetta fyrir sér við lestur fagurbókmennta. Ég hló bara að þessu innra með mér (ég er þó allavega með rödd í huganum…) og velti fyrir mér hvaða voðalega myndmál þetta væri, allt í einu voru allir orðnir svo ljóðrænir. Einnig rifjast upp hugleiðslunámskeið sem ég sótti þar sem fólk var beðið um að segja hvað það sá, á einhverri meintri strönd sem jóginn sagði að við værum stödd á. Til að móðga ekki jógana bullaði ég eitthvað um sandinn og öldurnar sem ég sá vissulega ekki. Ég er ratvís. Ef ég hef heimsótt stað einu sinni get ég valsað þar um án þess að kíkja í símann. Ég hefði giskað á að maður með afantasíu gæti varla verið ratvís, en svo er ekki! Þetta er ruglandi. Því meira sem ég les mig til því minna skil ég. Einnig dreymir mig. En sjaldan, og þegar mig dreymir er það einhver steypa. En sjónræn steypa! Þannig að um leið og ég vakna - þá slokknar á hugarauganu. Ég lærði sagnfræði og hef dálítið velt fyrir mér minni, þá sérstaklega kynslóðaminninu og áhrif trámatískra atburða á líf fólks. Eftir að ég uppgötvaði að fólk getur séð fyrir sér annað fólk og liðna atburði í huganum, þá fannst mér ég skilja betur ýmsar hugmyndir fræðimanna um minnið. Og í leiðinni skildi ég að sumt um minnið á ekki við mig. Ég man hluti og get fært þá í orð, en get ekki endurupplifað þá. Eins og það er nú leiðinlegt, að geta ekki endurupplifað góða hluti, þá finnst mér nú ágætt, að geta ekki endurupplifað slæma huti. Ég hafði því kannski ekki misst af svo miklu í þau 25 ár sem ég lifði án þess að vita að ég hefði ekki „hugaraugað”. En að lokum verð ég að segja að mér finnst samt dálítið leiðinlegt að heyra að venjulegt fólk geti séð fyrir sér í huganum fólkið sem því þykir vænt um. Það get ég ekki. Ég gæti til dæmis aldrei séð mömmu fyrir mér, eða afa minn sem dó fyrir 12 árum og mér þótti svo skemmtilegur. En ég get heyrt röddina hans, og auðvitað skoðað myndir. Myndir af afa, myndir af eplum. Sérð þú eplið? Höfundur er ritstjóri tímaritsins Skákar.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun