„Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2025 12:47 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, fór yfir málin eftir að sambandið lagði fram kvörtun til FIBA vegna dómgæslunnar á EM. vísir/Hulda Margrét Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, segir það hafa verið nauðsynlegt skref að leggja fram formlega kvörtun til FIBA vegna mistaka dómaranna á lokakaflanum í tapi Íslands gegn Póllandi á EM í körfubolta í gær. Úrslitin breytist ekki en Ísland geti ekki látið valta svona yfir sig án þess að láta í sér heyra. Hannes hefur átt fjölmörg samtöl við kollega og aðra víða um Evrópu eftir tapið í gær, þar sem ákvarðanir dómaranna á lokamínútunum sviptu íslenska liðið möguleika á fræknum sigri gegn heimamönnum. „Mér finnst óheiðarlegt hvernig þessar síðustu mínútur fóru. Ég get ekki sagt til um hvað fór í gegnum hausinn á dómurunum annað en að það hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga,“ sagði Hannes við Sýn í dag en viðtalið við hann má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Hannes um hneykslið í Póllandi Eins og fyrr segir hefur KKÍ nú lagt fram formlega kvörtun vegna dómaranna en Hannes segir alveg ljóst að úrslit leiksins muni standa, sama hvað annað gerist. „Þetta er bara formleg kvörtun til FIBA varðandi síðustu mínútur leiksins í gær. Hegðun dómaranna og öll þessi mistök sem voru gerð og við sjáum. Óska eftir því að vita hvernig FIBA er að fara að vinna málið áfram í framhaldinu og hvað verður gert. Núna er það komið af stað. Við vitum ekki mikið meira hvað verður,“ sagði Hannes. „Við erum búin að eiga símtöl og samtöl við alls konar fólk um alla Evrópu frá því í gærkvöldi og ég held að það séu nánast allir á sama máli og við. Ég held að meira að segja Pólverjarnir séu sammála okkur. Það sjá allir að það var eitthvað ofboðslega skrýtið sem átti sér stað þessar síðustu mínútur,“ sagði framkvæmdastjórinn. Hannes segir menn þó ekki vongóða um að kvörtunin skili einhverju. „Nei. Það er stutta svarið. En mér finnst mikilvægt að það komi kvörtun og að það heyrist í okkur. Að við séum ekki að láta valta yfir okkur með þessu.“ Ísland hefur nú tapað öllum þremur leikjum sínum á EM og á eftir tvo risaleiki við Slóveníu og Frakkland. Hannes hvetur fólk til að fara núna að huga að þeim leikjum: „Við erum búin að gera það sem við getum gert og getum farið að hugsa um eitthvað annað. Núna er næsta skref fyrir okkur, liðið og áhangendur okkar hérna úti að hugsa um eitthvað annað. Þetta er hundfúlt en þetta er búið og við breytum þessu ekki. Það er alveg á hreinu. Úrslitin breytast ekki í þessu. Núna er að leggja þetta til hliðar og huga að næsta leik.“ EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Alþjóðadómari til margra ára segir frammistöðu dómaratríósins í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta í gær til skammar. Allar stórar ákvarðanir féllu með heimamönnum undir lok leiks, og hver einasta hafi verið röng. 1. september 2025 09:24 Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Það er oftast hallærislegt að kenna dómurum um er þú tapar íþróttaleik en það er ekki annað hægt en að setja dómaratríóið í leik Íslands og Póllands undir smásjána. 31. ágúst 2025 23:15 Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira
Hannes hefur átt fjölmörg samtöl við kollega og aðra víða um Evrópu eftir tapið í gær, þar sem ákvarðanir dómaranna á lokamínútunum sviptu íslenska liðið möguleika á fræknum sigri gegn heimamönnum. „Mér finnst óheiðarlegt hvernig þessar síðustu mínútur fóru. Ég get ekki sagt til um hvað fór í gegnum hausinn á dómurunum annað en að það hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga,“ sagði Hannes við Sýn í dag en viðtalið við hann má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Hannes um hneykslið í Póllandi Eins og fyrr segir hefur KKÍ nú lagt fram formlega kvörtun vegna dómaranna en Hannes segir alveg ljóst að úrslit leiksins muni standa, sama hvað annað gerist. „Þetta er bara formleg kvörtun til FIBA varðandi síðustu mínútur leiksins í gær. Hegðun dómaranna og öll þessi mistök sem voru gerð og við sjáum. Óska eftir því að vita hvernig FIBA er að fara að vinna málið áfram í framhaldinu og hvað verður gert. Núna er það komið af stað. Við vitum ekki mikið meira hvað verður,“ sagði Hannes. „Við erum búin að eiga símtöl og samtöl við alls konar fólk um alla Evrópu frá því í gærkvöldi og ég held að það séu nánast allir á sama máli og við. Ég held að meira að segja Pólverjarnir séu sammála okkur. Það sjá allir að það var eitthvað ofboðslega skrýtið sem átti sér stað þessar síðustu mínútur,“ sagði framkvæmdastjórinn. Hannes segir menn þó ekki vongóða um að kvörtunin skili einhverju. „Nei. Það er stutta svarið. En mér finnst mikilvægt að það komi kvörtun og að það heyrist í okkur. Að við séum ekki að láta valta yfir okkur með þessu.“ Ísland hefur nú tapað öllum þremur leikjum sínum á EM og á eftir tvo risaleiki við Slóveníu og Frakkland. Hannes hvetur fólk til að fara núna að huga að þeim leikjum: „Við erum búin að gera það sem við getum gert og getum farið að hugsa um eitthvað annað. Núna er næsta skref fyrir okkur, liðið og áhangendur okkar hérna úti að hugsa um eitthvað annað. Þetta er hundfúlt en þetta er búið og við breytum þessu ekki. Það er alveg á hreinu. Úrslitin breytast ekki í þessu. Núna er að leggja þetta til hliðar og huga að næsta leik.“
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Alþjóðadómari til margra ára segir frammistöðu dómaratríósins í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta í gær til skammar. Allar stórar ákvarðanir féllu með heimamönnum undir lok leiks, og hver einasta hafi verið röng. 1. september 2025 09:24 Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Það er oftast hallærislegt að kenna dómurum um er þú tapar íþróttaleik en það er ekki annað hægt en að setja dómaratríóið í leik Íslands og Póllands undir smásjána. 31. ágúst 2025 23:15 Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira
Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Alþjóðadómari til margra ára segir frammistöðu dómaratríósins í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta í gær til skammar. Allar stórar ákvarðanir féllu með heimamönnum undir lok leiks, og hver einasta hafi verið röng. 1. september 2025 09:24
Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Það er oftast hallærislegt að kenna dómurum um er þú tapar íþróttaleik en það er ekki annað hægt en að setja dómaratríóið í leik Íslands og Póllands undir smásjána. 31. ágúst 2025 23:15