„Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2025 12:47 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, fór yfir málin eftir að sambandið lagði fram kvörtun til FIBA vegna dómgæslunnar á EM. vísir/Hulda Margrét Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, segir það hafa verið nauðsynlegt skref að leggja fram formlega kvörtun til FIBA vegna mistaka dómaranna á lokakaflanum í tapi Íslands gegn Póllandi á EM í körfubolta í gær. Úrslitin breytist ekki en Ísland geti ekki látið valta svona yfir sig án þess að láta í sér heyra. Hannes hefur átt fjölmörg samtöl við kollega og aðra víða um Evrópu eftir tapið í gær, þar sem ákvarðanir dómaranna á lokamínútunum sviptu íslenska liðið möguleika á fræknum sigri gegn heimamönnum. „Mér finnst óheiðarlegt hvernig þessar síðustu mínútur fóru. Ég get ekki sagt til um hvað fór í gegnum hausinn á dómurunum annað en að það hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga,“ sagði Hannes við Sýn í dag en viðtalið við hann má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Hannes um hneykslið í Póllandi Eins og fyrr segir hefur KKÍ nú lagt fram formlega kvörtun vegna dómaranna en Hannes segir alveg ljóst að úrslit leiksins muni standa, sama hvað annað gerist. „Þetta er bara formleg kvörtun til FIBA varðandi síðustu mínútur leiksins í gær. Hegðun dómaranna og öll þessi mistök sem voru gerð og við sjáum. Óska eftir því að vita hvernig FIBA er að fara að vinna málið áfram í framhaldinu og hvað verður gert. Núna er það komið af stað. Við vitum ekki mikið meira hvað verður,“ sagði Hannes. „Við erum búin að eiga símtöl og samtöl við alls konar fólk um alla Evrópu frá því í gærkvöldi og ég held að það séu nánast allir á sama máli og við. Ég held að meira að segja Pólverjarnir séu sammála okkur. Það sjá allir að það var eitthvað ofboðslega skrýtið sem átti sér stað þessar síðustu mínútur,“ sagði framkvæmdastjórinn. Hannes segir menn þó ekki vongóða um að kvörtunin skili einhverju. „Nei. Það er stutta svarið. En mér finnst mikilvægt að það komi kvörtun og að það heyrist í okkur. Að við séum ekki að láta valta yfir okkur með þessu.“ Ísland hefur nú tapað öllum þremur leikjum sínum á EM og á eftir tvo risaleiki við Slóveníu og Frakkland. Hannes hvetur fólk til að fara núna að huga að þeim leikjum: „Við erum búin að gera það sem við getum gert og getum farið að hugsa um eitthvað annað. Núna er næsta skref fyrir okkur, liðið og áhangendur okkar hérna úti að hugsa um eitthvað annað. Þetta er hundfúlt en þetta er búið og við breytum þessu ekki. Það er alveg á hreinu. Úrslitin breytast ekki í þessu. Núna er að leggja þetta til hliðar og huga að næsta leik.“ EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Alþjóðadómari til margra ára segir frammistöðu dómaratríósins í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta í gær til skammar. Allar stórar ákvarðanir féllu með heimamönnum undir lok leiks, og hver einasta hafi verið röng. 1. september 2025 09:24 Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Það er oftast hallærislegt að kenna dómurum um er þú tapar íþróttaleik en það er ekki annað hægt en að setja dómaratríóið í leik Íslands og Póllands undir smásjána. 31. ágúst 2025 23:15 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Sjá meira
Hannes hefur átt fjölmörg samtöl við kollega og aðra víða um Evrópu eftir tapið í gær, þar sem ákvarðanir dómaranna á lokamínútunum sviptu íslenska liðið möguleika á fræknum sigri gegn heimamönnum. „Mér finnst óheiðarlegt hvernig þessar síðustu mínútur fóru. Ég get ekki sagt til um hvað fór í gegnum hausinn á dómurunum annað en að það hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga,“ sagði Hannes við Sýn í dag en viðtalið við hann má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Hannes um hneykslið í Póllandi Eins og fyrr segir hefur KKÍ nú lagt fram formlega kvörtun vegna dómaranna en Hannes segir alveg ljóst að úrslit leiksins muni standa, sama hvað annað gerist. „Þetta er bara formleg kvörtun til FIBA varðandi síðustu mínútur leiksins í gær. Hegðun dómaranna og öll þessi mistök sem voru gerð og við sjáum. Óska eftir því að vita hvernig FIBA er að fara að vinna málið áfram í framhaldinu og hvað verður gert. Núna er það komið af stað. Við vitum ekki mikið meira hvað verður,“ sagði Hannes. „Við erum búin að eiga símtöl og samtöl við alls konar fólk um alla Evrópu frá því í gærkvöldi og ég held að það séu nánast allir á sama máli og við. Ég held að meira að segja Pólverjarnir séu sammála okkur. Það sjá allir að það var eitthvað ofboðslega skrýtið sem átti sér stað þessar síðustu mínútur,“ sagði framkvæmdastjórinn. Hannes segir menn þó ekki vongóða um að kvörtunin skili einhverju. „Nei. Það er stutta svarið. En mér finnst mikilvægt að það komi kvörtun og að það heyrist í okkur. Að við séum ekki að láta valta yfir okkur með þessu.“ Ísland hefur nú tapað öllum þremur leikjum sínum á EM og á eftir tvo risaleiki við Slóveníu og Frakkland. Hannes hvetur fólk til að fara núna að huga að þeim leikjum: „Við erum búin að gera það sem við getum gert og getum farið að hugsa um eitthvað annað. Núna er næsta skref fyrir okkur, liðið og áhangendur okkar hérna úti að hugsa um eitthvað annað. Þetta er hundfúlt en þetta er búið og við breytum þessu ekki. Það er alveg á hreinu. Úrslitin breytast ekki í þessu. Núna er að leggja þetta til hliðar og huga að næsta leik.“
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Alþjóðadómari til margra ára segir frammistöðu dómaratríósins í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta í gær til skammar. Allar stórar ákvarðanir féllu með heimamönnum undir lok leiks, og hver einasta hafi verið röng. 1. september 2025 09:24 Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Það er oftast hallærislegt að kenna dómurum um er þú tapar íþróttaleik en það er ekki annað hægt en að setja dómaratríóið í leik Íslands og Póllands undir smásjána. 31. ágúst 2025 23:15 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Sjá meira
Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Alþjóðadómari til margra ára segir frammistöðu dómaratríósins í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta í gær til skammar. Allar stórar ákvarðanir féllu með heimamönnum undir lok leiks, og hver einasta hafi verið röng. 1. september 2025 09:24
Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Það er oftast hallærislegt að kenna dómurum um er þú tapar íþróttaleik en það er ekki annað hægt en að setja dómaratríóið í leik Íslands og Póllands undir smásjána. 31. ágúst 2025 23:15