Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar 2. september 2025 11:32 Mannsheilinn vinnur þannig úr upplýsingum og áreiti að við venjumst flestu sé það endurtekið nógu oft. Til dæmis erum við flest orðin vön því að sjá ofbeldisfullar bíómyndir án þess að verða mjög hrædd. Ef ofbeldið væri að gerast fyrir framan okkur myndi viðvörunarkerfi heilans hins vegar að öllum líkindum bregðast við af alefli og við myndum flýja, berjast eða frjósa. Nú lifum við í heimi þar sem verið er að myrða, pynta, svelta og pína heila þjóð og við sjáum það á myndefni sem berst okkur dags daglega. Við erum ekki á staðnum, viðvörunarkerfið bregst ekki við með oforsi en við vitum á sama tíma full vel að þetta er engin bíómynd. Við sjáum raunverulegar, hryllilegar upptökur af alvöru fólki, yndislegum börnum sem reyna að lifa af viðbjóðslegan hrottaskap og neyð sem ekkert okkar vill að nokkur maður þurfi að upplifa. Hvernig bregst heilinn við þá? Sennilega finnum við meðal annars fyrir hryllingi og sorg. Finnst þetta átakanlegt og við vildum óska að friður gæti ríkt. En eru þau viðbrögð í röklegu samræmi við það sem er raunverulega að gerast? Það er þekkt að samkennd er sterkari með þeim sem við eigum mest sameiginlegt með. Þetta er í eðli mannskepnunnar og fleiri spendýra og er þróunarfræðilega gamall eiginleiki. Einnig er þekkt að okkur hættir til að standa hjá ef við teljum aðra vera að hjálpa eða teljum það í verkahring annara að sjá um stuðning við þá sem eru í neyð. Báðir þessir þættir eru skiljanlegir og eðlilegir. En hvað gerum við þá? Ekkert? Jú, við gerum eitthvað! Við höfum nefnilega mjög þróaðan og fjölhæfan framheila sem býr yfir þessari líka fínu rökhugsun og skipulagshæfileikum. Þetta notum við til að fylgja sannfæringu okkar um að ekkert barn í heiminum ætti að upplifa eitt augnablik af þeim hryllingi sem viðgengst í Palestínu. Við getum sýnt í verki að okkur er alls ekki sama. Við getum sýnt í verki samstöðu okkar sem þjóðar. Samstöðu með annari þjóð langt í burtu. Heil þjóð sem stendur saman með annari þjóð sem er full örvæntingar og kallar á hjálp. Mig langar að þakka þeim sem hafa unnið að vakningu okkar hinna. Þeim sem hafa stutt fjölskyldur á Gaza í marga mánuði með samskiptum, úrræðum og fjármunum. Það er kominn tími á að við séum með þeim. Ég held það verði gott fyrir okkur að mæta sem þjóð og standa saman gegn þjóðarmorði. Hittumst á laugardaginn 6. september kl. 14. Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Stykkishólmi og Egilsstöðum. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Sjá meira
Mannsheilinn vinnur þannig úr upplýsingum og áreiti að við venjumst flestu sé það endurtekið nógu oft. Til dæmis erum við flest orðin vön því að sjá ofbeldisfullar bíómyndir án þess að verða mjög hrædd. Ef ofbeldið væri að gerast fyrir framan okkur myndi viðvörunarkerfi heilans hins vegar að öllum líkindum bregðast við af alefli og við myndum flýja, berjast eða frjósa. Nú lifum við í heimi þar sem verið er að myrða, pynta, svelta og pína heila þjóð og við sjáum það á myndefni sem berst okkur dags daglega. Við erum ekki á staðnum, viðvörunarkerfið bregst ekki við með oforsi en við vitum á sama tíma full vel að þetta er engin bíómynd. Við sjáum raunverulegar, hryllilegar upptökur af alvöru fólki, yndislegum börnum sem reyna að lifa af viðbjóðslegan hrottaskap og neyð sem ekkert okkar vill að nokkur maður þurfi að upplifa. Hvernig bregst heilinn við þá? Sennilega finnum við meðal annars fyrir hryllingi og sorg. Finnst þetta átakanlegt og við vildum óska að friður gæti ríkt. En eru þau viðbrögð í röklegu samræmi við það sem er raunverulega að gerast? Það er þekkt að samkennd er sterkari með þeim sem við eigum mest sameiginlegt með. Þetta er í eðli mannskepnunnar og fleiri spendýra og er þróunarfræðilega gamall eiginleiki. Einnig er þekkt að okkur hættir til að standa hjá ef við teljum aðra vera að hjálpa eða teljum það í verkahring annara að sjá um stuðning við þá sem eru í neyð. Báðir þessir þættir eru skiljanlegir og eðlilegir. En hvað gerum við þá? Ekkert? Jú, við gerum eitthvað! Við höfum nefnilega mjög þróaðan og fjölhæfan framheila sem býr yfir þessari líka fínu rökhugsun og skipulagshæfileikum. Þetta notum við til að fylgja sannfæringu okkar um að ekkert barn í heiminum ætti að upplifa eitt augnablik af þeim hryllingi sem viðgengst í Palestínu. Við getum sýnt í verki að okkur er alls ekki sama. Við getum sýnt í verki samstöðu okkar sem þjóðar. Samstöðu með annari þjóð langt í burtu. Heil þjóð sem stendur saman með annari þjóð sem er full örvæntingar og kallar á hjálp. Mig langar að þakka þeim sem hafa unnið að vakningu okkar hinna. Þeim sem hafa stutt fjölskyldur á Gaza í marga mánuði með samskiptum, úrræðum og fjármunum. Það er kominn tími á að við séum með þeim. Ég held það verði gott fyrir okkur að mæta sem þjóð og standa saman gegn þjóðarmorði. Hittumst á laugardaginn 6. september kl. 14. Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Stykkishólmi og Egilsstöðum. Höfundur er sálfræðingur.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun