Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. september 2025 22:30 Laugarnestangi á sér ríkulega sögu sem teygir sig aftur til landnámsaldar. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn samþykkti í dag tillögu um að hefja vinnu með Minjastofnun að friðlýsingu menningarlandslags á Laugarnestanga. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, fagnar tímamótunum og bindur vonir við að ferlinu ljúki fyrir lok kjörtímabilsins. Borgarstjórn kom saman í dag í fyrsta sinn eftir sumarfrí. Borgarfulltrúar meiri hlutans mæltu fyrir tillögunni, sem var samþykkt með meiri hluta borgarstjórnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar auk eins fulltrúa Framsóknar sátu hjá. Saga, menning og náttúra „Þetta er gömul tillaga sem ég lagði fram þegar ég var í minnihluta en þá var hún felld,“ segir Líf í samtali við fréttastofu. Verndaráætlun Laugarnestanga hefur verið í gildi frá 2016 til að tryggja að fornleifar þar glatist ekki og nýting, skipulag og rekstur svæðisins haldist í hendur. Minjastofnun hefur þegar lagt til að Laugarnesið verði friðlýst og að friðlýsingin taki til menningarlandslags. Þá segir í samantekt fyrir umhverfis- og heilbrigðisráð árið 2020 um tækifærin fyrir svæðisbundna náttúruvernd í Reykjavík að Laugarnestanginn sé svæði með hátt sögu- og menningargildi en einnig mikilvægt gildi fyrir náttúruvernd. Þar sé til að mynda síðasta óraskaða fjaran á allri norðurströnd Reykjavíkur vestan Elliðaánna. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri Grænna mælti fyrir tillögunni. Vísir/Vilhelm Nú þegar borgarstjórn hefur samþykkt tillöguna verður umhverfis- og skipulagssviði og menningar- og íþróttasviði Reykjavíkurborgar falið að vinna með Minjastofnun að drögum að friðlýsingu. Auglýsa þarf friðlýsinguna og ráðherra mun að lokum ákveða friðlýsinguna að fenginni tillögu stofnunarinnar. „Þegar við höfum fengið friðlýsinguna í gegn, þá er þessi aukna vernd á svæðinu og þá þurfum við að leggja okkur fram við að varðveita það og lyfta því upp með leiðsögn og fræðslu og fleira,“ segir Líf. Hún bindur vonir við að ferlinu ljúki fyrir lok kjörtímabilsins en hefur þann fyrirvara á að ýmislegt að tefjast í slíku ferli. Framkvæmdir vakið ótta Þá segir Líf pólitíska forystu varðandi friðlýsingar mjög mikilvæga. Í Reykjavík séu mjög mörg tækifæri til friðlýsinga. „Í allri þessari uppbyggingu þurfum við að fara rosalega vel með okkar svæði. Sérstaklega miðsvæðis, í Kvosinni og Þingholtunum og svo þarna úti á Laugarnestanga, þar eru ýmsar fornminjar sem við vitum um og svo er menningarlandslagið mjög mikilvægt. Þannig að við höfum fjölmörg tækifæri í borgarlandinu til friðlýsinga.“ Laugarnesið var til umfjöllunar í sumar þegar Veitur hófu framkvæmdir á svæðinu, sem Laugarnesvinir óttuðust að hefðu í för með sér óafturkræfan skaða. Veitur sögðu að grafið yrði á það grunnu dýpi að minjar yrðu ekki í hættu. Sjá einnig: Óttast óafturkræfan skaða á Laugarnesi Líf segist meðvituð um umræðu sumarsins en tillagan hafi þegar verið tilbúin þegar fréttir af framkvæmdunum bárust. Hún hafi í raun verið lengi á vinnslustigi. „Þetta er mjög ánægjulegt, ég er mjög glöð. Þetta skiptir marga mjög miklu máli.“ Hallgerður Langbrók hafi búið á Laugarnesi Laugarnestangi á sér ríkulega sögu sem rakin er í grófum dráttum í tillögu meirihlutans, en gamli kirkjugarðurinn sunnan við bæinn hefur verið friðlýstur síðan 1930 og bæjarstæðið frá 1987. Vakin er athygli á að Laugarnesið kemur fyrir í Njálssögu og að Hallgerður Langbrók á að hafa búið þar áður en hún kynntist Gunnari á Hlíðarenda. Samkvæmt munnmælasögu hafi hún flutt aftur á nesið eftir dauða Gunnars og verið grafin þar í svonefndu Hallgerðarleiði. Nýleg íbúðagata sem liggur steinsnar frá Laugarnestanga ber nafnið Hallgerðargata. Ýmis mannvirki hafa staðið á Laugarnestanga. Laugarnesstofa, embættisbústaður Steingríms Jónssonar biskups, stóð á Laugarnestanga frá 1824 og þar til Holdsveikraspítalinn var reistur 1898. Spítalinn brann árið 1942. Á stríðsárunum var reist braggabyggð vestast á tanganum, sem bar nafnið Laugarneskampur. Byggðin samanstóð af um hundrað bröggum og öðrum byggingum. Á eftirstríðsárunum breyttist Laugarneskampur í íbúðabyggð sem var fjölmennust á árunum 1951 til 1957 en síðasti bragginn var rifinn um 1980. Borgarstjórn Reykjavík Vinstri græn Menning Fornminjar Umhverfismál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Borgarstjórn kom saman í dag í fyrsta sinn eftir sumarfrí. Borgarfulltrúar meiri hlutans mæltu fyrir tillögunni, sem var samþykkt með meiri hluta borgarstjórnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar auk eins fulltrúa Framsóknar sátu hjá. Saga, menning og náttúra „Þetta er gömul tillaga sem ég lagði fram þegar ég var í minnihluta en þá var hún felld,“ segir Líf í samtali við fréttastofu. Verndaráætlun Laugarnestanga hefur verið í gildi frá 2016 til að tryggja að fornleifar þar glatist ekki og nýting, skipulag og rekstur svæðisins haldist í hendur. Minjastofnun hefur þegar lagt til að Laugarnesið verði friðlýst og að friðlýsingin taki til menningarlandslags. Þá segir í samantekt fyrir umhverfis- og heilbrigðisráð árið 2020 um tækifærin fyrir svæðisbundna náttúruvernd í Reykjavík að Laugarnestanginn sé svæði með hátt sögu- og menningargildi en einnig mikilvægt gildi fyrir náttúruvernd. Þar sé til að mynda síðasta óraskaða fjaran á allri norðurströnd Reykjavíkur vestan Elliðaánna. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri Grænna mælti fyrir tillögunni. Vísir/Vilhelm Nú þegar borgarstjórn hefur samþykkt tillöguna verður umhverfis- og skipulagssviði og menningar- og íþróttasviði Reykjavíkurborgar falið að vinna með Minjastofnun að drögum að friðlýsingu. Auglýsa þarf friðlýsinguna og ráðherra mun að lokum ákveða friðlýsinguna að fenginni tillögu stofnunarinnar. „Þegar við höfum fengið friðlýsinguna í gegn, þá er þessi aukna vernd á svæðinu og þá þurfum við að leggja okkur fram við að varðveita það og lyfta því upp með leiðsögn og fræðslu og fleira,“ segir Líf. Hún bindur vonir við að ferlinu ljúki fyrir lok kjörtímabilsins en hefur þann fyrirvara á að ýmislegt að tefjast í slíku ferli. Framkvæmdir vakið ótta Þá segir Líf pólitíska forystu varðandi friðlýsingar mjög mikilvæga. Í Reykjavík séu mjög mörg tækifæri til friðlýsinga. „Í allri þessari uppbyggingu þurfum við að fara rosalega vel með okkar svæði. Sérstaklega miðsvæðis, í Kvosinni og Þingholtunum og svo þarna úti á Laugarnestanga, þar eru ýmsar fornminjar sem við vitum um og svo er menningarlandslagið mjög mikilvægt. Þannig að við höfum fjölmörg tækifæri í borgarlandinu til friðlýsinga.“ Laugarnesið var til umfjöllunar í sumar þegar Veitur hófu framkvæmdir á svæðinu, sem Laugarnesvinir óttuðust að hefðu í för með sér óafturkræfan skaða. Veitur sögðu að grafið yrði á það grunnu dýpi að minjar yrðu ekki í hættu. Sjá einnig: Óttast óafturkræfan skaða á Laugarnesi Líf segist meðvituð um umræðu sumarsins en tillagan hafi þegar verið tilbúin þegar fréttir af framkvæmdunum bárust. Hún hafi í raun verið lengi á vinnslustigi. „Þetta er mjög ánægjulegt, ég er mjög glöð. Þetta skiptir marga mjög miklu máli.“ Hallgerður Langbrók hafi búið á Laugarnesi Laugarnestangi á sér ríkulega sögu sem rakin er í grófum dráttum í tillögu meirihlutans, en gamli kirkjugarðurinn sunnan við bæinn hefur verið friðlýstur síðan 1930 og bæjarstæðið frá 1987. Vakin er athygli á að Laugarnesið kemur fyrir í Njálssögu og að Hallgerður Langbrók á að hafa búið þar áður en hún kynntist Gunnari á Hlíðarenda. Samkvæmt munnmælasögu hafi hún flutt aftur á nesið eftir dauða Gunnars og verið grafin þar í svonefndu Hallgerðarleiði. Nýleg íbúðagata sem liggur steinsnar frá Laugarnestanga ber nafnið Hallgerðargata. Ýmis mannvirki hafa staðið á Laugarnestanga. Laugarnesstofa, embættisbústaður Steingríms Jónssonar biskups, stóð á Laugarnestanga frá 1824 og þar til Holdsveikraspítalinn var reistur 1898. Spítalinn brann árið 1942. Á stríðsárunum var reist braggabyggð vestast á tanganum, sem bar nafnið Laugarneskampur. Byggðin samanstóð af um hundrað bröggum og öðrum byggingum. Á eftirstríðsárunum breyttist Laugarneskampur í íbúðabyggð sem var fjölmennust á árunum 1951 til 1957 en síðasti bragginn var rifinn um 1980.
Borgarstjórn Reykjavík Vinstri græn Menning Fornminjar Umhverfismál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira