Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2025 13:02 Tryggvi Snær Hlinason hefur spilað einstaklega vel á EM. vísir/hulda margrét Ekki verður annað sagt en Tryggvi Snær Hlinason hafi spilað frábærlega með íslenska landsliðinu á EM í körfubolta. Hann er efstur í nokkrum tölfræðiþáttum á mótinu. Í fyrstu fjórum leikjum Íslands á EM er Tryggvi með 16,3 stig, 12,0 fráköst, 2,0 stoðsendingar og 2,5 varin skot að meðaltali. Enginn leikmaður á EM hefur tekið fleiri fráköst á mótinu en Tryggvi. Næstur er Svartfellingurinn Nikola Vucevic sem leikur með Chicago Bulls í NBA-deildinni með 11,8 fráköst að meðaltali í leik. Í 3. sæti á frákastalistanum er svo serbneska ofurstjarnan Nikola Jokic með 9,3 fráköst. Tryggvi hefur einnig varið flest skot allra leikmanna á EM. Jafnir í 2.-3. sæti á þeim lista eru Portúgalinn Neemias Queta og Georgíumaðurinn Goga Bitadze með tvö varin skot að meðaltali í leik. Tryggvi er sömuleiðis í efsta sæti á listanum yfir þá leikmenn sem hafa spilað flestar mínútur á EM. Hann hefur spilað 147 af þeim 160 mínútum sem hafa verið í boði í fyrstu fjórum leikjum Íslands og þær hefðu eflaust verið fleiri ef hann hefði ekki fengið sína fimmtu villu í 4. leikhluta gegn Slóveníu í gær. Miðherjinn úr Bárðardalnum spilar 36,8 mínútur að meðaltali í leik en þar á eftir kemur Slóveninn Luka Doncic með 33,4 mínútur. Þeir Tryggvi mættust einmitt í gær þar sem Slóvenar höfðu betur, 79-87. Tryggvi hefur nýtt 24 af 31 skoti sínu inni í teig á EM sem gerir 77,4 prósenta nýtingu. Enginn leikmaður á mótinu er með betri tveggja stiga nýtingu en hann. Næstur á eftir Tryggva kemur Jokic með 74,3 prósenta nýtingu. Tryggvi er jafnframt eini leikmaður mótsins sem hefur náð tvennu í öllum fjórum leikjunum, það er að vera með að minnsta kosti tíu stig og tíu fráköst. Aðeins fimm stjörnur úr NBA eru fyrir ofan Tryggva þegar litið er á listann yfir flest framlagsstig að meðaltali í leik á EM. Þetta eru Doncic, Giannis Antetokounmpo, Lauri Markkanen, Alperen Sengun og Jokic. Tryggvi er með 26 framlagsstig að meðaltali í leik á EM. Íslenska liðið á ekki lengur möguleika á að komast í sextán liða úrslit á EM. Það mætir Frakklandi í lokaleik sínum klukkan 12:00 á morgun. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Fjórða tap Íslands á EM karla í körfubolta kom gegn Slóveníu með stórstjörnuna Luka Dončić innanborðs. 2. september 2025 22:47 Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Leik lokið. 87-79 fyrir Slóveníu niðurstaðan. Líkt og í byrjun leiks eru það stuðningsmenn Íslands sem standa og kalla á lið sitt á meðan minna fer fyrir öðrum. Dagurinn hófst á gæsahúð og endar á henni sömuleiðis. 2. september 2025 19:01 „Auðvitað er ég svekktur“ „Fannst við aftur eiga góðan leik. Við fengum tækifæri í síðari hálfleik sem við nýttum ekki nægilega vel. Gegn góðu liði eins og Slóveníu þarf maður að nýta slík tækifæri til að halda sér inn í leiknum og gefa sér möguleika á að fara með sigur af hólmi.“ 2. september 2025 18:18 Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði naumlega fyrir Luka Doncic og félögum í Slóveníu, 79-87, í fjórða leik sínum í D-riðli Evrópumótsins í körfubolta. 2. september 2025 16:55 „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Væntingastjórnunin var sú að sækja sigur. Við sáum tækifæri til að vinna þennan leik,“ sagði Ægir Þór Steinarsson eftir tap Íslands gegn Slóveníu á Evrópumóti karla í körfubolta. Ægir Þór var að leika sinn 100. A-landsleik. 2. september 2025 18:02 „Var loksins ég sjálfur“ Martin Hermannsson átti sinn besta leik á Evrópumótinu í körfubolta þegar Ísland tapaði fyrir Slóveníu, 79-87, í dag. Martin var svekktur í leikslok en segir að íslenska liðið sýni leik eftir leik að það eigi heima á stærsta sviðinu. 2. september 2025 17:25 „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Stoltur af okkur, það eru bara pínulitir hlutir sem vantar upp á“ sagði Jón Axel Guðmundsson eftir 79-87 tap Íslands gegn Slóveníu á EM í körfubolta. Hann fékk það erfiða verkefni að dekka Luka Doncic í leiknum. 2. september 2025 17:42 Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði fjórða leiknum sínum í röð á Evrópumótið í Póllandi en að þessu sinni með átta stigum á móti Luka Doncic og félögum hans í Slóveníu. Okkar Doncic átti mjög góðan leik í dag. 2. september 2025 17:08 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Í fyrstu fjórum leikjum Íslands á EM er Tryggvi með 16,3 stig, 12,0 fráköst, 2,0 stoðsendingar og 2,5 varin skot að meðaltali. Enginn leikmaður á EM hefur tekið fleiri fráköst á mótinu en Tryggvi. Næstur er Svartfellingurinn Nikola Vucevic sem leikur með Chicago Bulls í NBA-deildinni með 11,8 fráköst að meðaltali í leik. Í 3. sæti á frákastalistanum er svo serbneska ofurstjarnan Nikola Jokic með 9,3 fráköst. Tryggvi hefur einnig varið flest skot allra leikmanna á EM. Jafnir í 2.-3. sæti á þeim lista eru Portúgalinn Neemias Queta og Georgíumaðurinn Goga Bitadze með tvö varin skot að meðaltali í leik. Tryggvi er sömuleiðis í efsta sæti á listanum yfir þá leikmenn sem hafa spilað flestar mínútur á EM. Hann hefur spilað 147 af þeim 160 mínútum sem hafa verið í boði í fyrstu fjórum leikjum Íslands og þær hefðu eflaust verið fleiri ef hann hefði ekki fengið sína fimmtu villu í 4. leikhluta gegn Slóveníu í gær. Miðherjinn úr Bárðardalnum spilar 36,8 mínútur að meðaltali í leik en þar á eftir kemur Slóveninn Luka Doncic með 33,4 mínútur. Þeir Tryggvi mættust einmitt í gær þar sem Slóvenar höfðu betur, 79-87. Tryggvi hefur nýtt 24 af 31 skoti sínu inni í teig á EM sem gerir 77,4 prósenta nýtingu. Enginn leikmaður á mótinu er með betri tveggja stiga nýtingu en hann. Næstur á eftir Tryggva kemur Jokic með 74,3 prósenta nýtingu. Tryggvi er jafnframt eini leikmaður mótsins sem hefur náð tvennu í öllum fjórum leikjunum, það er að vera með að minnsta kosti tíu stig og tíu fráköst. Aðeins fimm stjörnur úr NBA eru fyrir ofan Tryggva þegar litið er á listann yfir flest framlagsstig að meðaltali í leik á EM. Þetta eru Doncic, Giannis Antetokounmpo, Lauri Markkanen, Alperen Sengun og Jokic. Tryggvi er með 26 framlagsstig að meðaltali í leik á EM. Íslenska liðið á ekki lengur möguleika á að komast í sextán liða úrslit á EM. Það mætir Frakklandi í lokaleik sínum klukkan 12:00 á morgun.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Fjórða tap Íslands á EM karla í körfubolta kom gegn Slóveníu með stórstjörnuna Luka Dončić innanborðs. 2. september 2025 22:47 Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Leik lokið. 87-79 fyrir Slóveníu niðurstaðan. Líkt og í byrjun leiks eru það stuðningsmenn Íslands sem standa og kalla á lið sitt á meðan minna fer fyrir öðrum. Dagurinn hófst á gæsahúð og endar á henni sömuleiðis. 2. september 2025 19:01 „Auðvitað er ég svekktur“ „Fannst við aftur eiga góðan leik. Við fengum tækifæri í síðari hálfleik sem við nýttum ekki nægilega vel. Gegn góðu liði eins og Slóveníu þarf maður að nýta slík tækifæri til að halda sér inn í leiknum og gefa sér möguleika á að fara með sigur af hólmi.“ 2. september 2025 18:18 Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði naumlega fyrir Luka Doncic og félögum í Slóveníu, 79-87, í fjórða leik sínum í D-riðli Evrópumótsins í körfubolta. 2. september 2025 16:55 „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Væntingastjórnunin var sú að sækja sigur. Við sáum tækifæri til að vinna þennan leik,“ sagði Ægir Þór Steinarsson eftir tap Íslands gegn Slóveníu á Evrópumóti karla í körfubolta. Ægir Þór var að leika sinn 100. A-landsleik. 2. september 2025 18:02 „Var loksins ég sjálfur“ Martin Hermannsson átti sinn besta leik á Evrópumótinu í körfubolta þegar Ísland tapaði fyrir Slóveníu, 79-87, í dag. Martin var svekktur í leikslok en segir að íslenska liðið sýni leik eftir leik að það eigi heima á stærsta sviðinu. 2. september 2025 17:25 „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Stoltur af okkur, það eru bara pínulitir hlutir sem vantar upp á“ sagði Jón Axel Guðmundsson eftir 79-87 tap Íslands gegn Slóveníu á EM í körfubolta. Hann fékk það erfiða verkefni að dekka Luka Doncic í leiknum. 2. september 2025 17:42 Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði fjórða leiknum sínum í röð á Evrópumótið í Póllandi en að þessu sinni með átta stigum á móti Luka Doncic og félögum hans í Slóveníu. Okkar Doncic átti mjög góðan leik í dag. 2. september 2025 17:08 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Myndaveisla frá bardaganum við Luka Fjórða tap Íslands á EM karla í körfubolta kom gegn Slóveníu með stórstjörnuna Luka Dončić innanborðs. 2. september 2025 22:47
Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Leik lokið. 87-79 fyrir Slóveníu niðurstaðan. Líkt og í byrjun leiks eru það stuðningsmenn Íslands sem standa og kalla á lið sitt á meðan minna fer fyrir öðrum. Dagurinn hófst á gæsahúð og endar á henni sömuleiðis. 2. september 2025 19:01
„Auðvitað er ég svekktur“ „Fannst við aftur eiga góðan leik. Við fengum tækifæri í síðari hálfleik sem við nýttum ekki nægilega vel. Gegn góðu liði eins og Slóveníu þarf maður að nýta slík tækifæri til að halda sér inn í leiknum og gefa sér möguleika á að fara með sigur af hólmi.“ 2. september 2025 18:18
Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði naumlega fyrir Luka Doncic og félögum í Slóveníu, 79-87, í fjórða leik sínum í D-riðli Evrópumótsins í körfubolta. 2. september 2025 16:55
„Verðum að þekkja okkar gildi“ „Væntingastjórnunin var sú að sækja sigur. Við sáum tækifæri til að vinna þennan leik,“ sagði Ægir Þór Steinarsson eftir tap Íslands gegn Slóveníu á Evrópumóti karla í körfubolta. Ægir Þór var að leika sinn 100. A-landsleik. 2. september 2025 18:02
„Var loksins ég sjálfur“ Martin Hermannsson átti sinn besta leik á Evrópumótinu í körfubolta þegar Ísland tapaði fyrir Slóveníu, 79-87, í dag. Martin var svekktur í leikslok en segir að íslenska liðið sýni leik eftir leik að það eigi heima á stærsta sviðinu. 2. september 2025 17:25
„Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Stoltur af okkur, það eru bara pínulitir hlutir sem vantar upp á“ sagði Jón Axel Guðmundsson eftir 79-87 tap Íslands gegn Slóveníu á EM í körfubolta. Hann fékk það erfiða verkefni að dekka Luka Doncic í leiknum. 2. september 2025 17:42
Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði fjórða leiknum sínum í röð á Evrópumótið í Póllandi en að þessu sinni með átta stigum á móti Luka Doncic og félögum hans í Slóveníu. Okkar Doncic átti mjög góðan leik í dag. 2. september 2025 17:08