Innlent

Trump til­nefnir sendi­herrann nýja

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Billy Long var rekinn úr embætti ríkisskattstjóra og rakleiðis sendur til Íslands.
Billy Long var rekinn úr embætti ríkisskattstjóra og rakleiðis sendur til Íslands. AP

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi nýjan sendiherra á Íslandi í gær en það hefur legið fyrir í mánuð hver það verði. Sá heitir Billy Long og var ríkisskattstjóri í tvo mánuði, var rekinn þaðan og sendur til Íslands.

Það var Long sjálfur sem tilkynnti um útnefningu sína daginn sem hann var rekinn úr embætti. Það vakti furðu að hann hefði verið skipaður í embættið til að byrja með enda hafði hann litla sem enga reynslu af skattamálum. Þar að auki studdi hann frumvarp um að leggja skattstofu Bandaríkjanna niður þegar hann sat á Bandaríkjaþingi sem fulltrúi Missouriríkis.

Tilnefning Long fer nú fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings sem staðfestir tilnefninguna. Það er því enn óljóst hvenær hann fær að koma sér fyrir á Engjateiginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×