Fótbolti

„Alltaf mikil sam­keppni og maður þarf að vera klár í það“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Bjarki Steinn er klár í slaginn gegn Aserbaísjan á morgun.
Bjarki Steinn er klár í slaginn gegn Aserbaísjan á morgun. vísir / bjarni

„Við verðum að vera klárir í að byrja þetta vel með þremur stigum“ segir landsliðsmaðurinn Bjarki Steinn Bjarkason fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM, gegn Aserbaísjan og Frakklandi.

Bjarki er leikmaður Venezia í næstefstu deild Ítalíu og eftir mikla bekkjarsetu á síðasta tímabili hefur hann verið í byrjunarliðinu í fyrstu þremur leikjum tímabils.

„Ég er búinn að spila fyrstu þrjá leikina og er að finna mig vel, klár í þetta verkefni… Við erum með vængbakverði og ég er búinn að spila vinstra megin í tveimur leikjum og einn leik hægra megin.“

Bjarki Steinn Bjarkason hefur spilað vel með Venezia á tímabilinu hingað til. NESImages/DeFodi Images via Getty Images)

Með landsliðinu hefur Bjarki þó yfirleitt spilað hægra megin í vörninni. Hann mun því berjast um hægri bakvarðarstöðuna við Guðlaug Victor Pálsson.

„Bara flott, það er alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það.“

Bjarki hefur búið í Feneyjum síðustu fimm ár og alltaf haft íslenskan liðsfélaga hjá Venezia, þangað til nú. Mikael Egill Ellertsson fór frá félaginu eftir síðasta tímabil og Bjarki er einn eftir en segir lífið í Feneyjum ekki einmanalegt án annarra Íslendinga.

„Neinei, maður er orðinn svo vanur þessu lífi þarna úti. Ég er bara flottur með ítölsku félögunum.“

Klippa: Bjarki Steinn fyrir leikinn gegn Aserbaísjan

Tengdar fréttir

„Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“

„Þetta leggst bara mjög vel í mig. Það er skemmtilegt að byrja á heimavelli og ég tala nú ekki um að nýju grasi,“ segir landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson fyrir landsleikinn gegn Aserbaísjan á föstudagskvöldið í undankeppni HM sem fram fer á næsta ári.

Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er að hefja undankeppni fyrir HM 2026 og landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson segir raunhæft markmið að ná öðru sætinu í riðlinum með Frakklandi, Úkraínu og Aserbaísjan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×