Innlent

Inn­kalla Ashwagandha vegna mögu­legs jarðhnetusmits

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ashwagandha er fæðubótarefni.
Ashwagandha er fæðubótarefni.

Heilsa ehf. hefur innkallað Ashwagandha sem selt er undir vörumerkinu Guli miðinn, þar sem varan inniheldur mögulega jarðhnetur. Ákvörðunin var tekin í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Varan er framleidd í Bretlandi en flutt inn af Heilsu ehf.

Um er að ræða eftirfarandi lotunúmer og best fyrir dagsetningar:

  • 25/3/54 – 01/2028
  • 24/46/8 – 12/2027
  • 24/16/16 – 06/2027
  • 24/39/6 – 10/2027

Þá er strikamerkið 5690684580001.

„Neytendum sem hafa keypt Aswhagandha frá Gula miðanum með framangreindum lotunúmerum eru beiðnir um að neyta hennar ekki ef um er að ræða hnetuofnæmi og geta þeir skilað vörunni þar sem hún var keypt eða snúið sér beint að Heilsu ehf.,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Varan var seld í eftirfarandi verslunum: 

Lyfja, Krónan, Hagkaup, Fjarðarkaup, Lyfjaver, Heilsuver, Apótekarinn, Lyf og Heilsa, Lyfsalinn, Apótek Vesturlands, Melabúðin, Urðarapótek, Apótek NOR, Borgar apótek, Reykjanesapótek, Apótek Garðabæjar, Austurbæjarapótek, Heilsuhúsið Kringlan, Siglufjarðarapótek, Þín verslun Kassinn, Kaupfélag Vestur-Húnvetninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×