„Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. september 2025 12:18 Fjölmennt var á Ljósanótt í fyrra. Vísir/Viktor Freyr Hátíðin Ljósanótt var sett í Reykjanesbæ í morgun í tuttugasta og fjórða sinn. Hátíðin nær hápunkti á laugardagskvöld með stórum tónleiknum. Lögð er áhersla á að um fjölskylduhátíð sé að ræða og reyna á sérstaklega að sporna gegn áfengisdrykkju ungmenna. Börn úr leikskólum og grunnskólum Reykjanesbæjar fylltu skrúðgarðinn í Keflavík í morgun þegar hátíðin var sett en framundan er fjölbreytt dagskrá. „Í dag erum við að opna allar sýningar. Það er svona eitt aðalsmerki hátíðarinnar þessi menningaráhersla og þetta er einhverjir tugir sýninga sem er verið að bjóða upp á. Þetta er rosalega vinsælt kvöld. Fólk flykkist út og gengur á milli sýninga og gerir góð kaup og svoleiðis,“ segir Guðlaug María Lewis verkefnastjóri Ljósanætur. Hún segir hátíðina hafa gríðarlegar mikla þýðingu fyrir bæjarfélagið. „Svona bara lyftir öllu samfélaginu. Bæði fyrir íbúana að gera sér glaðan dag og fyrir allan rekstur og allt það. Þetta gerir alveg ofboðslega mikið og skemmtilegt og býr til góða stemningu meðal okkar.“ Á milli tuttugu og þrjátíu þúsund manns sæki jafnan hátíðina. „Laugardagskvöldið er náttúrulega okkar stóra kvöld og þá byrjum við með stórtónleika klukkan átta með dúndrandi dagskrá. Við erum með VÆB og við erum með hljómsveitina Valdimar og við erum með Stuðlabandið og Steinda og Audda og svo er flugeldasýningin rúmlega tíu og dagskrá lýkur hálf ellefu.“ Á annað hundrað mál komu upp hjá lögreglu höfuðborgarsvæðinu þegar Menningarnótt var haldin í Reykjavík nú í ágúst. Stór hluti af þeim var vegna áfengisdrykkju ungmenna sem hefur verið að aukast. Guðlaug María segir að sérstaklega verið tekið á slíkum málum en þannig mál hafi komið upp í kringum fyrri hátíðir. „Við erum með hérna öfluga öryggisnefnd sem að er búin að starfa vel í aðdraganda hátíðarinnar. Við erum til dæmis búin að fara lögreglan með fulltrúum félagsmiðstöðvar inn í alla grunnskóla bæjarins og inn í fjölbrautaskólana að tala við nýnemana þar um jákvæð og góð samskipti og hvernig við viljum hafa þetta hjá okkur. Þannig við erum með heilmikið viðbragð.“ Þá muni lögregla hella niður áfengi sem ungmenni verða með og sérstakt athvarf starfrækt fyrir ölvuð ungmenni. Skilaboðin til foreldra séu skýr fyrir helgina eða að fara heim með börn sín að loknum hátíðarhöldum og skilja þau ekki eftir eftirlitslaus í bænum. „Við erum svolítið að vinna með að vera saman með ljós í hjarta á Ljósanótt. Þannig það eru svona þessi jákvæðu skilaboð. Þetta er fjölskylduhátíð og við viljum að fjölskyldan fari saman heim að loknum góðum hátíðarhöldum.“ Ljósanótt Reykjanesbær Börn og uppeldi Áfengi Lögreglumál Tengdar fréttir „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Unglingadrykkja hefur aukist verulega síðustu ár og hafði lögregla afskipti af fjölmörgum ungmennum á Menningarnótt vegna drykkju. Foreldrar þurfa að vakna, segir forvarnarfulltrúi borgarinnar. 25. ágúst 2025 22:31 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Börn úr leikskólum og grunnskólum Reykjanesbæjar fylltu skrúðgarðinn í Keflavík í morgun þegar hátíðin var sett en framundan er fjölbreytt dagskrá. „Í dag erum við að opna allar sýningar. Það er svona eitt aðalsmerki hátíðarinnar þessi menningaráhersla og þetta er einhverjir tugir sýninga sem er verið að bjóða upp á. Þetta er rosalega vinsælt kvöld. Fólk flykkist út og gengur á milli sýninga og gerir góð kaup og svoleiðis,“ segir Guðlaug María Lewis verkefnastjóri Ljósanætur. Hún segir hátíðina hafa gríðarlegar mikla þýðingu fyrir bæjarfélagið. „Svona bara lyftir öllu samfélaginu. Bæði fyrir íbúana að gera sér glaðan dag og fyrir allan rekstur og allt það. Þetta gerir alveg ofboðslega mikið og skemmtilegt og býr til góða stemningu meðal okkar.“ Á milli tuttugu og þrjátíu þúsund manns sæki jafnan hátíðina. „Laugardagskvöldið er náttúrulega okkar stóra kvöld og þá byrjum við með stórtónleika klukkan átta með dúndrandi dagskrá. Við erum með VÆB og við erum með hljómsveitina Valdimar og við erum með Stuðlabandið og Steinda og Audda og svo er flugeldasýningin rúmlega tíu og dagskrá lýkur hálf ellefu.“ Á annað hundrað mál komu upp hjá lögreglu höfuðborgarsvæðinu þegar Menningarnótt var haldin í Reykjavík nú í ágúst. Stór hluti af þeim var vegna áfengisdrykkju ungmenna sem hefur verið að aukast. Guðlaug María segir að sérstaklega verið tekið á slíkum málum en þannig mál hafi komið upp í kringum fyrri hátíðir. „Við erum með hérna öfluga öryggisnefnd sem að er búin að starfa vel í aðdraganda hátíðarinnar. Við erum til dæmis búin að fara lögreglan með fulltrúum félagsmiðstöðvar inn í alla grunnskóla bæjarins og inn í fjölbrautaskólana að tala við nýnemana þar um jákvæð og góð samskipti og hvernig við viljum hafa þetta hjá okkur. Þannig við erum með heilmikið viðbragð.“ Þá muni lögregla hella niður áfengi sem ungmenni verða með og sérstakt athvarf starfrækt fyrir ölvuð ungmenni. Skilaboðin til foreldra séu skýr fyrir helgina eða að fara heim með börn sín að loknum hátíðarhöldum og skilja þau ekki eftir eftirlitslaus í bænum. „Við erum svolítið að vinna með að vera saman með ljós í hjarta á Ljósanótt. Þannig það eru svona þessi jákvæðu skilaboð. Þetta er fjölskylduhátíð og við viljum að fjölskyldan fari saman heim að loknum góðum hátíðarhöldum.“
Ljósanótt Reykjanesbær Börn og uppeldi Áfengi Lögreglumál Tengdar fréttir „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Unglingadrykkja hefur aukist verulega síðustu ár og hafði lögregla afskipti af fjölmörgum ungmennum á Menningarnótt vegna drykkju. Foreldrar þurfa að vakna, segir forvarnarfulltrúi borgarinnar. 25. ágúst 2025 22:31 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Unglingadrykkja hefur aukist verulega síðustu ár og hafði lögregla afskipti af fjölmörgum ungmennum á Menningarnótt vegna drykkju. Foreldrar þurfa að vakna, segir forvarnarfulltrúi borgarinnar. 25. ágúst 2025 22:31