„Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. september 2025 12:18 Fjölmennt var á Ljósanótt í fyrra. Vísir/Viktor Freyr Hátíðin Ljósanótt var sett í Reykjanesbæ í morgun í tuttugasta og fjórða sinn. Hátíðin nær hápunkti á laugardagskvöld með stórum tónleiknum. Lögð er áhersla á að um fjölskylduhátíð sé að ræða og reyna á sérstaklega að sporna gegn áfengisdrykkju ungmenna. Börn úr leikskólum og grunnskólum Reykjanesbæjar fylltu skrúðgarðinn í Keflavík í morgun þegar hátíðin var sett en framundan er fjölbreytt dagskrá. „Í dag erum við að opna allar sýningar. Það er svona eitt aðalsmerki hátíðarinnar þessi menningaráhersla og þetta er einhverjir tugir sýninga sem er verið að bjóða upp á. Þetta er rosalega vinsælt kvöld. Fólk flykkist út og gengur á milli sýninga og gerir góð kaup og svoleiðis,“ segir Guðlaug María Lewis verkefnastjóri Ljósanætur. Hún segir hátíðina hafa gríðarlegar mikla þýðingu fyrir bæjarfélagið. „Svona bara lyftir öllu samfélaginu. Bæði fyrir íbúana að gera sér glaðan dag og fyrir allan rekstur og allt það. Þetta gerir alveg ofboðslega mikið og skemmtilegt og býr til góða stemningu meðal okkar.“ Á milli tuttugu og þrjátíu þúsund manns sæki jafnan hátíðina. „Laugardagskvöldið er náttúrulega okkar stóra kvöld og þá byrjum við með stórtónleika klukkan átta með dúndrandi dagskrá. Við erum með VÆB og við erum með hljómsveitina Valdimar og við erum með Stuðlabandið og Steinda og Audda og svo er flugeldasýningin rúmlega tíu og dagskrá lýkur hálf ellefu.“ Á annað hundrað mál komu upp hjá lögreglu höfuðborgarsvæðinu þegar Menningarnótt var haldin í Reykjavík nú í ágúst. Stór hluti af þeim var vegna áfengisdrykkju ungmenna sem hefur verið að aukast. Guðlaug María segir að sérstaklega verið tekið á slíkum málum en þannig mál hafi komið upp í kringum fyrri hátíðir. „Við erum með hérna öfluga öryggisnefnd sem að er búin að starfa vel í aðdraganda hátíðarinnar. Við erum til dæmis búin að fara lögreglan með fulltrúum félagsmiðstöðvar inn í alla grunnskóla bæjarins og inn í fjölbrautaskólana að tala við nýnemana þar um jákvæð og góð samskipti og hvernig við viljum hafa þetta hjá okkur. Þannig við erum með heilmikið viðbragð.“ Þá muni lögregla hella niður áfengi sem ungmenni verða með og sérstakt athvarf starfrækt fyrir ölvuð ungmenni. Skilaboðin til foreldra séu skýr fyrir helgina eða að fara heim með börn sín að loknum hátíðarhöldum og skilja þau ekki eftir eftirlitslaus í bænum. „Við erum svolítið að vinna með að vera saman með ljós í hjarta á Ljósanótt. Þannig það eru svona þessi jákvæðu skilaboð. Þetta er fjölskylduhátíð og við viljum að fjölskyldan fari saman heim að loknum góðum hátíðarhöldum.“ Ljósanótt Reykjanesbær Börn og uppeldi Áfengi Lögreglumál Tengdar fréttir „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Unglingadrykkja hefur aukist verulega síðustu ár og hafði lögregla afskipti af fjölmörgum ungmennum á Menningarnótt vegna drykkju. Foreldrar þurfa að vakna, segir forvarnarfulltrúi borgarinnar. 25. ágúst 2025 22:31 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Börn úr leikskólum og grunnskólum Reykjanesbæjar fylltu skrúðgarðinn í Keflavík í morgun þegar hátíðin var sett en framundan er fjölbreytt dagskrá. „Í dag erum við að opna allar sýningar. Það er svona eitt aðalsmerki hátíðarinnar þessi menningaráhersla og þetta er einhverjir tugir sýninga sem er verið að bjóða upp á. Þetta er rosalega vinsælt kvöld. Fólk flykkist út og gengur á milli sýninga og gerir góð kaup og svoleiðis,“ segir Guðlaug María Lewis verkefnastjóri Ljósanætur. Hún segir hátíðina hafa gríðarlegar mikla þýðingu fyrir bæjarfélagið. „Svona bara lyftir öllu samfélaginu. Bæði fyrir íbúana að gera sér glaðan dag og fyrir allan rekstur og allt það. Þetta gerir alveg ofboðslega mikið og skemmtilegt og býr til góða stemningu meðal okkar.“ Á milli tuttugu og þrjátíu þúsund manns sæki jafnan hátíðina. „Laugardagskvöldið er náttúrulega okkar stóra kvöld og þá byrjum við með stórtónleika klukkan átta með dúndrandi dagskrá. Við erum með VÆB og við erum með hljómsveitina Valdimar og við erum með Stuðlabandið og Steinda og Audda og svo er flugeldasýningin rúmlega tíu og dagskrá lýkur hálf ellefu.“ Á annað hundrað mál komu upp hjá lögreglu höfuðborgarsvæðinu þegar Menningarnótt var haldin í Reykjavík nú í ágúst. Stór hluti af þeim var vegna áfengisdrykkju ungmenna sem hefur verið að aukast. Guðlaug María segir að sérstaklega verið tekið á slíkum málum en þannig mál hafi komið upp í kringum fyrri hátíðir. „Við erum með hérna öfluga öryggisnefnd sem að er búin að starfa vel í aðdraganda hátíðarinnar. Við erum til dæmis búin að fara lögreglan með fulltrúum félagsmiðstöðvar inn í alla grunnskóla bæjarins og inn í fjölbrautaskólana að tala við nýnemana þar um jákvæð og góð samskipti og hvernig við viljum hafa þetta hjá okkur. Þannig við erum með heilmikið viðbragð.“ Þá muni lögregla hella niður áfengi sem ungmenni verða með og sérstakt athvarf starfrækt fyrir ölvuð ungmenni. Skilaboðin til foreldra séu skýr fyrir helgina eða að fara heim með börn sín að loknum hátíðarhöldum og skilja þau ekki eftir eftirlitslaus í bænum. „Við erum svolítið að vinna með að vera saman með ljós í hjarta á Ljósanótt. Þannig það eru svona þessi jákvæðu skilaboð. Þetta er fjölskylduhátíð og við viljum að fjölskyldan fari saman heim að loknum góðum hátíðarhöldum.“
Ljósanótt Reykjanesbær Börn og uppeldi Áfengi Lögreglumál Tengdar fréttir „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Unglingadrykkja hefur aukist verulega síðustu ár og hafði lögregla afskipti af fjölmörgum ungmennum á Menningarnótt vegna drykkju. Foreldrar þurfa að vakna, segir forvarnarfulltrúi borgarinnar. 25. ágúst 2025 22:31 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
„Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Unglingadrykkja hefur aukist verulega síðustu ár og hafði lögregla afskipti af fjölmörgum ungmennum á Menningarnótt vegna drykkju. Foreldrar þurfa að vakna, segir forvarnarfulltrúi borgarinnar. 25. ágúst 2025 22:31