Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Árni Sæberg skrifar 4. september 2025 13:24 Snorri Másson er þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, segir að eftir sjónvarpsviðtal á mánudaginn séu að baki líklega undarlegustu nokkrir dagar á hans stutta stjórnmálaferli. Vanstillt viðbrögð á netinu hafi tekið út yfir allan þjófabálk. Fátt hefur verið rætt meira í vikunni en Kastljósþáttur mánudagsins þar sem Snorri mætti Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, verkefnastýru hjá Samtökunum '78 en umræðuefnið var bakslag í málefnum hinsegin fólks. Snorri sagði þar meðal annars að hugmyndafræði hefði grafið um sig í hreyfingu hinsegin fólks þar sem þess væri krafist að fólki trúði því að til væru fleiri en tvö kyn og að líffræðilegir karlar ættu að fá að fara í kvennaklefa. Þetta væri róttæk breyting og skoða þyrfti meint bakslag í því samhengi. Síðan á mánudag hefur fólk keppst við að gagnrýna Snorra á samfélagsmiðlum og víðar. Einhverjir hafa þó komið honum til varnar, þá helst samherjar hans í Miðflokknum. Í morgun var greint frá því að sérsveit Ríkislögreglustjóra hefði vaktað heimili Snorra og fjölskyldu í nótt vegna hótana sem honum hefðu borist. Snorri vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitast og hefur afþakkað viðtal vegna gagnrýninnar sem hann hefur sætt. Hann hefur nú rofið þögnina með færslu á Facebook. Þar segir hann að það sem veki efnislega helst athygli hans sé að jafnan sé lagt út af einhverju sem hann hafi aldrei sagt. „Mér eru gerð upp viðhorf og ummæli. Sú staðreynd hefur þó ekki dregið úr stóryrðunum, sem sumum er beint að persónu minni og jafnvel fjölskyldu.“ Skoðanabræður þori ekki að tjá sig opinberlega Hann segir að það sé þó aðeins það sem sjáist á á yfirborði samfélagsmiðlanna. Á sama tíma fái hann ekki svarað öllum þeim straumi skilaboða sem honum berist með þökkum fyrir að ræða þessi mál opinskátt og af virðingu. Því fylgi oftar en ekki lína um að sendandinn þori sjálfur ekki að lýsa sinni skoðun opinberlega, né lýsa yfir stuðningi við sjónarmið hans. „Þessi viðbrögð, bæði heilaga vandlætingin en einnig þakklætisbylgjan, gera því ekki annað en staðfesta áhyggjur mínar í viðtalinu af afar viðsjárverðri þöggun sem hefur grafið um sig í okkar samfélagi.“ Lofar að hætta að grípa fram í fyrir þrítugt Snorri segist þó taka einn hluta gagnrýninnar til sín, þann hluta sem snýr að framíköllum hans í Kastljósþættinum. „Mér hefur áður verið bent á að láta kappið ekki bera fegurðina ofurliði. Þetta er bagalegur ósiður í sjónvarpssal, einn af þeim sem ég lofa hér með formlega að losa mig alfarið við fyrir þrítugt. Ég er annars mættur til starfa. Leit í morgun við á vinnustofu um gervigreind og netöryggi. Þingið er sett í næstu viku. Við erum rétt að byrja!“ Miðflokkurinn Samfélagsmiðlar Hinsegin Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Fátt hefur verið rætt meira í vikunni en Kastljósþáttur mánudagsins þar sem Snorri mætti Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, verkefnastýru hjá Samtökunum '78 en umræðuefnið var bakslag í málefnum hinsegin fólks. Snorri sagði þar meðal annars að hugmyndafræði hefði grafið um sig í hreyfingu hinsegin fólks þar sem þess væri krafist að fólki trúði því að til væru fleiri en tvö kyn og að líffræðilegir karlar ættu að fá að fara í kvennaklefa. Þetta væri róttæk breyting og skoða þyrfti meint bakslag í því samhengi. Síðan á mánudag hefur fólk keppst við að gagnrýna Snorra á samfélagsmiðlum og víðar. Einhverjir hafa þó komið honum til varnar, þá helst samherjar hans í Miðflokknum. Í morgun var greint frá því að sérsveit Ríkislögreglustjóra hefði vaktað heimili Snorra og fjölskyldu í nótt vegna hótana sem honum hefðu borist. Snorri vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitast og hefur afþakkað viðtal vegna gagnrýninnar sem hann hefur sætt. Hann hefur nú rofið þögnina með færslu á Facebook. Þar segir hann að það sem veki efnislega helst athygli hans sé að jafnan sé lagt út af einhverju sem hann hafi aldrei sagt. „Mér eru gerð upp viðhorf og ummæli. Sú staðreynd hefur þó ekki dregið úr stóryrðunum, sem sumum er beint að persónu minni og jafnvel fjölskyldu.“ Skoðanabræður þori ekki að tjá sig opinberlega Hann segir að það sé þó aðeins það sem sjáist á á yfirborði samfélagsmiðlanna. Á sama tíma fái hann ekki svarað öllum þeim straumi skilaboða sem honum berist með þökkum fyrir að ræða þessi mál opinskátt og af virðingu. Því fylgi oftar en ekki lína um að sendandinn þori sjálfur ekki að lýsa sinni skoðun opinberlega, né lýsa yfir stuðningi við sjónarmið hans. „Þessi viðbrögð, bæði heilaga vandlætingin en einnig þakklætisbylgjan, gera því ekki annað en staðfesta áhyggjur mínar í viðtalinu af afar viðsjárverðri þöggun sem hefur grafið um sig í okkar samfélagi.“ Lofar að hætta að grípa fram í fyrir þrítugt Snorri segist þó taka einn hluta gagnrýninnar til sín, þann hluta sem snýr að framíköllum hans í Kastljósþættinum. „Mér hefur áður verið bent á að láta kappið ekki bera fegurðina ofurliði. Þetta er bagalegur ósiður í sjónvarpssal, einn af þeim sem ég lofa hér með formlega að losa mig alfarið við fyrir þrítugt. Ég er annars mættur til starfa. Leit í morgun við á vinnustofu um gervigreind og netöryggi. Þingið er sett í næstu viku. Við erum rétt að byrja!“
Miðflokkurinn Samfélagsmiðlar Hinsegin Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira