„Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. september 2025 15:22 Líkt og aðrir leikmenn Íslands átti Tryggvi lakan leik gegn Frakklandi. vísir / hulda margrét Tryggvi Hlinason stóð sig manna best hjá íslenska landsliðinu á EM í körfubolta og gengur stoltur frá borði þrátt fyrir að enginn sigur hafi skilað sér. Hann sýndi þó þreytumerki í leiknum gegn Frakklandi, eðlilega kannski eftir að hafa spilað nánast allar mínútur á mótinu. Klippa: Tryggvi Hlinason eftir lokaleikinn á EM „Menn voru búnir að gefa allt sitt í síðustu fjórum leikjum og þó hausinn vilji vera til staðar þá kallar líkaminn líka á mann og segir að hlutirnir séu ekki alveg þannig. Frakkar eru með hörkugott og mjög líkamlega sterkt lið, því miður þá bognuðum við undan því, en ef við horfum á allt mótið í heild sinni er ég mjög stoltur af öllu sem við erum búnir að gera“ sagði Tryggvi fljótlega eftir leik. Frakkar voru algjörlega við völd í dag og komnir með fimmtíu stig á töfluna eftir aðeins þrettán mínútur, þeir virtust hreinlega hitta úr öllum sínum skotum. „Já við þurfum að treysta á að svona lið eigi slæman dag á móti okkur en í dag settu þeir bara allt niður. Við reyndum að setja í svæðisvörn og sjá hvort þeir gætu skotið en þeir bara hittu öllu og ef þeir hittu ekki þá náðu þeir í frákast“ segir Tryggvi og tekur ýmislegt jákvætt úr leiknum líka. „Eins og alltaf var stúkan alltaf til staðar og stóð með okkur í gegnum þetta allt. Flott að ungu strákarnir fengu líka aðeins að spreyta sig, sýna hvað þeir geta gert og lært af þessu því við ætlum að halda áfram í þessu og menn þurfa að venjast því að spila við svona lið.“ Tryggvi skoraði átta stig og greip fimm fráköst.vísir / hulda margrét Íslandi tókst ekki að vinna sinn fyrsta stórmótssigur á mótinu þrátt fyrir að hafa oft hangið vel í andstæðingunum. Tryggvi segist stoltur af liðinu og vonar að fyrsti sigurinn skili sér á næsta EM. „Ég er bara ótrúlega stoltur af öllu sem við erum búnir að gera. Ótrúlega lítill munur hefði getað gert það að verkum að við vinnum þrjá leiki, sem er kannski skrítið að segja þegar við náðum ekki að vinna neinn, en við vorum alltaf í bullandi séns. Nema kannski í þessum eina leik gegn Frakklandi núna, en eins og ég segi, heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki. Það er ótrúlega erfitt að komast áfram á EuroBasket og að ná í sigur hefur verið áskorun, en við ætlum að ná honum.“ Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Klippa: Tryggvi Hlinason eftir lokaleikinn á EM „Menn voru búnir að gefa allt sitt í síðustu fjórum leikjum og þó hausinn vilji vera til staðar þá kallar líkaminn líka á mann og segir að hlutirnir séu ekki alveg þannig. Frakkar eru með hörkugott og mjög líkamlega sterkt lið, því miður þá bognuðum við undan því, en ef við horfum á allt mótið í heild sinni er ég mjög stoltur af öllu sem við erum búnir að gera“ sagði Tryggvi fljótlega eftir leik. Frakkar voru algjörlega við völd í dag og komnir með fimmtíu stig á töfluna eftir aðeins þrettán mínútur, þeir virtust hreinlega hitta úr öllum sínum skotum. „Já við þurfum að treysta á að svona lið eigi slæman dag á móti okkur en í dag settu þeir bara allt niður. Við reyndum að setja í svæðisvörn og sjá hvort þeir gætu skotið en þeir bara hittu öllu og ef þeir hittu ekki þá náðu þeir í frákast“ segir Tryggvi og tekur ýmislegt jákvætt úr leiknum líka. „Eins og alltaf var stúkan alltaf til staðar og stóð með okkur í gegnum þetta allt. Flott að ungu strákarnir fengu líka aðeins að spreyta sig, sýna hvað þeir geta gert og lært af þessu því við ætlum að halda áfram í þessu og menn þurfa að venjast því að spila við svona lið.“ Tryggvi skoraði átta stig og greip fimm fráköst.vísir / hulda margrét Íslandi tókst ekki að vinna sinn fyrsta stórmótssigur á mótinu þrátt fyrir að hafa oft hangið vel í andstæðingunum. Tryggvi segist stoltur af liðinu og vonar að fyrsti sigurinn skili sér á næsta EM. „Ég er bara ótrúlega stoltur af öllu sem við erum búnir að gera. Ótrúlega lítill munur hefði getað gert það að verkum að við vinnum þrjá leiki, sem er kannski skrítið að segja þegar við náðum ekki að vinna neinn, en við vorum alltaf í bullandi séns. Nema kannski í þessum eina leik gegn Frakklandi núna, en eins og ég segi, heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki. Það er ótrúlega erfitt að komast áfram á EuroBasket og að ná í sigur hefur verið áskorun, en við ætlum að ná honum.“
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira