Körfubolti

Vals­menn búnir að finna Kana

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
LaDarien Griffin treður í leik með St. Bonaventure háskólanum.
LaDarien Griffin treður í leik með St. Bonaventure háskólanum. getty/Al Bello

Bandaríski körfuboltamaðurinn LaDarien Griffin mun leika með Val í Bónus deild karla á næsta tímabili.

Griffin er 28 ára, tæplega tveggja metra hár framherji. Síðast lék hann með Crailsheim Merlins í B-deildinni í Þýskalandi.

Griffin lék með St. Bonaventure háskólanum í Bandaríkjunum á árunum 2015-19. Síðan hefur hann leikið í Evrópu; með Norrköping Dolphins og Lulea í Svíþjóð, Salon Vilpas í Finnlandi og Chernomorets Burgas í Búlgaríu.

Á síðasta tímabili var Griffin með 6,1 stig, 3,5 fráköst og 1,2 stoðsendingar að meðaltali í leik með Crailsheim Merlins.

Valur endaði í 4. sæti Bónus deildarinnar á síðasta tímabili og féll úr leik fyrir Grindavík í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar.

Valur mætir Tindastóli á Hlíðarenda í fyrsta leik sínum í Bónus deildinni á tímabilinu þann 4. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×