Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir og Anna Lára Steindal skrifa 5. september 2025 17:31 Árið 2016 fullgilti Ísland samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með því skuldbundu stjórnvöld sig til að tryggja að fatlað fólk, þar á meðal börn, njóti allra mannréttinda sinna til jafns við aðra. Þar er menntun meðal lykilréttinda. Samningurinn leggur áherslu á að breyta þurfi samfélaginu og endurhugsa kerfi þess til að mæta þörfum fatlaðs fólks – ekki öfugt. Í umræðunni um skóla án aðgreiningar og inngildandi nám hefur þessi grundvallarhugsun því miður glatast. Skóli án aðgreiningar snýst ekki um það eitt að fötluð börn sæki almennan skóla. Skóli án aðgreiningar krefst þess að skólakerfið sé hannað með fjölbreytileikann í huga: að viðeigandi stuðningur sé til staðar, fagleg þekking sé tryggð, mannauður vel nýttur og að kerfið sé sveigjanlegt til að öll börn fái þann stuðning sem þau þurfa og eiga rétt á. Skóli án aðgreiningar er ekki markmið í sjálfu sér – hér er um að ræða aðferð til að stuðla að því að öll börn njóti sambærilegra réttinda og tækifæra. Sífellt oftar má heyra þá skoðun að skóli án aðgreiningar hafi mistekist og betra sé að hverfa frá þessari stefnu. Þetta er misskilningur. Staðan er sú að innleiðingu skóla án aðgreiningar hefur ekki fylgt nógu fjármagn og einnig hefur verið lagður mismunandi skilningur í hugtakið. Þá hefur verið vöntun á skýrari leiðsögn um framkvæmdina og eftirliti og mati á árangri. Mörg dæmi er um að vel sé að málum staðið í mörgum skólum, en betur má ef duga skal. Þegar stjórnvöld og sveitarfélög ákveða að fjárfesta ekki í nauðsynlegum stuðningi, þegar kennarar fá ekki þau verkfæri sem þarf, þegar foreldrar þurfa að berjast í sífellu fyrir sjálfsögðum réttindum barna sinna – þá bregst samfélagið fötluðum börnum. Hér að neðan er tékklisti sem stjórnvöld og sveitarfélög geta haft að leiðarljósi til að skóli án aðgreiningar standi undir nafni: Auka skilning á hugmyndafræðinni um skóla án aðgreiningar og inngildandi skólastarfi. Auka fjármagn til málaflokksins. Fjölga stöðugildum kennara, og fagaðila eins og þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, sálfræðinga, námsráðgjafa, talmeinafræðinga o.fl. Auka þverfaglega samvinnu, eins og kveðið er á um í lögum um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Útrýma biðlistum eftir nauðsynlegri þjónustu fyrir öll börn. Umboðsmaður barna sendir reglulega frá sér upplýsingar um bið eftir nauðsynlegri þjónustu fyrir börn, en langir biðlistar hafa verið viðvarandi vandamál í langan tíma. Hér eru nokkur dæmi um fjölda á biðlista (uppfærðar tölur af vef Umboðsmann barna frá 3. mars. 2025) https://www.barn.is/barnasattmalinn/bid-eftir-thjonustu/upplysingar-um-bid-eftir-thjonustu-1 Geðheilsumiðstöð barna – 2093 börn á biðlista Ráðgjafa- og greiningarstöð – 644 börn á biðlista Heyrna og talmeinastöð – 132 börn á biðlista Talmeinafræðingar – 3701 börn á biðlista Spurningin sem við stöndum frammi fyrir er einföld: Viljum við raunverulega samfélag þar sem öll börn fá tækifæri til að vaxa og dafna á eigin forsendum? Ef svarið er já, þá þurfum við að breyta skólakerfinu – jafnvel umbylta því – og setja mannréttindi og fjölbreytileika í forgrunn. Um það snýst skóla án aðgreiningar. Þetta er verkefni sem við þurfum að takast á við sem samfélag okkur öllum til heilla (og farsældar). Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, og Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Árið 2016 fullgilti Ísland samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með því skuldbundu stjórnvöld sig til að tryggja að fatlað fólk, þar á meðal börn, njóti allra mannréttinda sinna til jafns við aðra. Þar er menntun meðal lykilréttinda. Samningurinn leggur áherslu á að breyta þurfi samfélaginu og endurhugsa kerfi þess til að mæta þörfum fatlaðs fólks – ekki öfugt. Í umræðunni um skóla án aðgreiningar og inngildandi nám hefur þessi grundvallarhugsun því miður glatast. Skóli án aðgreiningar snýst ekki um það eitt að fötluð börn sæki almennan skóla. Skóli án aðgreiningar krefst þess að skólakerfið sé hannað með fjölbreytileikann í huga: að viðeigandi stuðningur sé til staðar, fagleg þekking sé tryggð, mannauður vel nýttur og að kerfið sé sveigjanlegt til að öll börn fái þann stuðning sem þau þurfa og eiga rétt á. Skóli án aðgreiningar er ekki markmið í sjálfu sér – hér er um að ræða aðferð til að stuðla að því að öll börn njóti sambærilegra réttinda og tækifæra. Sífellt oftar má heyra þá skoðun að skóli án aðgreiningar hafi mistekist og betra sé að hverfa frá þessari stefnu. Þetta er misskilningur. Staðan er sú að innleiðingu skóla án aðgreiningar hefur ekki fylgt nógu fjármagn og einnig hefur verið lagður mismunandi skilningur í hugtakið. Þá hefur verið vöntun á skýrari leiðsögn um framkvæmdina og eftirliti og mati á árangri. Mörg dæmi er um að vel sé að málum staðið í mörgum skólum, en betur má ef duga skal. Þegar stjórnvöld og sveitarfélög ákveða að fjárfesta ekki í nauðsynlegum stuðningi, þegar kennarar fá ekki þau verkfæri sem þarf, þegar foreldrar þurfa að berjast í sífellu fyrir sjálfsögðum réttindum barna sinna – þá bregst samfélagið fötluðum börnum. Hér að neðan er tékklisti sem stjórnvöld og sveitarfélög geta haft að leiðarljósi til að skóli án aðgreiningar standi undir nafni: Auka skilning á hugmyndafræðinni um skóla án aðgreiningar og inngildandi skólastarfi. Auka fjármagn til málaflokksins. Fjölga stöðugildum kennara, og fagaðila eins og þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, sálfræðinga, námsráðgjafa, talmeinafræðinga o.fl. Auka þverfaglega samvinnu, eins og kveðið er á um í lögum um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Útrýma biðlistum eftir nauðsynlegri þjónustu fyrir öll börn. Umboðsmaður barna sendir reglulega frá sér upplýsingar um bið eftir nauðsynlegri þjónustu fyrir börn, en langir biðlistar hafa verið viðvarandi vandamál í langan tíma. Hér eru nokkur dæmi um fjölda á biðlista (uppfærðar tölur af vef Umboðsmann barna frá 3. mars. 2025) https://www.barn.is/barnasattmalinn/bid-eftir-thjonustu/upplysingar-um-bid-eftir-thjonustu-1 Geðheilsumiðstöð barna – 2093 börn á biðlista Ráðgjafa- og greiningarstöð – 644 börn á biðlista Heyrna og talmeinastöð – 132 börn á biðlista Talmeinafræðingar – 3701 börn á biðlista Spurningin sem við stöndum frammi fyrir er einföld: Viljum við raunverulega samfélag þar sem öll börn fá tækifæri til að vaxa og dafna á eigin forsendum? Ef svarið er já, þá þurfum við að breyta skólakerfinu – jafnvel umbylta því – og setja mannréttindi og fjölbreytileika í forgrunn. Um það snýst skóla án aðgreiningar. Þetta er verkefni sem við þurfum að takast á við sem samfélag okkur öllum til heilla (og farsældar). Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, og Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun