Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Bjarki Sigurðsson skrifar 5. september 2025 23:02 Alma Möller er heilbrigðisráðherra. Vísir/Anton Brink Heilbrigðisráðherra segir til skoðunar að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla þar á síðasta rúma ári. Sjálfsvíg verða rannsökuð afturvirkt til ársins 2000 til að finna rauðan þráð. Á rúmu ári hafa íbúar á Austurlandi lent í röð áfalla. Í júní á síðasta ári lést barn á leikskólaaldri í Neskaupstað eftir skammvinn veikindi og faðir þess fórst af slysförum tveimur mánuðum síðar. Sama ár létust tveir ungir karlmenn sviplega undir lok sumars og í ágúst það sama ár var einnig framið tvöfalt morð. Undir lok síðasta mánaðar féll svo ung kona búsett á Fáskrúðsfirði fyrir eigin hendi og hefur það áfall rifið upp gömul sár. Hafa bætt í teymið Heilbrigðisráðherra segir geðheilsuteymi starfrækt um land allt sem mönnuð eru eftir þörf. Bætt hefur verið í teymið á Austurlandi síðustu misseri. „Auðvitað er alltaf hægt að gera betur og í ljósi þessara áfalla á Austfjörðum erum við með til skoðunar hvort það þurfi að efla teymið enn betur,“ segir Alma. Ráðuneytið ásamt Embætti landlæknis hafi unnið aðgerðaráætlun gegn sjálfsvígum, sem nú liggi fyrir. „Þar er til dæmis verið að leggja áherslu á þessa lágþröskuldaþjónustu. Það er verið að leggja áherslu á fræðslu til þeirra lykilaðila sem að málum koma og það á að samræma og innliða mat á sjálfsvígsáhættu sem er auðvitað ótrúlega mikilvægt,“ segir Alma. Rannsaka öll sjálfsvíg Rannsaka eigi sjálfsvíg afturvirkt til ársins 2000, greina hvert fyrir sig og komast að því hvort gera hafi mátt betur, en það verklag verður notað í framtíðinni. „Hvert sjálfsvíg er dýrkeypt og einu of mikið. Við viljum gera allt sem hægt er til að beita forvörnum og þess vegna er þessi aðgerðaáætlun svo mikilvæg,“ segir Alma. Heilbrigðismál Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Múlaþing Fjarðabyggð Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Á rúmu ári hafa íbúar á Austurlandi lent í röð áfalla. Í júní á síðasta ári lést barn á leikskólaaldri í Neskaupstað eftir skammvinn veikindi og faðir þess fórst af slysförum tveimur mánuðum síðar. Sama ár létust tveir ungir karlmenn sviplega undir lok sumars og í ágúst það sama ár var einnig framið tvöfalt morð. Undir lok síðasta mánaðar féll svo ung kona búsett á Fáskrúðsfirði fyrir eigin hendi og hefur það áfall rifið upp gömul sár. Hafa bætt í teymið Heilbrigðisráðherra segir geðheilsuteymi starfrækt um land allt sem mönnuð eru eftir þörf. Bætt hefur verið í teymið á Austurlandi síðustu misseri. „Auðvitað er alltaf hægt að gera betur og í ljósi þessara áfalla á Austfjörðum erum við með til skoðunar hvort það þurfi að efla teymið enn betur,“ segir Alma. Ráðuneytið ásamt Embætti landlæknis hafi unnið aðgerðaráætlun gegn sjálfsvígum, sem nú liggi fyrir. „Þar er til dæmis verið að leggja áherslu á þessa lágþröskuldaþjónustu. Það er verið að leggja áherslu á fræðslu til þeirra lykilaðila sem að málum koma og það á að samræma og innliða mat á sjálfsvígsáhættu sem er auðvitað ótrúlega mikilvægt,“ segir Alma. Rannsaka öll sjálfsvíg Rannsaka eigi sjálfsvíg afturvirkt til ársins 2000, greina hvert fyrir sig og komast að því hvort gera hafi mátt betur, en það verklag verður notað í framtíðinni. „Hvert sjálfsvíg er dýrkeypt og einu of mikið. Við viljum gera allt sem hægt er til að beita forvörnum og þess vegna er þessi aðgerðaáætlun svo mikilvæg,“ segir Alma.
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Múlaþing Fjarðabyggð Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira