Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. september 2025 14:00 Jóhannes Þór Skúlason og Halla Gunnarsdóttir. Samsett Formaður VR og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segjast jákvæðir gagnvart nýrri atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar. Hins vegar þurfi enn að huga að nokkrum hlutum líkt og hverjir eigi að vinna störfin. Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, ræddu nýja atvinnustefnu ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur í Sprengisandi í morgun. Þau sammælast um að ný atvinnustefna ríkisstjórnarinnar geti verið af því góða. Hins vegar séu nokkrir hlutir sem þurfi að huga betur að. „Þess vegna höfum við lagt mesta áherslu á þetta, eins og við gerum eiginlega alltaf, að hlutverki ríkisins gagnvart atvinnugreinum sé fyrst og fremst að skapa þeim skynsamlegar rekstraraðstæður. Að það sé hægt að stofna fyrirtæki og reka þau án þess að það séu of miklar flækjur“ sagði Jóhannes Þór. Hann telur það einnig vera vandamál að fulltrúar stjórnvalda tali frekar út frá tilfinningum og hugmyndum heldur en staðreyndum og opinberum gögnum. „Ef menn skoða gögnin þá sést að á þessum síðustu sjö árum hefur fjölgun erlends vinnuafls í ferðaþjónustu ekki verið nema tíu prósent af heildarfjölgun landsins. Þannig það er af og frá að ferðaþjónusta sé meginvaldur að fólksfjölgun eða innflutningur erlends vinnuafls á síðustu sjö árum.“ Vill ekki bara miða árangur við verga landsframleiðslu Halla segist fyrst og fremst hafa áhuga á hver eigi að vinna störfin sem ríkisstjórnin hyggst skapa með atvinnustefnunni. „Það er allt fólkið sem á að vinna þessi störf og hvernig störf það eru sem við erum að búa til. Það er þannig að það er að verða ofboðslega mikil breyting á störfum og stefnumótun þarf að taka mið af því,“ segir hún. Þá leggur hún til að íslensk haldi áfram vegferð sinni með Skotlandi og Nýja-Sjálandi að þróa mælikvarða fyrir árangur sem miða ekki bara við verga landframleiðslu. „Þetta er tilraun til að mæla fleira en bara verga landsframleiðslu. Það eru bara samfélagslegir þættir, sjálfbærni og almenn velsæld. Ég held að þessir mælikvarðar séu góðir og hvet stjórnvöld til að notast við þá,“ segir Halla. Hér er einungis stilkað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Stéttarfélög Ferðaþjónusta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sprengisandur Vinnumarkaður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, ræddu nýja atvinnustefnu ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur í Sprengisandi í morgun. Þau sammælast um að ný atvinnustefna ríkisstjórnarinnar geti verið af því góða. Hins vegar séu nokkrir hlutir sem þurfi að huga betur að. „Þess vegna höfum við lagt mesta áherslu á þetta, eins og við gerum eiginlega alltaf, að hlutverki ríkisins gagnvart atvinnugreinum sé fyrst og fremst að skapa þeim skynsamlegar rekstraraðstæður. Að það sé hægt að stofna fyrirtæki og reka þau án þess að það séu of miklar flækjur“ sagði Jóhannes Þór. Hann telur það einnig vera vandamál að fulltrúar stjórnvalda tali frekar út frá tilfinningum og hugmyndum heldur en staðreyndum og opinberum gögnum. „Ef menn skoða gögnin þá sést að á þessum síðustu sjö árum hefur fjölgun erlends vinnuafls í ferðaþjónustu ekki verið nema tíu prósent af heildarfjölgun landsins. Þannig það er af og frá að ferðaþjónusta sé meginvaldur að fólksfjölgun eða innflutningur erlends vinnuafls á síðustu sjö árum.“ Vill ekki bara miða árangur við verga landsframleiðslu Halla segist fyrst og fremst hafa áhuga á hver eigi að vinna störfin sem ríkisstjórnin hyggst skapa með atvinnustefnunni. „Það er allt fólkið sem á að vinna þessi störf og hvernig störf það eru sem við erum að búa til. Það er þannig að það er að verða ofboðslega mikil breyting á störfum og stefnumótun þarf að taka mið af því,“ segir hún. Þá leggur hún til að íslensk haldi áfram vegferð sinni með Skotlandi og Nýja-Sjálandi að þróa mælikvarða fyrir árangur sem miða ekki bara við verga landframleiðslu. „Þetta er tilraun til að mæla fleira en bara verga landsframleiðslu. Það eru bara samfélagslegir þættir, sjálfbærni og almenn velsæld. Ég held að þessir mælikvarðar séu góðir og hvet stjórnvöld til að notast við þá,“ segir Halla. Hér er einungis stilkað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.
Stéttarfélög Ferðaþjónusta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sprengisandur Vinnumarkaður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira