Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Samúel Karl Ólason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 8. september 2025 18:56 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra. Vísir/Anton Fríverslunarsamningur Íslands og annarra EFTA-ríkja við Ísrael verður ekki uppfærður og tveir ísraelskir ráðherrar verða settir í farbann, sem felur í sér að þeir mega ekki ferðast til Íslands og mega ekki fara um íslenska lofthelgi. Þá verða vörur frá hernumdum svæðum Ísraela merktar, auk þess sem farið verður í aðrar aðgerðir. Ráðherrarnir tveir eru þeir Ben Gvir og Bezalel Smotrich. Gvir er fjar-hægri sinnaður þjóðaröryggisráðherra Ísrael og mikill harðlínumaður þegar kemur að málefnum Palestínu. Smotrich er fjármálaráðherra og lagði á dögunum fram tillögu um að innlima nánast allan Vesturbakkann. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi utanríkismálanefnd Alþingis í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, sótti fundinn og kynnti þar aðgerðir ríkisstjórnarinnar gagnvart Ísrael. Það að fríverslunarsamningurinn verði ekki uppfærður þýðir í einföldu máli sagt að nýjar vörur eða þjónusta frá Ísrael falli ekki undir samninginn. Þorgerður Katrín sagði í Kvöldfréttum Sýnar að þegar uppfærsla samningsins hafi komið til umræðu meðal EFTA-ríkjanna hafi Íslendingar beðið um að dokað yrði við. Nú hefði verið ákveðið að fara ekki í þessa uppfærslu. Skýr skilaboð „Það eru mjög skýr skilaboð um það að á meðan ástandið er svona fyrir botni Miðjarðarhafs og mannúðaraðstoð er ekki hleypt inn á svæðið, af því að Ísraelar vilja ekki hleypa henni inn, og hvað þá að stöðva stríðið, þá erum við að beita öllum þeim ráðum sem við höfum til að þrýsta á Ísrael,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún sagði að Íslendingar myndu áfram beita sér á öðrum vettvangi og tala fyrir friði, áframhaldandi mannúðaraðstoð og einnig að Hamas-liðar sleppi gíslum sem þeir eru enn með í haldi og muni ekki koma að uppbyggingu í Palestínu. Þorgerður Katrín sagði Íslendinga ekki vera að fara ótroðnar slóðir. Þær væru svipaðar og önnur líkt þenkjandi ríki hefðu þegar farið og nefndi hún Bretland, Spánn, Noreg og önnur ríki í því samhengi. Hún sagði að snúið yrði í framkvæmd að merkja sérstaklega vörur frá hernumdum svæðum. Annað sem Ísland mun gera er að fara af meiri þunga inn í mál Suður-Afríku gegn Ísrael fyrir alþjóðadómstólnum. „Síðan er auðvitað líka það sem við erum að gera, það sem meðal annars Palestínumenn hafa beðið okkur um að gera, halda áfram að tala skýrt fyrir friði og leggja áherslu á að auka mannúðaraðstoðina. Líka að styðja mannúðar- og hjálparsamtök á svæðinu. Það höfum við gert og ætlum að halda áfram að gera.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Utanríkisráðherra mun halda á fund utanríkismálanefndar á morgun til að kynna mögulegar aðgerðir gegn Ísrael vegna ástandsins á Gaza. Meðal þess sem verður rætt er sá möguleiki að slíta fríverslunarsamningi við Ísrael. 7. september 2025 12:08 „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Fyrrverandi utanríkisráðherra krafðist þess á fjöldafundi í dag að ríkisstjórnin slíti öllu sambandi við Ísrael. Kona frá Palestínu segir daginn í dag hafa verið tilfinningaþrunginn en fjölmargir komu saman á Austurvelli. 6. september 2025 20:19 Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Mikill fjöldi fólks er saman kominn á Austurvelli á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði. Fjöldafundir fara fram um allt land í dag til að krefja ríkisstjórn Íslands um aðgerðir í málefni Palestínu. 6. september 2025 15:49 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
Ráðherrarnir tveir eru þeir Ben Gvir og Bezalel Smotrich. Gvir er fjar-hægri sinnaður þjóðaröryggisráðherra Ísrael og mikill harðlínumaður þegar kemur að málefnum Palestínu. Smotrich er fjármálaráðherra og lagði á dögunum fram tillögu um að innlima nánast allan Vesturbakkann. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi utanríkismálanefnd Alþingis í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, sótti fundinn og kynnti þar aðgerðir ríkisstjórnarinnar gagnvart Ísrael. Það að fríverslunarsamningurinn verði ekki uppfærður þýðir í einföldu máli sagt að nýjar vörur eða þjónusta frá Ísrael falli ekki undir samninginn. Þorgerður Katrín sagði í Kvöldfréttum Sýnar að þegar uppfærsla samningsins hafi komið til umræðu meðal EFTA-ríkjanna hafi Íslendingar beðið um að dokað yrði við. Nú hefði verið ákveðið að fara ekki í þessa uppfærslu. Skýr skilaboð „Það eru mjög skýr skilaboð um það að á meðan ástandið er svona fyrir botni Miðjarðarhafs og mannúðaraðstoð er ekki hleypt inn á svæðið, af því að Ísraelar vilja ekki hleypa henni inn, og hvað þá að stöðva stríðið, þá erum við að beita öllum þeim ráðum sem við höfum til að þrýsta á Ísrael,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún sagði að Íslendingar myndu áfram beita sér á öðrum vettvangi og tala fyrir friði, áframhaldandi mannúðaraðstoð og einnig að Hamas-liðar sleppi gíslum sem þeir eru enn með í haldi og muni ekki koma að uppbyggingu í Palestínu. Þorgerður Katrín sagði Íslendinga ekki vera að fara ótroðnar slóðir. Þær væru svipaðar og önnur líkt þenkjandi ríki hefðu þegar farið og nefndi hún Bretland, Spánn, Noreg og önnur ríki í því samhengi. Hún sagði að snúið yrði í framkvæmd að merkja sérstaklega vörur frá hernumdum svæðum. Annað sem Ísland mun gera er að fara af meiri þunga inn í mál Suður-Afríku gegn Ísrael fyrir alþjóðadómstólnum. „Síðan er auðvitað líka það sem við erum að gera, það sem meðal annars Palestínumenn hafa beðið okkur um að gera, halda áfram að tala skýrt fyrir friði og leggja áherslu á að auka mannúðaraðstoðina. Líka að styðja mannúðar- og hjálparsamtök á svæðinu. Það höfum við gert og ætlum að halda áfram að gera.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Utanríkisráðherra mun halda á fund utanríkismálanefndar á morgun til að kynna mögulegar aðgerðir gegn Ísrael vegna ástandsins á Gaza. Meðal þess sem verður rætt er sá möguleiki að slíta fríverslunarsamningi við Ísrael. 7. september 2025 12:08 „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Fyrrverandi utanríkisráðherra krafðist þess á fjöldafundi í dag að ríkisstjórnin slíti öllu sambandi við Ísrael. Kona frá Palestínu segir daginn í dag hafa verið tilfinningaþrunginn en fjölmargir komu saman á Austurvelli. 6. september 2025 20:19 Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Mikill fjöldi fólks er saman kominn á Austurvelli á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði. Fjöldafundir fara fram um allt land í dag til að krefja ríkisstjórn Íslands um aðgerðir í málefni Palestínu. 6. september 2025 15:49 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Utanríkisráðherra mun halda á fund utanríkismálanefndar á morgun til að kynna mögulegar aðgerðir gegn Ísrael vegna ástandsins á Gaza. Meðal þess sem verður rætt er sá möguleiki að slíta fríverslunarsamningi við Ísrael. 7. september 2025 12:08
„Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Fyrrverandi utanríkisráðherra krafðist þess á fjöldafundi í dag að ríkisstjórnin slíti öllu sambandi við Ísrael. Kona frá Palestínu segir daginn í dag hafa verið tilfinningaþrunginn en fjölmargir komu saman á Austurvelli. 6. september 2025 20:19
Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Mikill fjöldi fólks er saman kominn á Austurvelli á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði. Fjöldafundir fara fram um allt land í dag til að krefja ríkisstjórn Íslands um aðgerðir í málefni Palestínu. 6. september 2025 15:49