Körfubolti

Grikk­land í undanúr­slit á EM

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Allt í öllu.
Allt í öllu. EPA/TOMS KALNINS

Grikkland er komið í undanúrslit karla í körfubolta eftir sigur á Litáen í dag. Stórstjarnan  Giannis Antetokounmpo, leikmaður Milwaukee Bucks í NBA-deildinni, fór fyrir sínum mönnum.

Grikkir voru alltaf með yfirhöndina í kvöld en tókst aldrei að stinga öflugt lið Litáen almennilega af. Það var samt ljóst þegar leið á síðari hálfleikinn að Grikkir væru á leið í undanúrslitin og á endanum unnu þeir leikinn með 11 stiga mun, 87-76.

Giannis var stigahæstur með 29 stig ásamt því að taka sex fráköst og gefa tvær stoðsendingu. Jonas Valančiūnas gerði allt sem hann gat í liði Litáen. Hann skoraði 24 stig, tók 15 fráköst og gaf eina stoðsendingu.

Grikkland mætir Tyrklandi í undanúrslitum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×