Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar 10. september 2025 08:02 Samkvæmt Alþjóðlegu sjálfsvígsforvarnarsamtökunum (International Association for Suicide Prevention) deyja um 700.000 manns úr sjálfsvígi í heiminum á ári. Sjálfsvíg snerta fólk úr öllum stéttum og samfélagshópum. Því er mikilvægt að auka fjármagn til gagnasöfnunar, rannsóknar- og forvarnarstarfs í málaflokknum. Með aukinni gagnasöfnun getum við betur kortlagt vandann sem er nauðsynlegt til að skilja þróun, setja inn bjargráð og geta gripið inn í á réttum tímapunkti. Þá þarf að tryggja fjármagn til lágþröskuldaúrræða eins þau gjaldfrjálsu meðferðarúrræði sem Píeta samtökin veita ásamt hjálparsímanum 552 2218 sem er opinn allan sólahringinn allt árið um kring. Slík verkefni eru hornsteinar í lýðheilsu samfélagsins. Segðu það upphátt! Í dag, þann10. september, er alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur. Markmiðið með deginum er að vekja athygli á forvörnum gegn sjálfsvígum, brjóta niður skömm og þöggun í kringum geðræna erfiðleika og hvetja fólk til að tala saman og hlusta af einlægni, sýna samkennd, hlýju og virðingu. Margir upplifa á einhverjum tímapunkti í lífinu tilfinningu sem lýsir sér sem óbærilegum sársauka – en vilja í raun ekki deyja, heldur hætta að líða illa. Það skiptir því öllu máli að rjúfa þögnina. Að ræða opinskátt um líðan, viðurkenna tilfinningar og sýna samkennd getur bjargað lífi. Gott forvarnaráð er að venja sig við að spyrja vini og fjölskyldu einfaldrar spurningar: Hvernig hefur þú það í alvöru? Og síðan að hlusta – án þess að dæma, með opnu hjarta. Ungt fólk og eldra fólk Sjálfsvíg snerta fólk á öllum aldri, en þrátt fyrir aukna umræðu er enn rík þörf á vitundarvakningu. Í dag langar mig til að beina sjónum að mikilvægi forvarna tveggja hópa; ungmenna og eldra fólks. Ungt fólk upplifir oft álag og tilfinningalegan óstöðugleika sem gjarnan fylgir unglingsárunum, hefur áhyggjur af framtíðinni er óöruggt með sjálfsmyndina og upplifir pressu frá samfélagsmiðlum. Þau geta átt erfitt með að tjá tilfinningar sínar og vita ekki hvar þau geta leitað hjálpar. Á sama tíma getur eldra fólk upplifað einsemd, missi, veikindi eða skerta þátttöku í samfélaginu, sem getur leitt til einmanaleika og depurðar en leita sér kannski ekki hjálpar. Við þurfum því alltaf að vera að ávarpa vandann, segja frá bjargráðum og benda á úrræði. Í dag hvet ég þig til að horfa til ungmenna og eldra fólks í þínu nærumhverfi og hlusta eftir líðan þeirra. Með samhug, fræðslu og öflugri samfélagslegri umræðu getum við byggt upp samfélag þar sem fólk þorir að leita sér hjálpar og finnur að líf þeirra skiptir máli. Á degi sem þessum erum við minnt á mikilvægi þess að vera til staðar fyrir hvert annað – ekki aðeins í orðum, heldur einnig í verki. Höfundur er framkvæmdastýra Píeta samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Geðheilbrigði Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt Alþjóðlegu sjálfsvígsforvarnarsamtökunum (International Association for Suicide Prevention) deyja um 700.000 manns úr sjálfsvígi í heiminum á ári. Sjálfsvíg snerta fólk úr öllum stéttum og samfélagshópum. Því er mikilvægt að auka fjármagn til gagnasöfnunar, rannsóknar- og forvarnarstarfs í málaflokknum. Með aukinni gagnasöfnun getum við betur kortlagt vandann sem er nauðsynlegt til að skilja þróun, setja inn bjargráð og geta gripið inn í á réttum tímapunkti. Þá þarf að tryggja fjármagn til lágþröskuldaúrræða eins þau gjaldfrjálsu meðferðarúrræði sem Píeta samtökin veita ásamt hjálparsímanum 552 2218 sem er opinn allan sólahringinn allt árið um kring. Slík verkefni eru hornsteinar í lýðheilsu samfélagsins. Segðu það upphátt! Í dag, þann10. september, er alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur. Markmiðið með deginum er að vekja athygli á forvörnum gegn sjálfsvígum, brjóta niður skömm og þöggun í kringum geðræna erfiðleika og hvetja fólk til að tala saman og hlusta af einlægni, sýna samkennd, hlýju og virðingu. Margir upplifa á einhverjum tímapunkti í lífinu tilfinningu sem lýsir sér sem óbærilegum sársauka – en vilja í raun ekki deyja, heldur hætta að líða illa. Það skiptir því öllu máli að rjúfa þögnina. Að ræða opinskátt um líðan, viðurkenna tilfinningar og sýna samkennd getur bjargað lífi. Gott forvarnaráð er að venja sig við að spyrja vini og fjölskyldu einfaldrar spurningar: Hvernig hefur þú það í alvöru? Og síðan að hlusta – án þess að dæma, með opnu hjarta. Ungt fólk og eldra fólk Sjálfsvíg snerta fólk á öllum aldri, en þrátt fyrir aukna umræðu er enn rík þörf á vitundarvakningu. Í dag langar mig til að beina sjónum að mikilvægi forvarna tveggja hópa; ungmenna og eldra fólks. Ungt fólk upplifir oft álag og tilfinningalegan óstöðugleika sem gjarnan fylgir unglingsárunum, hefur áhyggjur af framtíðinni er óöruggt með sjálfsmyndina og upplifir pressu frá samfélagsmiðlum. Þau geta átt erfitt með að tjá tilfinningar sínar og vita ekki hvar þau geta leitað hjálpar. Á sama tíma getur eldra fólk upplifað einsemd, missi, veikindi eða skerta þátttöku í samfélaginu, sem getur leitt til einmanaleika og depurðar en leita sér kannski ekki hjálpar. Við þurfum því alltaf að vera að ávarpa vandann, segja frá bjargráðum og benda á úrræði. Í dag hvet ég þig til að horfa til ungmenna og eldra fólks í þínu nærumhverfi og hlusta eftir líðan þeirra. Með samhug, fræðslu og öflugri samfélagslegri umræðu getum við byggt upp samfélag þar sem fólk þorir að leita sér hjálpar og finnur að líf þeirra skiptir máli. Á degi sem þessum erum við minnt á mikilvægi þess að vera til staðar fyrir hvert annað – ekki aðeins í orðum, heldur einnig í verki. Höfundur er framkvæmdastýra Píeta samtakanna.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun