Körfubolti

Finnar af­greiddu Georgíu með stæl

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mikael Jantunen var frábær í leiknum og fagnar hér góðri körfu.
Mikael Jantunen var frábær í leiknum og fagnar hér góðri körfu. vísir/getty

Finnland er komið í undanúrslit á EM í körfubolta eftir flottan sigur á Georgíu, 93-79.

Finnar byrjuðu leikinn af miklum krafti og leiddu með þrettán stigum, 28-15, eftir fyrsta leikhluta. Þeir litu aldrei til baka eftir það.

Mikael Jantunen var stigahæstur Finna með 19 stig en Lauri Markkanen var næstur með 17 stig.

Alexander Mamukelashvili var atkvæðamestur í liði Georgíu með 22 stig.

Finnar spila við Þýskaland eða Slóveníu í undanúrslitum mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×