Innlent

Fjór­tán geta búist við sekt

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Lögregla sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem þess var óskað að ná tali af manni. Mynd af manninum fylgdi.
Lögregla sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem þess var óskað að ná tali af manni. Mynd af manninum fylgdi.

Eigendur fjórtán ökutækja geta átt von á sekt vegna stöðubrots í Garðabæ er segir í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún hafði afskipti af fjölda ökumanna í dag.

Þó nokkrir ökumenn voru stöðvaðir af lögreglu í dag fyrir að aka án ökuréttinda. Einn þeirra reyndist einnig vera undir áhrifum fíkniefna og var látinn laus að blóðsýnatöku lokinni. Annar ökumaður var boðaður í skoðun þar sem hann var með filmur í rúðum á bílnum sínum. Enn annar var að tala í farsíma við akstur og á yfir höfði sér sekt. Hann reyndist einnig aka um á ótryggðum bíl.

Lögreglunni í Kópavogi og Breiðholti barst einnig tilkynning um þjófnað í tækjavöruverslun og er málið í rannsókn. Í umdæmi lögreglustöðvar eitt, sem sinnir útköllum í Austurbæ, Miðbæ, Vesturbæ og á Seltjarnarnesi barst tilkynning um mann sem neitaði að greiða fyrir far hjá leigubíl. Hann greiddi fyrir farið að lokum.

Lögreglan í Árbæ sinnti útkalli vegna þjófnaðar í gám þar sem verkfærum var stolið. Málið er í rannsókn.

Síðdegis í dag var einn vistaður í fangageymslu lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×