Víti í blálokin dugði Liverpool Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2025 14:45 Virgil van Dijk og Lyle Foster í baráttunni á Turf Moor í dag. Getty/Richard Sellers Mohamed Salah tryggði Liverpool óhemju sætan sigur gegn nýliðum Burnley í dag, þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á síðustu stundu. Niðurstaðan 1-0 útisigur Englandsmeistaranna. Liverpool-menn voru orðnir manni fleiri eftir að Lesley Ugochukwu fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 85. mínútu. Þeim hafði gengið bölvanlega að brjóta upp þéttan varnarmúr Burnley og skapað sárafá færi en fengu svo kjörið tækifæri þegar víti var dæmt á Hannibal fyrir að fá fyrirgjöf Jeremie Frimpong í höndina, á fjórðu mínútu uppbótartíma. Salah skoraði af öryggi úr vítinu og þar með er Liverpool enn með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Alexander Isak, dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, var ekki í leikmannahópi Liverpool. Arne Slot sagðist fyrir leik vilja gefa Isak meiri tíma við æfingar áður en hann byrjaði að spila en lofaði að hann yrði í hópnum gegn Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag. Enski boltinn
Mohamed Salah tryggði Liverpool óhemju sætan sigur gegn nýliðum Burnley í dag, þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á síðustu stundu. Niðurstaðan 1-0 útisigur Englandsmeistaranna. Liverpool-menn voru orðnir manni fleiri eftir að Lesley Ugochukwu fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 85. mínútu. Þeim hafði gengið bölvanlega að brjóta upp þéttan varnarmúr Burnley og skapað sárafá færi en fengu svo kjörið tækifæri þegar víti var dæmt á Hannibal fyrir að fá fyrirgjöf Jeremie Frimpong í höndina, á fjórðu mínútu uppbótartíma. Salah skoraði af öryggi úr vítinu og þar með er Liverpool enn með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Alexander Isak, dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, var ekki í leikmannahópi Liverpool. Arne Slot sagðist fyrir leik vilja gefa Isak meiri tíma við æfingar áður en hann byrjaði að spila en lofaði að hann yrði í hópnum gegn Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag.