Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2025 13:40 Melissa Jefferson-Wooden fagnaði ákaft eftir magnað hlaup sitt í dag þegar hún varð heimsmeistari og setti mótsmet í 100 metra hlaupi. Getty/Oliver Weiken Jamaíka eignaðist gull- og silfurverðlaunahafa í 100 metra hlaupi karla á HM í frjálsíþróttum í Tókýó í dag og einnig silfurverðlaunahafa í 100 metra hlaupi kvenna. Það var hins vegar hin bandaríska Melissa Jefferson-Wooden, bronsverðlaunahafi frá því á ÓL í fyrra, sem varð heimsmeistari kvenna með afar sannfærandi hætti. Hún kom langfyrst í mark á nýju mótsmeti, 10,61 sekúndum, eða 15/100 úr sekúndu á undan Tiu Clayton frá Jamaíku. Ólympíumeistarinn Julien Alfred varð svo að sætta sig við bronsið á 10,84 sekúndum. Í 100 metra hlaupi karla þjófstartaði Letsile Tebogo frá Botsvana og var dæmdur úr keppni. Þegar keppendur störtuðu svo aftur voru það Jamaíkumennirnir sem hlupu hraðast. Oblique Seville reif bolinn sinn um leið og hann hafði tryggt sér heimsmeistaratitilinn, og fagnaði ber að ofan.Getty/Hannah Peters Oblique Seville, sem varð í 8. sæti á ÓL í fyrra, vann heimsmeistaratitilinn með því að hlaupa á 9,77 sekúndum. Hann var sjónarmun á undan Kishane Thompson sem líkt og á ÓL varð að sætta sig við silfrið. Ólympíumeistarinn Noah Lyles varð svo í 3. sæti á 9,89 sekúndum, rétt á undan landa sínum Kenny Bednarek sem fór of hægt af stað. Franskur sigur í 10.000 metra hlaupi Hin bandaríska Tara Davis-Woodhall vann öruggan sigur í langstökki kvenna með 7,13 metra stökki. Hún var sú eina sem stökk yfir sjö metra en Malaika Mihambo frá Þýskalandi fékk silfur með 6,99 metra stökki og Natalia Linares frá Kólumbíu brons með 6,92 metra stökki. Frakkinn Jimmy Gressier vann óvæntan sigur í 10.000 metra hlaupi karla á 28:55,77 mínútum, eftir frábæran endasprett þar sem hann stakk sér fram úr Yomif Kejelcha frá Eþíópíu og varð 6 sekúndubrotum á undan í mark. Svíinn Andreas Almgren vann svo bronsið á 28:56,02. Frjálsar íþróttir Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira
Það var hins vegar hin bandaríska Melissa Jefferson-Wooden, bronsverðlaunahafi frá því á ÓL í fyrra, sem varð heimsmeistari kvenna með afar sannfærandi hætti. Hún kom langfyrst í mark á nýju mótsmeti, 10,61 sekúndum, eða 15/100 úr sekúndu á undan Tiu Clayton frá Jamaíku. Ólympíumeistarinn Julien Alfred varð svo að sætta sig við bronsið á 10,84 sekúndum. Í 100 metra hlaupi karla þjófstartaði Letsile Tebogo frá Botsvana og var dæmdur úr keppni. Þegar keppendur störtuðu svo aftur voru það Jamaíkumennirnir sem hlupu hraðast. Oblique Seville reif bolinn sinn um leið og hann hafði tryggt sér heimsmeistaratitilinn, og fagnaði ber að ofan.Getty/Hannah Peters Oblique Seville, sem varð í 8. sæti á ÓL í fyrra, vann heimsmeistaratitilinn með því að hlaupa á 9,77 sekúndum. Hann var sjónarmun á undan Kishane Thompson sem líkt og á ÓL varð að sætta sig við silfrið. Ólympíumeistarinn Noah Lyles varð svo í 3. sæti á 9,89 sekúndum, rétt á undan landa sínum Kenny Bednarek sem fór of hægt af stað. Franskur sigur í 10.000 metra hlaupi Hin bandaríska Tara Davis-Woodhall vann öruggan sigur í langstökki kvenna með 7,13 metra stökki. Hún var sú eina sem stökk yfir sjö metra en Malaika Mihambo frá Þýskalandi fékk silfur með 6,99 metra stökki og Natalia Linares frá Kólumbíu brons með 6,92 metra stökki. Frakkinn Jimmy Gressier vann óvæntan sigur í 10.000 metra hlaupi karla á 28:55,77 mínútum, eftir frábæran endasprett þar sem hann stakk sér fram úr Yomif Kejelcha frá Eþíópíu og varð 6 sekúndubrotum á undan í mark. Svíinn Andreas Almgren vann svo bronsið á 28:56,02.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira