Innlent

Óveðurský yfir Sól­heimum og deilt á ríkis­endur­skoðanda

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um gagnrýni fyrrverandi starfsmanns á Sólheimum sem talar um erfið samskipti stjórnenda og starfsfólks. 

Grein hennar sem birtist á Vísi í gær hefur vakið mikla athygli. Við ræðum nánar við hana í tímanum. 

Þá verður rætt við ríkisenduskoðanda sem fullyrðir að embættið fari að lögum, en svokallað endurskoðendaráð hefur vísað máli hans til lögreglu.

Einnig fjöllum við um mögulegar loftvarnir hér á landi gegn drónaárás og ræðum nýtt frumvarp um leigubíla. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 17. september 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×