Innlent

3,6 stiga skjálfti mældist í Vatna­jökli

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Staðsetning skjálftans.
Staðsetning skjálftans. Veðurstofa Íslands

Skjálfti af stærðinni 3,6 mældist við Vestari Skaftárketil í Vatnajökli rétt eftir miðnætti í nótt. Einn eftirskjálfti af stærðinni 0,8 fylgdi í kjölfarið.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands mældist skjálfti af stærðinni 3,1 á svipuðum slóðum 11. september síðastliðinn.

„Skjálftar af þessari stærðargráðu eru óalgengir en ekki óeðlilegir á þessu svæði,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. „Síðast mældist skjálfti af svipaðri stærðargráðu í Nóvember 2018 sem var 3,5 að stærð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×