Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Agnar Már Másson skrifar 18. september 2025 20:18 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, sem mælir fyrir frumvarpinu, sagði við upphaf þings á dögunum að það væri „alveg skýrt [að] við ætlum að klára bókun 35“ á þessu þingi. Vísir Bókun 35 verður aftur tekin fyrir í utanríkismálanefnd Alþingis eftir að fyrstu umræðu um frumvarp utanríkisráðherra lauk í kvöld. Líklega fer það óbreytt í aðra umræðu en spurning er hvort ríkisstjórnin muni aftur finna sig knúna til að beita „kjarnorkuákvæðinu“ til að þvinga það í gegnum aðra umræðu, sem stjórnarliðar hafa ekki útilokað. Málið hafði aftur farið í fyrstu umræðu þar sem meirihlutanum tókst ekki að fá það samþykkt á síðasta þingi en þá stóð önnur umræðan yfir í um sextíu klukkustundir þar til málinu var endanlega frestað fram á haustþing. Lagafrumvarpið var einnig lagt fram í tíð fyrri ríkisstjórnar en hlaut ekki afgreiðslu. Fyrsta umræðan hófst því aftur á ellefta tímanum í dag og eins og við mátti búast sýndu Miðflokksmenn frumvarpinu mesta mótstöðu. Málglaðir miðflokksmenn Á síðasta vorþingi var málið rætt heillengi, sér í lagi af þingmönnum Miðflokksins, sem hafa í gegnum árin lýst megnri óánægju með boðaða upptöku bókunar 35. Efnislega gengur bókun 35 út á að ef lagasetning sem byggir á EES-samningnum og önnur lög stangast á gildi þau fyrri, nema Alþingi hafi tekið skýrt fram að svo sé ekki. Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins sagði í ræðu sinni að frumarpið myndi „teppaleggja yfir gildandi rétt með löggjöf sem á rætur sínar í Brussel“ og formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sagði sagði frumvarpið vera hluta af vegferð utanríkisráðherra um að koma Íslandi í Evrópusambandið. Þingmenn annarra flokka á þingi hafa upp til hópa stutt frumvarpið, þar á meðal sjálfstæðismenn sem sjálfir lögðu frumvarpið fram á síðasta kjörtímabili en málið hefur þó verið umdeilt meðal sjálfstæðismanna. Ætlar stjórnin að beita „kjarnorkuákvæðinu“ aftur? Forystukonur ríkisstjórnarinnar hafa gert það skýrt að meirihlutinn vilji keyra málið í gegnum þingið. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, sem mælir fyrir frumvarpinu, sagði við upphaf þings á dögunum að það væri „alveg skýrt [að] við ætlum að klára bókun 35“ á þessu þingi. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra útilokaði ekki í samtali við Vísi að 71. grein verði beitt í umræðu um bókun 35 en segir þó ekki gengið út frá því heldur. Ákvæðinu var beitt til að binda enda á umræður um veiðigjöldin í sumar en beitingin olli miklu uppnámi í Alþingishúsinu. Utanríkismálanefnd mun nú aftur taka málið fyrir. Líklega fer málið óbreytt í gegnum nefndina, sem er undir formennsku Viðreisnarmannsins Pawels Bartoszeks. Svo fer málið aftur í aðra umræðu þar sem það mun væntanlega mæta mótspyrnu Miðflokksmanna á ný. Umræðutími er ekki takmarkaður í annarri umræðu og þannig hafa hin ýmsu mál stíflast þar vegna málþófs, eða meints málþófs. Óvíst er að málið komist í gegnum þingið án þess að meirihlutinn beiti „kjarnorkuákvæðinu“ svokallaða, sem forsætisráðherra vill reyndar kalla „lýðræðisákvæði“. Spyrjum að leikslokum. Bókun 35 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið EES-samningurinn EFTA Alþingi Viðreisn Miðflokkurinn Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Málið hafði aftur farið í fyrstu umræðu þar sem meirihlutanum tókst ekki að fá það samþykkt á síðasta þingi en þá stóð önnur umræðan yfir í um sextíu klukkustundir þar til málinu var endanlega frestað fram á haustþing. Lagafrumvarpið var einnig lagt fram í tíð fyrri ríkisstjórnar en hlaut ekki afgreiðslu. Fyrsta umræðan hófst því aftur á ellefta tímanum í dag og eins og við mátti búast sýndu Miðflokksmenn frumvarpinu mesta mótstöðu. Málglaðir miðflokksmenn Á síðasta vorþingi var málið rætt heillengi, sér í lagi af þingmönnum Miðflokksins, sem hafa í gegnum árin lýst megnri óánægju með boðaða upptöku bókunar 35. Efnislega gengur bókun 35 út á að ef lagasetning sem byggir á EES-samningnum og önnur lög stangast á gildi þau fyrri, nema Alþingi hafi tekið skýrt fram að svo sé ekki. Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins sagði í ræðu sinni að frumarpið myndi „teppaleggja yfir gildandi rétt með löggjöf sem á rætur sínar í Brussel“ og formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sagði sagði frumvarpið vera hluta af vegferð utanríkisráðherra um að koma Íslandi í Evrópusambandið. Þingmenn annarra flokka á þingi hafa upp til hópa stutt frumvarpið, þar á meðal sjálfstæðismenn sem sjálfir lögðu frumvarpið fram á síðasta kjörtímabili en málið hefur þó verið umdeilt meðal sjálfstæðismanna. Ætlar stjórnin að beita „kjarnorkuákvæðinu“ aftur? Forystukonur ríkisstjórnarinnar hafa gert það skýrt að meirihlutinn vilji keyra málið í gegnum þingið. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, sem mælir fyrir frumvarpinu, sagði við upphaf þings á dögunum að það væri „alveg skýrt [að] við ætlum að klára bókun 35“ á þessu þingi. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra útilokaði ekki í samtali við Vísi að 71. grein verði beitt í umræðu um bókun 35 en segir þó ekki gengið út frá því heldur. Ákvæðinu var beitt til að binda enda á umræður um veiðigjöldin í sumar en beitingin olli miklu uppnámi í Alþingishúsinu. Utanríkismálanefnd mun nú aftur taka málið fyrir. Líklega fer málið óbreytt í gegnum nefndina, sem er undir formennsku Viðreisnarmannsins Pawels Bartoszeks. Svo fer málið aftur í aðra umræðu þar sem það mun væntanlega mæta mótspyrnu Miðflokksmanna á ný. Umræðutími er ekki takmarkaður í annarri umræðu og þannig hafa hin ýmsu mál stíflast þar vegna málþófs, eða meints málþófs. Óvíst er að málið komist í gegnum þingið án þess að meirihlutinn beiti „kjarnorkuákvæðinu“ svokallaða, sem forsætisráðherra vill reyndar kalla „lýðræðisákvæði“. Spyrjum að leikslokum.
Bókun 35 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið EES-samningurinn EFTA Alþingi Viðreisn Miðflokkurinn Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira