Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar 19. september 2025 11:32 Flest öll viljum við að húsunum okkar, bílum og öðrum eignum sé vel við haldið og þau séu örugg og í góðu ásigkomulagi. Ætti þetta ekki að vera eins með mannvirki eins og vegakerfið okkar? Ættum við ekki að hafa metnað til að hafa vegina okkar góða og örugga? Vegurinn yfir Öxi hefur verið með allra versta móti það sem af er ári. Svo virðist sem metnaður Vegagerðar og samgönguyfirvalda sé enginn þegar kemur að viðhaldi á þessum fjölfarna vegi. Þessi 18 km vegarspotti fær ekki það viðhald sem hann þarf, til að halda honum góðum miðað við þá umferð sem orðin er, en nú í september þurfti að loka Axarvegi tímabundið af því að vegurinn var svo slæmur, holurnar svo djúpar og svo margar. Um leið og umferð var hleypt á aftur varð umferðin um Öxi aftur orðin meiri en um þjóðveg 1. Sumarumferð á Öxi hefur aldrei verið meiri en í ár en 19 daga í ágústmánuði var umferðin meiri á Öxi heldur en um þjóðveg 1, þrátt fyrir að vegurinn hafi verið afar slæmur vegna skorts á viðhaldi stóran hluta af júlí. Samkvæmt teljara Vegagerðarinnar var umferðin yfir Öxi í ágúst 711 bílar á dag samanborið við 693 um þjóðveg 1. Það liggur því ljóst fyrir hvaða leið vegarendur kjósa. Ástæðan er einföld. Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km og þar að auki er leiðin afskaplega falleg og útsýnið einstakt. Svo er það auðvitað orkusparandi að geta valið um styttri leiðina. Í samantekt Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi sem stofnunin gefur út árlega kemur fram að vegurinn yfir Öxi er sá vegur þar sem flest slys verða miðað við umferð á vegum í dreifbýli samkvæmt tölfræði frá Samgöngustofu og hefur vegurinn haft þennan vafasama heiður undanfarin ár. Þörfin fyrir góðan og öruggan veg yfir Öxi er svo sannarlega til staðar, vilji íbúanna er skýr, árið er 2025 og við eigum að geta gert betur. Heimastjórn Djúpavogs bókaði eftirfarandi um Axarveg á fundi þann 4. september s.l.: „Heimastjórn vill árétta fyrri bókanir um miklvægi Axarvegar og að það sé nauðsynlegt að ráðist verði í framkvæmdir á heilsársvegi nú þegar. Umferð úm Axarveg frá áramótum til ágústloka er nálgt 80 þúsund bílum þrátt fyrir að lítil sem engin vetrarþjónusta hafi verið á tímabilinu janúar til apríl. umferðarþynsti dagurinn taldi 880 bíla. Meðalumferð frá 1. júní til 24. ágúst var 623 bílar. Aukning á umferð um Öxi á tveimur árum er yfir 35% Marga daga er umferð um Öxi meiri en um þjóðveg 1 við Streitishvarf. Heimastjórn sýnist það einsýnt að öllu lengur sé ekki hægt að bíða eftir framkvæmdum vegna síaukinnar umferðar og það sé ljóst að mjór og illa viðhaldinn malarvegur dugi ekki til að anna þessari umferð. Einnig vill heimastjórn árétta að viðhald sé í lágmarki og því vegurinn oft á köflum holóttur og erfiður yfirferðar, en þrátt fyrir það þá sé hann að verða umferðaþyngsti vegurinn milli Djúpavogs og miðausturlands og það kalli á tafarlausr úrbætur.“ Þegar sveitarfélögin Djúpivogur, Egilsstaðir, Seyðisfjörður og Borgarfjörður voru sameinuð í Múlaþing var ein af forsendum sameiningarinnar bættar samgöngur og þar var Axarvegur á settur á oddinn. Síðan hefur allt verið í frosti, varla voru þetta fögur loforð sem ekkert var á bak við? Að lokum vil ég segja þetta við samgönguyfirvöld: Hlustið á íbúana, hættið að draga lappirnar, brettið upp ermarnar og sýnið íbúunum þá virðingu að bjóða þeim upp á örugga og góða vegi. Hönnun nýs vegar yfir Öxi er tilbúin, það eina sem vantar er vilji og metnaður. Höfundur er öryggis og fræðslustjóri hjá Kaldvík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Vegagerð Samgöngur Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Flest öll viljum við að húsunum okkar, bílum og öðrum eignum sé vel við haldið og þau séu örugg og í góðu ásigkomulagi. Ætti þetta ekki að vera eins með mannvirki eins og vegakerfið okkar? Ættum við ekki að hafa metnað til að hafa vegina okkar góða og örugga? Vegurinn yfir Öxi hefur verið með allra versta móti það sem af er ári. Svo virðist sem metnaður Vegagerðar og samgönguyfirvalda sé enginn þegar kemur að viðhaldi á þessum fjölfarna vegi. Þessi 18 km vegarspotti fær ekki það viðhald sem hann þarf, til að halda honum góðum miðað við þá umferð sem orðin er, en nú í september þurfti að loka Axarvegi tímabundið af því að vegurinn var svo slæmur, holurnar svo djúpar og svo margar. Um leið og umferð var hleypt á aftur varð umferðin um Öxi aftur orðin meiri en um þjóðveg 1. Sumarumferð á Öxi hefur aldrei verið meiri en í ár en 19 daga í ágústmánuði var umferðin meiri á Öxi heldur en um þjóðveg 1, þrátt fyrir að vegurinn hafi verið afar slæmur vegna skorts á viðhaldi stóran hluta af júlí. Samkvæmt teljara Vegagerðarinnar var umferðin yfir Öxi í ágúst 711 bílar á dag samanborið við 693 um þjóðveg 1. Það liggur því ljóst fyrir hvaða leið vegarendur kjósa. Ástæðan er einföld. Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km og þar að auki er leiðin afskaplega falleg og útsýnið einstakt. Svo er það auðvitað orkusparandi að geta valið um styttri leiðina. Í samantekt Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi sem stofnunin gefur út árlega kemur fram að vegurinn yfir Öxi er sá vegur þar sem flest slys verða miðað við umferð á vegum í dreifbýli samkvæmt tölfræði frá Samgöngustofu og hefur vegurinn haft þennan vafasama heiður undanfarin ár. Þörfin fyrir góðan og öruggan veg yfir Öxi er svo sannarlega til staðar, vilji íbúanna er skýr, árið er 2025 og við eigum að geta gert betur. Heimastjórn Djúpavogs bókaði eftirfarandi um Axarveg á fundi þann 4. september s.l.: „Heimastjórn vill árétta fyrri bókanir um miklvægi Axarvegar og að það sé nauðsynlegt að ráðist verði í framkvæmdir á heilsársvegi nú þegar. Umferð úm Axarveg frá áramótum til ágústloka er nálgt 80 þúsund bílum þrátt fyrir að lítil sem engin vetrarþjónusta hafi verið á tímabilinu janúar til apríl. umferðarþynsti dagurinn taldi 880 bíla. Meðalumferð frá 1. júní til 24. ágúst var 623 bílar. Aukning á umferð um Öxi á tveimur árum er yfir 35% Marga daga er umferð um Öxi meiri en um þjóðveg 1 við Streitishvarf. Heimastjórn sýnist það einsýnt að öllu lengur sé ekki hægt að bíða eftir framkvæmdum vegna síaukinnar umferðar og það sé ljóst að mjór og illa viðhaldinn malarvegur dugi ekki til að anna þessari umferð. Einnig vill heimastjórn árétta að viðhald sé í lágmarki og því vegurinn oft á köflum holóttur og erfiður yfirferðar, en þrátt fyrir það þá sé hann að verða umferðaþyngsti vegurinn milli Djúpavogs og miðausturlands og það kalli á tafarlausr úrbætur.“ Þegar sveitarfélögin Djúpivogur, Egilsstaðir, Seyðisfjörður og Borgarfjörður voru sameinuð í Múlaþing var ein af forsendum sameiningarinnar bættar samgöngur og þar var Axarvegur á settur á oddinn. Síðan hefur allt verið í frosti, varla voru þetta fögur loforð sem ekkert var á bak við? Að lokum vil ég segja þetta við samgönguyfirvöld: Hlustið á íbúana, hættið að draga lappirnar, brettið upp ermarnar og sýnið íbúunum þá virðingu að bjóða þeim upp á örugga og góða vegi. Hönnun nýs vegar yfir Öxi er tilbúin, það eina sem vantar er vilji og metnaður. Höfundur er öryggis og fræðslustjóri hjá Kaldvík.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun